Ferðadagur hjá íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 09:30 Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson á einni æfingu íslenska liðsins í Augsburg. Instagram/@footballiceland Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu færir sig í dag yfir til Ungverjalands eftir stuttar æfingabúðir í Þýskalandi síðustu daga. Íslensku strákarnir ferðast frá Augsburg í Þýskalandi til Ungverjalands þar sem liðið spilar annað kvöld hreinan úrslitaleik við Ungverja um sæti á EM næsta sumar. Knattspyrnusamband Íslands þakkaði fyrir sig á samfélagsmiðlum í morgun en Augsburg tók vel á móti íslenska landsliðinu sem fékk mjög dýrmæta daga á æfingasvæði þýska félagsins. Liðið fékk ekki langan tíma til að undirbúa sig fyrir Ungverjaleikinn og því var mikilvægt að nýta allan tímann vel. Það er ekki að heyra á öðru en að æfingabúðirnar hafi gengið vel. Auf Wiedersehen, Augsburg, thanks for having us! Next up: Budapest. #fyririsland pic.twitter.com/y4PC9Bo3l0— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 11, 2020 Íslenski hópurinn þakkaði fyrir sig á samfélagsmiðlum KSÍ í morgun. Það var kannski frekar dimmt yfir Augsburg svæðinu þessa daga ef marka má myndir frá æfingum íslenska liðsins en það er greinilega ekki dimmt yfir íslenskum landsliðsstrákunum sem eru staðráðnir að tryggja íslenska landsliðinu sæti á þriðja stórmótinu í röð. Nú er því komið að því að færa sig yfir til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimamönnum klukkan 19.45 annað kvöld að íslenskum tíma. Þetta verður sem betur fer ekki langt ferðalag enda Augsburg í suður Þýskalandi og ekki mjög langt frá Búdapest. Reyndar átta tíma bílferð en strákarnir fá sem betur fer þægilegra ferðalag en að hanga í rútu í svo langan tíma. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu færir sig í dag yfir til Ungverjalands eftir stuttar æfingabúðir í Þýskalandi síðustu daga. Íslensku strákarnir ferðast frá Augsburg í Þýskalandi til Ungverjalands þar sem liðið spilar annað kvöld hreinan úrslitaleik við Ungverja um sæti á EM næsta sumar. Knattspyrnusamband Íslands þakkaði fyrir sig á samfélagsmiðlum í morgun en Augsburg tók vel á móti íslenska landsliðinu sem fékk mjög dýrmæta daga á æfingasvæði þýska félagsins. Liðið fékk ekki langan tíma til að undirbúa sig fyrir Ungverjaleikinn og því var mikilvægt að nýta allan tímann vel. Það er ekki að heyra á öðru en að æfingabúðirnar hafi gengið vel. Auf Wiedersehen, Augsburg, thanks for having us! Next up: Budapest. #fyririsland pic.twitter.com/y4PC9Bo3l0— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 11, 2020 Íslenski hópurinn þakkaði fyrir sig á samfélagsmiðlum KSÍ í morgun. Það var kannski frekar dimmt yfir Augsburg svæðinu þessa daga ef marka má myndir frá æfingum íslenska liðsins en það er greinilega ekki dimmt yfir íslenskum landsliðsstrákunum sem eru staðráðnir að tryggja íslenska landsliðinu sæti á þriðja stórmótinu í röð. Nú er því komið að því að færa sig yfir til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimamönnum klukkan 19.45 annað kvöld að íslenskum tíma. Þetta verður sem betur fer ekki langt ferðalag enda Augsburg í suður Þýskalandi og ekki mjög langt frá Búdapest. Reyndar átta tíma bílferð en strákarnir fá sem betur fer þægilegra ferðalag en að hanga í rútu í svo langan tíma. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira