Minkabóndi á alls ekki von á að íslensk stjórnvöld fari sömu leið og dönsk Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 16:33 Einar E. Einarsson er formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og minkabóndi að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Skagafjörður/Getty Það kæmi Einari E. Einarssyni, formanni Sambands íslenskra loðdýrabænda stórlega á óvart ef íslensk stjórnvöld færu sömu leið og dönsk og fyrirskipuðu um aflífun minka hér á landi. Ekki sé hægt að bera Ísland saman við ástandið í Danmörku. Hann finnur til með kollegum sínum í Danmörku sem sjá nú fram á að missa ævistarfið. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti dönsku þjóðinni þann 4. nóvember að öllum minkum í landinu yrði lógað því kórónuveiran hefði stökkbreyst í minkum og borist síðan í menn. Slíkt geti haft áhrif á virkni bóluefnis. „Ég yrði mjög undrandi ef stjórnvöld hér á landi færu svipaða leið og farin er í Danmörku og ég á alls ekki von á því undir nokkrum kringumstæðum,“ segir Einar. Sjálfur rekur Einar minkabú að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hann hefur stundað samfelldan rekstur í um 37 ár. Hann er með 3500 læður og framleiðir að jafnaði um 14.500 skinn á ári. Hann kveðst ekki hafa miklar áhyggjur smitum í minkabúum á Íslandi, mikið eftirlit sé með minkabúum og mikil fjarlægð sé á milli búa. Einar býst við fulltrúum frá MAST í miðri þessari viku en til stendur að skima fyrir kórónuveirunni í minkabúum landsins. „Við erum svo lítil í sniðum og svo langt á milli búanna að ég hef ekki nokkra trú á því að það geti skapast neitt sambærilegt ástand og er í Danmörku, það er alveg útilokað. Og rétt að hafa í huga að það er búið að finnast Covid-19 i minkum í allmörgum löndum og Danir þeir einu sé hafa gripið til þessara ráðstafana“. Á Íslandi eru starfrækt níu minkabú en í Damörku eru þau rösklega þúsund talsins. „Þeir eru fremstir í þessu; leiðandi í tækninni, ræktun og vísindum. Þar er ofboðslegur fjöldi. Þeir hafa verið að framleiða 12-14 milljónir skinna á ári og við erum að framleiða til samanburðar um 60 þúsund skinn í ár. Við erum eins og pínulítil hneta í skálinni við hliðina á þeim, það er ekki á nokkurn hátt saman að jafna. Ef menn pæla í þessu með fjarlægðir á milli búa, þá hleypur meðalfjarlægð á milli búa hér á landi á tugum kílómetra ef ekki þriggja stafa tölum.“ Einar á fjölmarga vini sem starfa í greininni í Danmörku. „Það er svakalega þungt í þeim hljóðið og menn skilja ekki að þetta skuli geta gerst með þessum hætti og að það skuli ekki vera einhver vilji til þess að bjarga greininni þó svo að menn hefðu tekið sýktu búin, bændur hafa ekkert á móti því og að menn myndu einbeita sér að þeim þá, eða í það minnsta lokað þeim.“ Einar segir minkabændur vera að fara inn í gjörbreytt umhverfi nú á næstu vikum. „Nú eru menn að byrja að pelsa og þá fækkar dýrunum um 80-85% á búunum og eftir það verður bara lífdýrastofninn eftir núna í lok mánaðarins. öll smithætta innan eininganna minnkar með færri hausum,“ segir Einar. Landbúnaður Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Tengdar fréttir Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18 Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Það kæmi Einari E. Einarssyni, formanni Sambands íslenskra loðdýrabænda stórlega á óvart ef íslensk stjórnvöld færu sömu leið og dönsk og fyrirskipuðu um aflífun minka hér á landi. Ekki sé hægt að bera Ísland saman við ástandið í Danmörku. Hann finnur til með kollegum sínum í Danmörku sem sjá nú fram á að missa ævistarfið. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti dönsku þjóðinni þann 4. nóvember að öllum minkum í landinu yrði lógað því kórónuveiran hefði stökkbreyst í minkum og borist síðan í menn. Slíkt geti haft áhrif á virkni bóluefnis. „Ég yrði mjög undrandi ef stjórnvöld hér á landi færu svipaða leið og farin er í Danmörku og ég á alls ekki von á því undir nokkrum kringumstæðum,“ segir Einar. Sjálfur rekur Einar minkabú að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hann hefur stundað samfelldan rekstur í um 37 ár. Hann er með 3500 læður og framleiðir að jafnaði um 14.500 skinn á ári. Hann kveðst ekki hafa miklar áhyggjur smitum í minkabúum á Íslandi, mikið eftirlit sé með minkabúum og mikil fjarlægð sé á milli búa. Einar býst við fulltrúum frá MAST í miðri þessari viku en til stendur að skima fyrir kórónuveirunni í minkabúum landsins. „Við erum svo lítil í sniðum og svo langt á milli búanna að ég hef ekki nokkra trú á því að það geti skapast neitt sambærilegt ástand og er í Danmörku, það er alveg útilokað. Og rétt að hafa í huga að það er búið að finnast Covid-19 i minkum í allmörgum löndum og Danir þeir einu sé hafa gripið til þessara ráðstafana“. Á Íslandi eru starfrækt níu minkabú en í Damörku eru þau rösklega þúsund talsins. „Þeir eru fremstir í þessu; leiðandi í tækninni, ræktun og vísindum. Þar er ofboðslegur fjöldi. Þeir hafa verið að framleiða 12-14 milljónir skinna á ári og við erum að framleiða til samanburðar um 60 þúsund skinn í ár. Við erum eins og pínulítil hneta í skálinni við hliðina á þeim, það er ekki á nokkurn hátt saman að jafna. Ef menn pæla í þessu með fjarlægðir á milli búa, þá hleypur meðalfjarlægð á milli búa hér á landi á tugum kílómetra ef ekki þriggja stafa tölum.“ Einar á fjölmarga vini sem starfa í greininni í Danmörku. „Það er svakalega þungt í þeim hljóðið og menn skilja ekki að þetta skuli geta gerst með þessum hætti og að það skuli ekki vera einhver vilji til þess að bjarga greininni þó svo að menn hefðu tekið sýktu búin, bændur hafa ekkert á móti því og að menn myndu einbeita sér að þeim þá, eða í það minnsta lokað þeim.“ Einar segir minkabændur vera að fara inn í gjörbreytt umhverfi nú á næstu vikum. „Nú eru menn að byrja að pelsa og þá fækkar dýrunum um 80-85% á búunum og eftir það verður bara lífdýrastofninn eftir núna í lok mánaðarins. öll smithætta innan eininganna minnkar með færri hausum,“ segir Einar.
Landbúnaður Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Tengdar fréttir Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18 Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18
Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43
Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32