Hvernig hafa kosningar Bandaríkjanna áhrif á heimsvísu og á Íslandi? Davíð Pálsson skrifar 9. nóvember 2020 07:31 Eins og flestir vita eru niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum komnar í ljós og Joe Biden verið kjörinn forseti og Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna. En hvaða áhrif mun þetta hafa á heiminn og hvaða áhrif hefur þetta hér á Íslandi? Eftir síðustu fjögur árin í forsetatíð Trump hafa fordómar, kvenfyrirlitning og rasismi aldrei verið jafn áberandi. Því má huga að því hvers vegna þetta hefur verið svona og hvers vegna þessar raddir hafa verið svona áberandi. Það hefur ekki komið neinum á óvart að Trump hefur notað ljót orð og hann hæðist mikið að fólki; það skiptir engu hvaða minnihlutahóp það tilheyrir. Hann notar þessa orðræðu til þess að vekja athygli að sér og því er ekki skrítið að Trump er mjög umdeildur maður og hafa margir sínar skoðarnir um hann. En nú þegar hans tími er líðinn hvað gerist þá? Munu neikvæðu raddirnar hverfa? Mun fordómar aftur minnka? Mun allt vera eins og áður? Þessar kosningar voru nefnilega ekki bara Joe Biden á móti Trump, Demókratar á móti Repúblíkönum. Heldur snérist þessi barátta líka um kurteisi, umhyggju, frið, sameiningu og ást gegn hatri, fordómum, spillingu og sundrung. Ekki nóg með það heldur var fyrsta konan, fyrsta svarta konan, fyrsta konan með asískar rætur, kjörin varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris. Það eru stór tíðindi og því ber að fagna. Það er ótrúlegt að hugsa að árið 2020 höfum við enn ekki náð lengra í kynjajafnréttinu. Þar sem þetta málefni er mikið til umræðu í dag og við höfum enn ekki náð lengra. Því ber að skoða hvað það er sem vantar upp á? Af hverju erum við svona langt á eftir í svo mörgu sem við teljum vera sjálfsagt? Það er hægt að sjá mikinn mun á Trump og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Báðir voru þeir forsetar á svipuðum tíma (og einn er það enn) en maður sér vel muninn á því hvernig fyrirmydir þeir eru. Hvernig leiðtogar þeir eru. Því getum við Íslendingar verið mjög stoltir af okkar forseta og glaðir yfir því að hann sé jafn flott fyrirmynd fyrir alla Íslendinga og raun ber vitni. Það er mikilvægt að sama hvernig fer næstu fjögur árin þá munum við líklega halda friðinn, sýna hvert öðru virðingu, ekki hæðast af hvert öðru út af útliti, persónu eða einhverju öðru. Því er mikilvægt að við lærum af þessu og látum þetta ekki endurtaka sig. Við erum öll eins og við erum: „mannkynnið“. Við getum ekki lifað án hvor annars og við þurfum alla til þess að þjóna samfélaginu, sem ein heild. Hver og einn hefur sinn tilgang. Það er óþarfi að sundra fólki og ýta undir hatur í garð hvor annars. Það getum við haft í huga í næstu Alþingiskosningum sem eru á næsta ári. Mun atkvæðið mitt hafa áhrif til hins betra eða verra? Mun ég kjósa frið, umhyggju, kurteisi og jafnrétti eða sundrung, spillingu, hatur og fordóma? Höfundur er Ungur jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar í Bandaríkjunum Alþingiskosningar 2021 Joe Biden Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og flestir vita eru niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum komnar í ljós og Joe Biden verið kjörinn forseti og Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna. En hvaða áhrif mun þetta hafa á heiminn og hvaða áhrif hefur þetta hér á Íslandi? Eftir síðustu fjögur árin í forsetatíð Trump hafa fordómar, kvenfyrirlitning og rasismi aldrei verið jafn áberandi. Því má huga að því hvers vegna þetta hefur verið svona og hvers vegna þessar raddir hafa verið svona áberandi. Það hefur ekki komið neinum á óvart að Trump hefur notað ljót orð og hann hæðist mikið að fólki; það skiptir engu hvaða minnihlutahóp það tilheyrir. Hann notar þessa orðræðu til þess að vekja athygli að sér og því er ekki skrítið að Trump er mjög umdeildur maður og hafa margir sínar skoðarnir um hann. En nú þegar hans tími er líðinn hvað gerist þá? Munu neikvæðu raddirnar hverfa? Mun fordómar aftur minnka? Mun allt vera eins og áður? Þessar kosningar voru nefnilega ekki bara Joe Biden á móti Trump, Demókratar á móti Repúblíkönum. Heldur snérist þessi barátta líka um kurteisi, umhyggju, frið, sameiningu og ást gegn hatri, fordómum, spillingu og sundrung. Ekki nóg með það heldur var fyrsta konan, fyrsta svarta konan, fyrsta konan með asískar rætur, kjörin varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris. Það eru stór tíðindi og því ber að fagna. Það er ótrúlegt að hugsa að árið 2020 höfum við enn ekki náð lengra í kynjajafnréttinu. Þar sem þetta málefni er mikið til umræðu í dag og við höfum enn ekki náð lengra. Því ber að skoða hvað það er sem vantar upp á? Af hverju erum við svona langt á eftir í svo mörgu sem við teljum vera sjálfsagt? Það er hægt að sjá mikinn mun á Trump og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Báðir voru þeir forsetar á svipuðum tíma (og einn er það enn) en maður sér vel muninn á því hvernig fyrirmydir þeir eru. Hvernig leiðtogar þeir eru. Því getum við Íslendingar verið mjög stoltir af okkar forseta og glaðir yfir því að hann sé jafn flott fyrirmynd fyrir alla Íslendinga og raun ber vitni. Það er mikilvægt að sama hvernig fer næstu fjögur árin þá munum við líklega halda friðinn, sýna hvert öðru virðingu, ekki hæðast af hvert öðru út af útliti, persónu eða einhverju öðru. Því er mikilvægt að við lærum af þessu og látum þetta ekki endurtaka sig. Við erum öll eins og við erum: „mannkynnið“. Við getum ekki lifað án hvor annars og við þurfum alla til þess að þjóna samfélaginu, sem ein heild. Hver og einn hefur sinn tilgang. Það er óþarfi að sundra fólki og ýta undir hatur í garð hvor annars. Það getum við haft í huga í næstu Alþingiskosningum sem eru á næsta ári. Mun atkvæðið mitt hafa áhrif til hins betra eða verra? Mun ég kjósa frið, umhyggju, kurteisi og jafnrétti eða sundrung, spillingu, hatur og fordóma? Höfundur er Ungur jafnaðarmaður.
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar