Kallar eftir auknum stuðningi ríkisins við sveitarfélög Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2020 19:45 Heiða Björg Hilmisdóttir var endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar í gær. Vísir/Einar Heiða Björg Hilmisdóttir, sem var í gær endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar með 60% greiddra atkvæða, segir ljóst að ríkið þurfi að verja sveitarfélögin núna á tímum kórónuveirunnar. Sveitarfélögin séu mjög tengd því hvernig atvinnuástandið er í landinu og það gangi ekki að sveitarfélögin taki lán fyrir rekstri sínum. Heiða Björg var gestur Víglínunnar í dag en hún ræddi þar stöðu sveitarfélaganna. Heiða er borgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna og einnig varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég held að það sé alveg ljóst að ríkið, okkar sameiginlegi stóri sjóður, þarf að verja sveitarfélögin núna. Sveitarfélögin eru mjög tengd því hvernig atvinnuástandið er í landinu, okkar tekjur eru útsvarið og þegar það kemur svona skyndilegt atvinnuleysi, sem við höfum bara aldrei séð áður á Íslandi, þessi staða eins og hún er uppi núna að einn af hverjum tíu sem vilja vinna fái ekki vinnu, þá er þetta mjög alvarlegt,“ sagði Heiða. Ríkisstjórnin verði að styðja sveitarfélögin Hún segir þetta gríðarlega mikilvægt, en sveitarfélögin þurfi nú að veita aukna þjónustu. „Við þurfum að veita meiri fjárhagsaðstoð, við þurfum að veita fleiri börnum mat í skólum og stuðning til frístunda og annað sem er bara gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt samfélag. Þannig að ég held að það sé alveg ljóst að ríkisstjórnin þarf að taka ákvörðun um það að styðja sveitarfélögin í gegn um þetta,“ segir Heiða Björg. Þetta sé mikilvæg nærþjónusta sem samfélagið geti ekki verið án. Hún segir ríkisstjórnina hafa í sjálfu sér lofað því að hún ætli að standa með sveitarfélögum í gegn um kórónuveirukreppuna. Þar sé Reykjavíkurborg ekki undanskilin. Sveitarfélög enn að súpa seyðið af mistökum sem gerð voru eftir Hrun Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, hefur hvatt þau sveitarfélög sem eru í nógu góðri stöðu til þess að taka lán að auka lántöku sína. Heiða segir það þó ekki góða hugmynd, að sveitarfélögin fari að taka lán til þess að sinna rekstri sínum. Það hafi verið gert í Hruninu og sveitarfélögin séu enn að súpa seyðið af þeim mistökum. „Reykjavík gæti alveg tekið hagstæð lán og er að taka hagstæð lán en sveitarfélag sem tekur lán fyrir rekstri sínum er ekki mjög sjálfbært sveitarfélag. Og í rauninni höfum við ekki gert það og ekki mátt það. Sveitarfélög eiga bara að reka sig á þeim tekjum sem þau fá. Hins vegar höfum við að sjálfsögðu verið að taka lán fyrir fjárfestingum og fjárfestingar sveitarfélaga eru grunnskólar, skólar, götur, allt það sem gerir samfélagið okkar að samfélagi,“ segir Heiða. Verði þær fjárfestingar stöðvaðar og lánin notuð til reksturs sveitarfélagana verði þessar innviðauppbyggingar ekki að veruleika, en þær þurfi til að ungt fólk vilji búa í sveitarfélögunum. „Þau fara ekki að búa í einhverju sveitarfélagi þar sem ekki er leikskóli eða almennilegur grunnskóli,“ segir Heiða. „Við sáum eftir hrunið síðast að þá spöruðu sveitarfélögin, slógu af allar fjárfestingar og við erum í raun bara að vinna upp þá skuld, þessa fjárfestingarskuld sem við vorum komin í við samfélagið. Ég veit að Reykvíkingar voru að básúnast yfir götum, malbiki og alls konar sem var satt af því að þarna var sparað og það sýndi sig að það er ekki gáfulegt.“ Lausnin sé að ríkissjóður taki lán og styrki sameiginlega sjóði fyrir alla landsbúa. „Til þess að við getum veitt fötluðum mannsæmandi þjónustu, að við getum stutt við eldri borgara sem þurfa það, að við getum stutt börnin og allt þetta atvinnulausa fólk sem er að lifa kannski sína erfiðustu tíma akkúrat núna,“ segir Heiða. Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við erum byrjuð og við munum halda áfram“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir kosningabaráttu Samfylkingarinnar hafna. 7. nóvember 2020 20:01 Samþykktu einróma að stuðla að opnun neyslurýma Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma í dag að stuðla að opnun neyslurýma í Reykjavík. Í bókun meirihluta borgarstjórnar segir að rannsóknir hafi sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir dragi úr neikvæðum og hættulegum afleiðingum notkunar ávana- og fíkniefna. 20. október 2020 22:46 Segir það árás á lífsgæði almennings ef ríkisstjórnin hjálpar ekki sveitarfélögum Sveitarfélög kalla eftir inngripi frá ríkinu til að forðast yfirvofandi skuldsetningu vegna faraldurs kórónuveirunnar. 11. október 2020 19:31 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesi frestast um tvær vikur Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, sem var í gær endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar með 60% greiddra atkvæða, segir ljóst að ríkið þurfi að verja sveitarfélögin núna á tímum kórónuveirunnar. Sveitarfélögin séu mjög tengd því hvernig atvinnuástandið er í landinu og það gangi ekki að sveitarfélögin taki lán fyrir rekstri sínum. Heiða Björg var gestur Víglínunnar í dag en hún ræddi þar stöðu sveitarfélaganna. Heiða er borgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna og einnig varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég held að það sé alveg ljóst að ríkið, okkar sameiginlegi stóri sjóður, þarf að verja sveitarfélögin núna. Sveitarfélögin eru mjög tengd því hvernig atvinnuástandið er í landinu, okkar tekjur eru útsvarið og þegar það kemur svona skyndilegt atvinnuleysi, sem við höfum bara aldrei séð áður á Íslandi, þessi staða eins og hún er uppi núna að einn af hverjum tíu sem vilja vinna fái ekki vinnu, þá er þetta mjög alvarlegt,“ sagði Heiða. Ríkisstjórnin verði að styðja sveitarfélögin Hún segir þetta gríðarlega mikilvægt, en sveitarfélögin þurfi nú að veita aukna þjónustu. „Við þurfum að veita meiri fjárhagsaðstoð, við þurfum að veita fleiri börnum mat í skólum og stuðning til frístunda og annað sem er bara gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt samfélag. Þannig að ég held að það sé alveg ljóst að ríkisstjórnin þarf að taka ákvörðun um það að styðja sveitarfélögin í gegn um þetta,“ segir Heiða Björg. Þetta sé mikilvæg nærþjónusta sem samfélagið geti ekki verið án. Hún segir ríkisstjórnina hafa í sjálfu sér lofað því að hún ætli að standa með sveitarfélögum í gegn um kórónuveirukreppuna. Þar sé Reykjavíkurborg ekki undanskilin. Sveitarfélög enn að súpa seyðið af mistökum sem gerð voru eftir Hrun Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, hefur hvatt þau sveitarfélög sem eru í nógu góðri stöðu til þess að taka lán að auka lántöku sína. Heiða segir það þó ekki góða hugmynd, að sveitarfélögin fari að taka lán til þess að sinna rekstri sínum. Það hafi verið gert í Hruninu og sveitarfélögin séu enn að súpa seyðið af þeim mistökum. „Reykjavík gæti alveg tekið hagstæð lán og er að taka hagstæð lán en sveitarfélag sem tekur lán fyrir rekstri sínum er ekki mjög sjálfbært sveitarfélag. Og í rauninni höfum við ekki gert það og ekki mátt það. Sveitarfélög eiga bara að reka sig á þeim tekjum sem þau fá. Hins vegar höfum við að sjálfsögðu verið að taka lán fyrir fjárfestingum og fjárfestingar sveitarfélaga eru grunnskólar, skólar, götur, allt það sem gerir samfélagið okkar að samfélagi,“ segir Heiða. Verði þær fjárfestingar stöðvaðar og lánin notuð til reksturs sveitarfélagana verði þessar innviðauppbyggingar ekki að veruleika, en þær þurfi til að ungt fólk vilji búa í sveitarfélögunum. „Þau fara ekki að búa í einhverju sveitarfélagi þar sem ekki er leikskóli eða almennilegur grunnskóli,“ segir Heiða. „Við sáum eftir hrunið síðast að þá spöruðu sveitarfélögin, slógu af allar fjárfestingar og við erum í raun bara að vinna upp þá skuld, þessa fjárfestingarskuld sem við vorum komin í við samfélagið. Ég veit að Reykvíkingar voru að básúnast yfir götum, malbiki og alls konar sem var satt af því að þarna var sparað og það sýndi sig að það er ekki gáfulegt.“ Lausnin sé að ríkissjóður taki lán og styrki sameiginlega sjóði fyrir alla landsbúa. „Til þess að við getum veitt fötluðum mannsæmandi þjónustu, að við getum stutt við eldri borgara sem þurfa það, að við getum stutt börnin og allt þetta atvinnulausa fólk sem er að lifa kannski sína erfiðustu tíma akkúrat núna,“ segir Heiða.
Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við erum byrjuð og við munum halda áfram“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir kosningabaráttu Samfylkingarinnar hafna. 7. nóvember 2020 20:01 Samþykktu einróma að stuðla að opnun neyslurýma Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma í dag að stuðla að opnun neyslurýma í Reykjavík. Í bókun meirihluta borgarstjórnar segir að rannsóknir hafi sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir dragi úr neikvæðum og hættulegum afleiðingum notkunar ávana- og fíkniefna. 20. október 2020 22:46 Segir það árás á lífsgæði almennings ef ríkisstjórnin hjálpar ekki sveitarfélögum Sveitarfélög kalla eftir inngripi frá ríkinu til að forðast yfirvofandi skuldsetningu vegna faraldurs kórónuveirunnar. 11. október 2020 19:31 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesi frestast um tvær vikur Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira
„Við erum byrjuð og við munum halda áfram“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir kosningabaráttu Samfylkingarinnar hafna. 7. nóvember 2020 20:01
Samþykktu einróma að stuðla að opnun neyslurýma Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma í dag að stuðla að opnun neyslurýma í Reykjavík. Í bókun meirihluta borgarstjórnar segir að rannsóknir hafi sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir dragi úr neikvæðum og hættulegum afleiðingum notkunar ávana- og fíkniefna. 20. október 2020 22:46
Segir það árás á lífsgæði almennings ef ríkisstjórnin hjálpar ekki sveitarfélögum Sveitarfélög kalla eftir inngripi frá ríkinu til að forðast yfirvofandi skuldsetningu vegna faraldurs kórónuveirunnar. 11. október 2020 19:31