Treysta á hjálparstofnanir Oddný G. Harðardóttir skrifar 10. nóvember 2020 13:45 Ég skil ekki hvers vegna ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir vilja skilja þau eftir sem hafa verið lengst atvinnulaus. Í atvinnukreppu. Það var mjög gott skref að framlengja tekjutengda tímabil atvinnuleysistrygginga úr þremur mánuðum í sex. En það var afleitt og óskiljanlegt að ákveða um leið að aðeins þau sem ekki voru þá þegar komin á grunnatvinnuleysisbætur fengju að njóta þriggja viðbótarmánaðanna. Það var ekki eins og þeim hafi ekki verið bent á hvað þau væru að gera. Aftur og aftur fórum við í Samfylkingunni í ræðustól Alþingis og bentum á einmitt þetta. Stjórnarliðar ákváðu samt að skilja þau verst settu eftir – þau sem eru án atvinnu í dýpstu atvinnukreppu í 100 ár. Ráðherrarnir virtust hafa kveikt á því að þetta væri ekki alveg í lagi í byrjun október, þegar bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, svöruðu formanni Samfylkingarinnar á þann veg „að þetta yrði leiðrétt“. En það bólar ekkert á leiðréttingunni. Hvað tefur? Á meðan lengjast biðraðir hjá hjálparstofnunum sem útdeila matargjöfum. Grunnatvinnuleysisbætur eru 289.510 kr. á mánuði. Tekjutengdar bætur geta mestar orðið 456.404 krónur á mánuði. Tekjutengdar atvinnuleysisbætur eru greiddar út í allt að þrjá mánuði í upphafi hvers bótatímabils, sem er alls 30 mánuðir en þyrfti að lengja í 42 mánuði við þær aðstæður sem nú eru uppi. Tekjutenging bóta skiptir ein og sér ekki miklu máli fyrir heildarmyndina ef atvinnuleysistímabil verður langt. Því þarf einnig að hækka grunnatvinnuleysisbæturnar sem nú eru mun lægri en lágmarkstekjutryggingin. Augljóslega er fjárhagslegt tjón einstaklings sem missir vinnuna verulegt og hefur mikil áhrif á rekstur heimilis og fjölskyldu hans. Þann 1. janúar næstkomandi verður munur á lágmarkstekjutryggingu og grunnatvinnuleysisbótum um 51 þúsund krónur á mánuði. Það allra minnsta sem ríkisstjórnin getur gert er að senda atvinnulausum myndarlegan jólabónus. Atvinnumissir er alvarlegra mál í kreppu en í góðæri. Fjöldi fólks missir vinnuna á sama tíma. Störfum fækkar, erfiðara verður að finna aðra vinnu og líkur á langtímaatvinnuleysi aukast. Slæmar félagslegar og heilsufarslegar aukaverkanir langtímaatvinnuleysis eru þekktar og þær eru kostnaðarsamar fyrir fjölskyldur og samfélagið. Það sætir furðu að forystumenn ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkarnir vilji ekki lyfta litla fingri til að mæta tekjufalli þeirra heimila sem eiga í mestum vanda í alvarlegri atvinnukreppu. Það litla sem þau gera mismunar fólki, sumir fá meira en aðrir minna. Og þau verst settu fá allra minnst. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Ég skil ekki hvers vegna ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir vilja skilja þau eftir sem hafa verið lengst atvinnulaus. Í atvinnukreppu. Það var mjög gott skref að framlengja tekjutengda tímabil atvinnuleysistrygginga úr þremur mánuðum í sex. En það var afleitt og óskiljanlegt að ákveða um leið að aðeins þau sem ekki voru þá þegar komin á grunnatvinnuleysisbætur fengju að njóta þriggja viðbótarmánaðanna. Það var ekki eins og þeim hafi ekki verið bent á hvað þau væru að gera. Aftur og aftur fórum við í Samfylkingunni í ræðustól Alþingis og bentum á einmitt þetta. Stjórnarliðar ákváðu samt að skilja þau verst settu eftir – þau sem eru án atvinnu í dýpstu atvinnukreppu í 100 ár. Ráðherrarnir virtust hafa kveikt á því að þetta væri ekki alveg í lagi í byrjun október, þegar bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, svöruðu formanni Samfylkingarinnar á þann veg „að þetta yrði leiðrétt“. En það bólar ekkert á leiðréttingunni. Hvað tefur? Á meðan lengjast biðraðir hjá hjálparstofnunum sem útdeila matargjöfum. Grunnatvinnuleysisbætur eru 289.510 kr. á mánuði. Tekjutengdar bætur geta mestar orðið 456.404 krónur á mánuði. Tekjutengdar atvinnuleysisbætur eru greiddar út í allt að þrjá mánuði í upphafi hvers bótatímabils, sem er alls 30 mánuðir en þyrfti að lengja í 42 mánuði við þær aðstæður sem nú eru uppi. Tekjutenging bóta skiptir ein og sér ekki miklu máli fyrir heildarmyndina ef atvinnuleysistímabil verður langt. Því þarf einnig að hækka grunnatvinnuleysisbæturnar sem nú eru mun lægri en lágmarkstekjutryggingin. Augljóslega er fjárhagslegt tjón einstaklings sem missir vinnuna verulegt og hefur mikil áhrif á rekstur heimilis og fjölskyldu hans. Þann 1. janúar næstkomandi verður munur á lágmarkstekjutryggingu og grunnatvinnuleysisbótum um 51 þúsund krónur á mánuði. Það allra minnsta sem ríkisstjórnin getur gert er að senda atvinnulausum myndarlegan jólabónus. Atvinnumissir er alvarlegra mál í kreppu en í góðæri. Fjöldi fólks missir vinnuna á sama tíma. Störfum fækkar, erfiðara verður að finna aðra vinnu og líkur á langtímaatvinnuleysi aukast. Slæmar félagslegar og heilsufarslegar aukaverkanir langtímaatvinnuleysis eru þekktar og þær eru kostnaðarsamar fyrir fjölskyldur og samfélagið. Það sætir furðu að forystumenn ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkarnir vilji ekki lyfta litla fingri til að mæta tekjufalli þeirra heimila sem eiga í mestum vanda í alvarlegri atvinnukreppu. Það litla sem þau gera mismunar fólki, sumir fá meira en aðrir minna. Og þau verst settu fá allra minnst. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun