„Það er bara ekkert hægt að standa í þessu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2020 11:55 Tryggvi Gunnarsson sat fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Vísir Umboðsmaður Alþingis segir þingmenn þurfa að gera það upp við sig hvort embættið eigi að geta sinnt svokölluðum frumkvæðisathugunum en vegna fjárskorts, og þar af leiðandi mannfæðar, sé ekkert ráðrúm til þess að óbreyttu. „Hvað vilja menn með þennan þátt?“ spurði Tryggvi Gunnarsson á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun, þar sem fjallað var um ársskýrslu embættisins fyrir árið 2019. Síðustu misseri hafa frumkvæðisathuganirnar verið á könnu tveggja starfsmanna umboðsmanns en Tryggvi sagðist hafa lagt til í tillögum að fjármálaáætlun að þeim yrði fjölgað í þrjá árið 2021 og fjóra árið 2024. Þær hugmyndir hefðu hins vegar ekki fundið hljómgrunn hjá ríkisstjórninni. Vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig „Við [vinnslu fjármálaáætlunnar] kom fram athyglisverð ábending eða athugasemd frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem ég held að sé best að vísa til ykkar vegna þess að ég tel að það séuð þið sem þurfið að svara henni en ekki við. Þeir spyrja einfaldlega: Er einhver áhætta fólgin í því að framkvæma ekki frumkvæðisathuganir?“ sagði Tryggvi á fundinum. Auðvitað mætti svara því játandi. „Þá verða bara engar umbætur. Því hvert er jú tilefni þess að umboðsmaður hefur þessa heimild? Ja, það er að leiða til umbóta í starfi stjórnsýslunnar. Sumir kannski vilja þær bara ekkert, vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig.“ Samkvæmt lögum um umboðsmann Alþingis nr. 85/1997 getur umboðsmaður að eigin frumkvæði ákveðið að tala mál til meðferðar. Þá getur hann tekið starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds til almennrar athugunar. „Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns“ Nú væri hins vegar útlit fyrir að frumkvæðisathuganirnar væru á leið í kassa. „Það er ekkert hægt að standa í þessu. Nú hvers vegna segi ég þetta? Jú, það er vegna þess að það er leitað til okkar nánast á hverjum degi. Fólk úti í samfélaginu sem vekur athygli okkar á málum sem það telur að verði skoðuð á þeim grundvelli. Við verðum að svara því: Nei, við getum það ekki. Og það er óþægilegt að vekja upp væntingar hjá fólki um að þarna sé einhver leið til þess að fá slík mál skoðuð. Þá er betra að vera hreinskilinn og segja bara einfaldlega: Við höfum enga aðstöðu til að sinna þessu. En það verður að vera ykkar að taka afstöðu til þess hvað þið viljið gera. Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns, þetta er bara hlutverk sem hann er að reyna að sinna eftir því sem hann getur.“ Upptöku af fundinum má finna á vef Alþingis. Umboðsmaður Alþingis Fjárlagafrumvarp 2021 Tengdar fréttir Ekki rannsakað með fullnægjandi hætti hvort sleðahundahald teljist til landbúnaðar Umboðsmaður Alþingis bendir á í úrskurði sínumað hugtakið búfé sé ekki skilgreint í þeim heimildum sem helst reyni á. Merking hugtaksins sé matskennd. 28. október 2020 23:32 Hvetur stjórnvöld til að huga betur að lagaheimildum sóttvarnaaðgerða Þar sem vinna er hafin við endurskoðun sóttvarnalaga telur umboðsmaður Alþingis ekki tilefni að svo stöddu til að fjalla almennt um gildandi lagaheimildir til þeirra sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til vegna kórónuveirufaraldursins. 27. október 2020 12:42 Mun starfa samhliða Tryggva sem umboðsmaður Alþingis Forsætisnefnd Alþingis hefur tímabundið sett Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara til að sinna starfi umboðsmanns Alþingis samhliða kjörnum umboðsmanni, það er Tryggva Gunnarssyni. 21. október 2020 13:08 Kristján Þór þurfi að skýra betur lög um fiskveiðar Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lög og reglur um fiskveiðar verði betur skýrðar. 13. október 2020 13:44 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis segir þingmenn þurfa að gera það upp við sig hvort embættið eigi að geta sinnt svokölluðum frumkvæðisathugunum en vegna fjárskorts, og þar af leiðandi mannfæðar, sé ekkert ráðrúm til þess að óbreyttu. „Hvað vilja menn með þennan þátt?“ spurði Tryggvi Gunnarsson á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun, þar sem fjallað var um ársskýrslu embættisins fyrir árið 2019. Síðustu misseri hafa frumkvæðisathuganirnar verið á könnu tveggja starfsmanna umboðsmanns en Tryggvi sagðist hafa lagt til í tillögum að fjármálaáætlun að þeim yrði fjölgað í þrjá árið 2021 og fjóra árið 2024. Þær hugmyndir hefðu hins vegar ekki fundið hljómgrunn hjá ríkisstjórninni. Vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig „Við [vinnslu fjármálaáætlunnar] kom fram athyglisverð ábending eða athugasemd frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem ég held að sé best að vísa til ykkar vegna þess að ég tel að það séuð þið sem þurfið að svara henni en ekki við. Þeir spyrja einfaldlega: Er einhver áhætta fólgin í því að framkvæma ekki frumkvæðisathuganir?“ sagði Tryggvi á fundinum. Auðvitað mætti svara því játandi. „Þá verða bara engar umbætur. Því hvert er jú tilefni þess að umboðsmaður hefur þessa heimild? Ja, það er að leiða til umbóta í starfi stjórnsýslunnar. Sumir kannski vilja þær bara ekkert, vilja ekkert að það sé verið að ónáða sig.“ Samkvæmt lögum um umboðsmann Alþingis nr. 85/1997 getur umboðsmaður að eigin frumkvæði ákveðið að tala mál til meðferðar. Þá getur hann tekið starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds til almennrar athugunar. „Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns“ Nú væri hins vegar útlit fyrir að frumkvæðisathuganirnar væru á leið í kassa. „Það er ekkert hægt að standa í þessu. Nú hvers vegna segi ég þetta? Jú, það er vegna þess að það er leitað til okkar nánast á hverjum degi. Fólk úti í samfélaginu sem vekur athygli okkar á málum sem það telur að verði skoðuð á þeim grundvelli. Við verðum að svara því: Nei, við getum það ekki. Og það er óþægilegt að vekja upp væntingar hjá fólki um að þarna sé einhver leið til þess að fá slík mál skoðuð. Þá er betra að vera hreinskilinn og segja bara einfaldlega: Við höfum enga aðstöðu til að sinna þessu. En það verður að vera ykkar að taka afstöðu til þess hvað þið viljið gera. Þetta er ekkert einkamál umboðsmanns, þetta er bara hlutverk sem hann er að reyna að sinna eftir því sem hann getur.“ Upptöku af fundinum má finna á vef Alþingis.
Umboðsmaður Alþingis Fjárlagafrumvarp 2021 Tengdar fréttir Ekki rannsakað með fullnægjandi hætti hvort sleðahundahald teljist til landbúnaðar Umboðsmaður Alþingis bendir á í úrskurði sínumað hugtakið búfé sé ekki skilgreint í þeim heimildum sem helst reyni á. Merking hugtaksins sé matskennd. 28. október 2020 23:32 Hvetur stjórnvöld til að huga betur að lagaheimildum sóttvarnaaðgerða Þar sem vinna er hafin við endurskoðun sóttvarnalaga telur umboðsmaður Alþingis ekki tilefni að svo stöddu til að fjalla almennt um gildandi lagaheimildir til þeirra sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til vegna kórónuveirufaraldursins. 27. október 2020 12:42 Mun starfa samhliða Tryggva sem umboðsmaður Alþingis Forsætisnefnd Alþingis hefur tímabundið sett Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara til að sinna starfi umboðsmanns Alþingis samhliða kjörnum umboðsmanni, það er Tryggva Gunnarssyni. 21. október 2020 13:08 Kristján Þór þurfi að skýra betur lög um fiskveiðar Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lög og reglur um fiskveiðar verði betur skýrðar. 13. október 2020 13:44 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Ekki rannsakað með fullnægjandi hætti hvort sleðahundahald teljist til landbúnaðar Umboðsmaður Alþingis bendir á í úrskurði sínumað hugtakið búfé sé ekki skilgreint í þeim heimildum sem helst reyni á. Merking hugtaksins sé matskennd. 28. október 2020 23:32
Hvetur stjórnvöld til að huga betur að lagaheimildum sóttvarnaaðgerða Þar sem vinna er hafin við endurskoðun sóttvarnalaga telur umboðsmaður Alþingis ekki tilefni að svo stöddu til að fjalla almennt um gildandi lagaheimildir til þeirra sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til vegna kórónuveirufaraldursins. 27. október 2020 12:42
Mun starfa samhliða Tryggva sem umboðsmaður Alþingis Forsætisnefnd Alþingis hefur tímabundið sett Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara til að sinna starfi umboðsmanns Alþingis samhliða kjörnum umboðsmanni, það er Tryggva Gunnarssyni. 21. október 2020 13:08
Kristján Þór þurfi að skýra betur lög um fiskveiðar Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lög og reglur um fiskveiðar verði betur skýrðar. 13. október 2020 13:44