„Það var ekkert eðlilegt við þetta útkall“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 06:46 27. september 2014 var lögregla kölluð að Stelkshólum í Breiðholti. Stöð 2 Karlmaður sem var dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni á heimili þeirra við Stelkshóla í Breiðholti árið 2014 var látinn laus úr haldi rúmum þremur árum eftir að dómurinn féll. Hann var úrskurðaður ósakhæfur og dæmdur til meðferðar á réttargeðdeild en hann er sagður hafa náð undraverðum bata og því sleppt úr haldi. Maðurinn er talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar í viðurvist tveggja ungra barna með þeim afleiðingum að hún lést. Þetta er á meðal þess sem fram kom í þættinum Ummerki á Stöð 2 í gærkvöld en brot úr honum má sjá neðar í þessari frétt. Hélt að einhver væri að njósna um sig Maðurinn hafði sýnt sérkennilega hegðun vikurnar fyrir hinn voveiflega atburð og eiginkona hans hafði lýst áhyggjum við vinafólk sitt. Þetta kvöld, 27. september 2014, höfðu áhyggjurnar hins vegar stigmagnast og konan var orðin hrædd við eiginmann sinn. Hún sendi vinkonu sinni skilaboð og bað hana um að koma til sín. Vinkona hennar var í bíói með manni sínum en sagðist ætla að koma strax að myndinni lokinni. Maðurinn hafði sótt mikið í áfengi og sakaði eiginkonu sína ítrekað um framhjáhald. Í samtali vinkvennanna sagði konan að maðurinn teldi að einhver væri að njósna um sig og vildi sig feigan. Hún lýsti því að hann hefði dregið fyrir alla glugga og gengi um gólf vopnaður hnífi. Vinahjón konunnar komu til hennar í stutta stund eftir bíóið og báðu hana um að taka börnin og koma með þeim heim. Konan afþakkaði. Örfáum klukkustundum síðar barst vinahjónunum símtal frá eiginmanninum sem sagðist hafa komið að konu sinni látinni inni á baðherbergi og bað þau um að hringja eftir aðstoð. „Stelpan var gráföl, mjög veikluleg og drengurinn sömuleiðis,“ segir Ásgeir Valur Flosason bráðatæknir, sem var með fyrstu viðbragðaðilum á staðinn. Börnin gráföl og veikluleg „Það var ekkert eðlilegt við þetta útkall. Það var að mörgu að huga að – við vorum með barn og látinn einstakling og mann í einhvers konar geðrofi eða geðshræringu,“ útskýrir Ásgeir Valur Flosason bráðatæknir, sem var með þeim fyrstu á staðinn. Tvö ung börn voru á heimilinu en grunur leikur á að þau hafi séð föður sinn myrða móður þeirra. „Þau virðast hafa sofið inni í stofu á einhvers konar fleti. Þau voru frekar veikluleg að sjá. Stelpan var gráföl, mjög veikluleg og drengurinn sömuleiðis. Hún var sofandi en hann var vakandi en eitthvað einkennilegur og fölur,“ segir Ásgeir. Maðurinn fullyrti að hafa komið að konunni látinni, hangandi á snæri á baðherbergishurðinni. Leifur Halldórsson rannsóknarlögreglumaður segir það hafa komið fljótt í ljós að þær fullyrðingar stæðust ekki skoðun. „Í mínum huga var fljótlega ljóst að þarna var um manndráp að ræða. Hún hafði verið kyrkt með einhverju og það var nokkuð augljóst. Það eru ákveðnir áverkar á fólki sem hengir sig, áverkar sem við búumst við að sjá, togáverkar og fleira sem verður. Það vantaði alveg þarna. Það var alveg á kristaltæru að hún hafði verið kyrkt með snæri eða spotta eða einhverju slíku og sá sem hafði gert það hafði staðið aftan við hana,“ segir Leifur. „Það var alveg á kristaltæru að hún hafði verið kyrkt með snæri eða spotta eða einhverju slíku og sá sem hafði gert það hafði staðið aftan við hana,“ segir Leifur Halldórsson rannsóknarlögreglumaður. „Börnin sáu móður sína látna. Þegar ég kem þá standa þau þar með föður sínum sem var ákærður í málinu og horfðu á móður sína látna á ganginum. Hvað var búið að ganga á áður en við komum veit maður ekki.“ Maðurinn fullyrti að hafa ekki átt neinn þátt í dauða eiginkonu sinnar og hélt því fram að hún hefði hengt sig sjálf með reim úr hettupeysu og fest á hurðarhún inni á baði. Hann sagði í skýrslutöku að konan hefði gert nokkrar tilraunir til þess að svipta sig lífi þetta kvöld en að honum hafi ekki tekist að passa hana, eins og hann lýsti því. Við rannsókn á málinu sáust hins vegar greinileg ummerki hringinn í kringum hálsinn – ummerki sem eru ekki til staðar hjá fólki sem fremur sjálfsvíg með þessum hætti. Hann neitaði þar af sök allan tímann. Geðlæknir lagði til að maðurinn yrði metinn ósakhæfur vegna geðrænna veikinda sinna og dæmdur til meðferðar á réttargeðdeild, komist dómurinn að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið valdur að dauða konu sinnar. Tveir geðlæknar komust að sömu niðurstöðu. „Hann var sendur á réttargeðdeild, náði fljótt áttum og bara vakti undrun lækna hvað hann var fljótur að ná sér,“ segir Brynjólfur Eyvindsson, lögmaður mannsins. Þremur og hálfu ári síðar var hann látinn laus og fær í dag að hitta börn sín undir eftirliti. Hluta úr þættinum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ummerki: Það var ekkert eðlilegt við þetta útkall Ummerki Lögreglan Reykjavík Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Karlmaður sem var dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni á heimili þeirra við Stelkshóla í Breiðholti árið 2014 var látinn laus úr haldi rúmum þremur árum eftir að dómurinn féll. Hann var úrskurðaður ósakhæfur og dæmdur til meðferðar á réttargeðdeild en hann er sagður hafa náð undraverðum bata og því sleppt úr haldi. Maðurinn er talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar í viðurvist tveggja ungra barna með þeim afleiðingum að hún lést. Þetta er á meðal þess sem fram kom í þættinum Ummerki á Stöð 2 í gærkvöld en brot úr honum má sjá neðar í þessari frétt. Hélt að einhver væri að njósna um sig Maðurinn hafði sýnt sérkennilega hegðun vikurnar fyrir hinn voveiflega atburð og eiginkona hans hafði lýst áhyggjum við vinafólk sitt. Þetta kvöld, 27. september 2014, höfðu áhyggjurnar hins vegar stigmagnast og konan var orðin hrædd við eiginmann sinn. Hún sendi vinkonu sinni skilaboð og bað hana um að koma til sín. Vinkona hennar var í bíói með manni sínum en sagðist ætla að koma strax að myndinni lokinni. Maðurinn hafði sótt mikið í áfengi og sakaði eiginkonu sína ítrekað um framhjáhald. Í samtali vinkvennanna sagði konan að maðurinn teldi að einhver væri að njósna um sig og vildi sig feigan. Hún lýsti því að hann hefði dregið fyrir alla glugga og gengi um gólf vopnaður hnífi. Vinahjón konunnar komu til hennar í stutta stund eftir bíóið og báðu hana um að taka börnin og koma með þeim heim. Konan afþakkaði. Örfáum klukkustundum síðar barst vinahjónunum símtal frá eiginmanninum sem sagðist hafa komið að konu sinni látinni inni á baðherbergi og bað þau um að hringja eftir aðstoð. „Stelpan var gráföl, mjög veikluleg og drengurinn sömuleiðis,“ segir Ásgeir Valur Flosason bráðatæknir, sem var með fyrstu viðbragðaðilum á staðinn. Börnin gráföl og veikluleg „Það var ekkert eðlilegt við þetta útkall. Það var að mörgu að huga að – við vorum með barn og látinn einstakling og mann í einhvers konar geðrofi eða geðshræringu,“ útskýrir Ásgeir Valur Flosason bráðatæknir, sem var með þeim fyrstu á staðinn. Tvö ung börn voru á heimilinu en grunur leikur á að þau hafi séð föður sinn myrða móður þeirra. „Þau virðast hafa sofið inni í stofu á einhvers konar fleti. Þau voru frekar veikluleg að sjá. Stelpan var gráföl, mjög veikluleg og drengurinn sömuleiðis. Hún var sofandi en hann var vakandi en eitthvað einkennilegur og fölur,“ segir Ásgeir. Maðurinn fullyrti að hafa komið að konunni látinni, hangandi á snæri á baðherbergishurðinni. Leifur Halldórsson rannsóknarlögreglumaður segir það hafa komið fljótt í ljós að þær fullyrðingar stæðust ekki skoðun. „Í mínum huga var fljótlega ljóst að þarna var um manndráp að ræða. Hún hafði verið kyrkt með einhverju og það var nokkuð augljóst. Það eru ákveðnir áverkar á fólki sem hengir sig, áverkar sem við búumst við að sjá, togáverkar og fleira sem verður. Það vantaði alveg þarna. Það var alveg á kristaltæru að hún hafði verið kyrkt með snæri eða spotta eða einhverju slíku og sá sem hafði gert það hafði staðið aftan við hana,“ segir Leifur. „Það var alveg á kristaltæru að hún hafði verið kyrkt með snæri eða spotta eða einhverju slíku og sá sem hafði gert það hafði staðið aftan við hana,“ segir Leifur Halldórsson rannsóknarlögreglumaður. „Börnin sáu móður sína látna. Þegar ég kem þá standa þau þar með föður sínum sem var ákærður í málinu og horfðu á móður sína látna á ganginum. Hvað var búið að ganga á áður en við komum veit maður ekki.“ Maðurinn fullyrti að hafa ekki átt neinn þátt í dauða eiginkonu sinnar og hélt því fram að hún hefði hengt sig sjálf með reim úr hettupeysu og fest á hurðarhún inni á baði. Hann sagði í skýrslutöku að konan hefði gert nokkrar tilraunir til þess að svipta sig lífi þetta kvöld en að honum hafi ekki tekist að passa hana, eins og hann lýsti því. Við rannsókn á málinu sáust hins vegar greinileg ummerki hringinn í kringum hálsinn – ummerki sem eru ekki til staðar hjá fólki sem fremur sjálfsvíg með þessum hætti. Hann neitaði þar af sök allan tímann. Geðlæknir lagði til að maðurinn yrði metinn ósakhæfur vegna geðrænna veikinda sinna og dæmdur til meðferðar á réttargeðdeild, komist dómurinn að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið valdur að dauða konu sinnar. Tveir geðlæknar komust að sömu niðurstöðu. „Hann var sendur á réttargeðdeild, náði fljótt áttum og bara vakti undrun lækna hvað hann var fljótur að ná sér,“ segir Brynjólfur Eyvindsson, lögmaður mannsins. Þremur og hálfu ári síðar var hann látinn laus og fær í dag að hitta börn sín undir eftirliti. Hluta úr þættinum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ummerki: Það var ekkert eðlilegt við þetta útkall
Ummerki Lögreglan Reykjavík Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira