Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 17:37 Rússneska herþyrlan var skotin niður yfir Armeníu í dag. Aserar hafa viðurkennt að hafa óvart skotið hana niður og beðist afsökunar. Vísir/EPA Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. Frá þessu greinir fréttastofa AFP. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjan, greindi frá því í gær að Aserskar hersveitir hafi náð bænum Shusha í Nagorno-Karabakh á sitt vald. Bærinn hefur lykilhlutverki að gegna í deilunum en hann er staðsettur á stað sem talinn er hafa mikið hernaðarlegt gildi. #BREAKING Russian military helicopter shot down in Armenia, two crew members dead: defence ministry pic.twitter.com/1pMLK1hkIt— AFP news agency (@AFP) November 9, 2020 Armensk yfirvöld sögðu hins vegar í dag að þau muni ekki gefa eftir og hyggist reyna að ná bænum, sem Armenar þekkja sem Shushi, á sitt vald aftur. https://www.france24.com/en/live-news/20201109-armenia-says-fighting-continues-for-key-karabakh-town Aðskilnaðarsinnar hafa ekki fengið ósk sína uppfyllta Átökin um Nagorno-Karabakh hafa staðið yfir frá því í lok september og eru meira en tuttugu ár síðan svo mikil átök áttu sér stað í héraðinu. Meirihluti íbúa í Nagorno-Karabakh eru af Armenskum uppruna en héraðið er í dag hluti af Aserbaídsjan. Árið 1994 lauk sex ára stríði um héraðið og létust um þrjátíu þúsund manns í því. Aðskilnaðarsinnar í héraðinu lýstu fyrir þrjátíu árum yfir sjálfstæði sem ekki hefur verið viðurkennt af alþjóðasamfélaginu og ekki einu sinni Armeníu. Héraðið hefur þó haldið einhverri sjálfsstjórn frá því þá en er hluti af Aserbaídsjan samkvæmt alþjóðlegum lögum. Minnst þúsund hafa látið lífið í átökunum sem hófust þann 27. september síðastliðinn auk tuga almennra borgara en talið er að látnir séu mun fleiri. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði þann 22. október að tæplega fimm þúsund væru látnir í átökunum. Mínsk-hópurinn hefur reynt að miðla málum Sovétríkin fyrrverandi tvö hafa brotið þrjá vopnahléssamninga á þessum sex vikum sem Bandaríkin, Rússland og Frakkland hafa komið að. Löndin þrjú fara saman með forsæti í „Mínsk-hópnum“ sem kom að samkomulagi milli ríkjanna tveggja árið 1994 sem varð til þess að sex ára stríðinu um héraðið lauk. Diplómatar virðast um helgina hafa lagt aukna áherslu á að reyna að koma á vopnahléi eftir að átök um Shusha urðu meiri. Pútín fundaði á laugardag með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands og Emmanuel Macron Frakklandsforseta í von um að miðla vopnahléi. Tyrkland er opinber stuðningsaðili Aserbaídsjan í deilunum og hefur Erdogan meðal annars óskað yfirvöldum í Aserbaídsjan til hamingju með að hafa Shusha á sitt band, eftir að fregnir um það bárust. Erdogan sagði það „merki um frelsun þess svæðis sem enn er hertekið.“ Tækju Tyrkir þátt í að koma á vopnahléi myndi það leika gæfumun og bárust fréttir um það í gær, sunnudag, að vopnahléssamningar væru í undirbúningi og í kjölfar þeirra myndu Rússar og Tyrkir senda friðarsveitir til Nagorno-Karabakh. Rússar hafa lýst því yfir að þeir muni ekki grípa í taumana nema átökin berist yfir á Armenska jörð. Þessu lýstu þeir yfir eftir að Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, biðlaði formlega til Pútíns að hefja viðræður um að veita armenskum hersveitum hjálp. Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Hernaður Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14 Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. Frá þessu greinir fréttastofa AFP. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjan, greindi frá því í gær að Aserskar hersveitir hafi náð bænum Shusha í Nagorno-Karabakh á sitt vald. Bærinn hefur lykilhlutverki að gegna í deilunum en hann er staðsettur á stað sem talinn er hafa mikið hernaðarlegt gildi. #BREAKING Russian military helicopter shot down in Armenia, two crew members dead: defence ministry pic.twitter.com/1pMLK1hkIt— AFP news agency (@AFP) November 9, 2020 Armensk yfirvöld sögðu hins vegar í dag að þau muni ekki gefa eftir og hyggist reyna að ná bænum, sem Armenar þekkja sem Shushi, á sitt vald aftur. https://www.france24.com/en/live-news/20201109-armenia-says-fighting-continues-for-key-karabakh-town Aðskilnaðarsinnar hafa ekki fengið ósk sína uppfyllta Átökin um Nagorno-Karabakh hafa staðið yfir frá því í lok september og eru meira en tuttugu ár síðan svo mikil átök áttu sér stað í héraðinu. Meirihluti íbúa í Nagorno-Karabakh eru af Armenskum uppruna en héraðið er í dag hluti af Aserbaídsjan. Árið 1994 lauk sex ára stríði um héraðið og létust um þrjátíu þúsund manns í því. Aðskilnaðarsinnar í héraðinu lýstu fyrir þrjátíu árum yfir sjálfstæði sem ekki hefur verið viðurkennt af alþjóðasamfélaginu og ekki einu sinni Armeníu. Héraðið hefur þó haldið einhverri sjálfsstjórn frá því þá en er hluti af Aserbaídsjan samkvæmt alþjóðlegum lögum. Minnst þúsund hafa látið lífið í átökunum sem hófust þann 27. september síðastliðinn auk tuga almennra borgara en talið er að látnir séu mun fleiri. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði þann 22. október að tæplega fimm þúsund væru látnir í átökunum. Mínsk-hópurinn hefur reynt að miðla málum Sovétríkin fyrrverandi tvö hafa brotið þrjá vopnahléssamninga á þessum sex vikum sem Bandaríkin, Rússland og Frakkland hafa komið að. Löndin þrjú fara saman með forsæti í „Mínsk-hópnum“ sem kom að samkomulagi milli ríkjanna tveggja árið 1994 sem varð til þess að sex ára stríðinu um héraðið lauk. Diplómatar virðast um helgina hafa lagt aukna áherslu á að reyna að koma á vopnahléi eftir að átök um Shusha urðu meiri. Pútín fundaði á laugardag með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands og Emmanuel Macron Frakklandsforseta í von um að miðla vopnahléi. Tyrkland er opinber stuðningsaðili Aserbaídsjan í deilunum og hefur Erdogan meðal annars óskað yfirvöldum í Aserbaídsjan til hamingju með að hafa Shusha á sitt band, eftir að fregnir um það bárust. Erdogan sagði það „merki um frelsun þess svæðis sem enn er hertekið.“ Tækju Tyrkir þátt í að koma á vopnahléi myndi það leika gæfumun og bárust fréttir um það í gær, sunnudag, að vopnahléssamningar væru í undirbúningi og í kjölfar þeirra myndu Rússar og Tyrkir senda friðarsveitir til Nagorno-Karabakh. Rússar hafa lýst því yfir að þeir muni ekki grípa í taumana nema átökin berist yfir á Armenska jörð. Þessu lýstu þeir yfir eftir að Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, biðlaði formlega til Pútíns að hefja viðræður um að veita armenskum hersveitum hjálp.
Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Hernaður Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14 Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27
Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14
Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38