Þrjár nýjar tölvur og nýir örgjörvar frá Apple Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2020 12:39 Þrjár nýjar tölvur voru kynntar til leiks í gær. Apple Tæknirisinn Apple opinberaði í gær nýjar tölvur, nýja örgjörva og nýtt stýrikerfi. Kynningin fór alfarið fram á netinu, eins og svo margt annað um þessar mundir. Nýir örgjörvar fyrirtækisins hafa vakið töluverða athygli en auk þeirra kynnti Apple þrjár tegundir tölva sem eru allar með nýju örgjörvana, og veitti frekari upplýsingar um stýrikerfið macOS 11 Big Sur. Allar tölvurnar þrjár eiga að sjást í hillum verslana í næstu viku. Byrjum á örgjörvanum. Apple segir örgjörvana, sem heita M1, vera þá hröðustu sem fyrirtækið hafi hannað. Þeir muni bæði auka getu og rafhlöðuendingu tölva fyrirtækisins. Þeim verður komið fyrir í öllum vörulínum Apple á næstu árum en fyrirtækið er hætt samstarfi með Intel. Hingað til hefur Apple notað eigin flögur í farsíma og önnur minni tæki en ekki tölvur. Í kynningu Apple kom fram að örgjörvarnir væru allt að þrisvar sinnum hraðari en örgjörvar Intel. Ný Mac Mini Kynning nýrrar Mac Mini kom á óvart ef marka má erlenda tæknimiðla. Þar er um að ræða tiltölulega lítinn kubb en grunnútgáfa tölvunnar inniheldur 256 GB stóran SSD harðan disk og 8 GB vinnsluminni. Þann kubb tengir maður svo við skjá eða skjái, lyklaborð og mús og er maður þá klár í slaginn. Apple segir að Mini-tölvan hafi aldrei verið öflugari en nú og það sé vegna M1 örgjörvanna. Nýju fartölvurnar tvær eru sagðar hraðari og öflugari en áður.APPLE Ný MacBook Air MacBook Air er vinsælasta tölva Apple og ein af heimsins vinsælustu fartölvum. Nú er komin ný útgáfa af þeirri tölvu og eins og með hinar, þá segir Apple að þessi sé öflugri og betri en hinar. Það sé að miklu leyti vegna M1 örgjörvanna. Rafhlöðuending er einnig sögð hafa verið aukin. Tölvan á að duga í um fimmtán klukkustundir við að vafra á netinu og í um 18 klukkustundir við það að horfa á myndbönd. MacBook Pro MacBook Pro fartölvurnar eru einnig verulega vinsælar á heimsvísu. Í nýjustu útgáfu hennar lofar Apple sambærilegum breytingum og í hinum tölvunum. Hraðari, öflugri og lengri rafhlöðuending og allt er það til komið vegna nýju örgjörvanna. macOS 11 Big Sur Nýjasta stýrikerfi Apple hefur verið í betaprófunum í nokkra mánuði en það verður gefið út að fullu á morgun. Þá eiga notendur Apple að geta sótt það sér að kostnaðarlausu. Samkvæmt Apple er stýrikerfið gert með M1 örgjörvana í huga en þeir sem eiga eldri tölvur með örgjörvum frá Intel geta samt sótt stýrikerfið. Hér að neðan má sjá kynningu Apple en búið er að skipta henni niður í hluta. Þar má sjá kynningu hvers tækis og hugbúnaðar fyrir sig. Apple Tækni Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tæknirisinn Apple opinberaði í gær nýjar tölvur, nýja örgjörva og nýtt stýrikerfi. Kynningin fór alfarið fram á netinu, eins og svo margt annað um þessar mundir. Nýir örgjörvar fyrirtækisins hafa vakið töluverða athygli en auk þeirra kynnti Apple þrjár tegundir tölva sem eru allar með nýju örgjörvana, og veitti frekari upplýsingar um stýrikerfið macOS 11 Big Sur. Allar tölvurnar þrjár eiga að sjást í hillum verslana í næstu viku. Byrjum á örgjörvanum. Apple segir örgjörvana, sem heita M1, vera þá hröðustu sem fyrirtækið hafi hannað. Þeir muni bæði auka getu og rafhlöðuendingu tölva fyrirtækisins. Þeim verður komið fyrir í öllum vörulínum Apple á næstu árum en fyrirtækið er hætt samstarfi með Intel. Hingað til hefur Apple notað eigin flögur í farsíma og önnur minni tæki en ekki tölvur. Í kynningu Apple kom fram að örgjörvarnir væru allt að þrisvar sinnum hraðari en örgjörvar Intel. Ný Mac Mini Kynning nýrrar Mac Mini kom á óvart ef marka má erlenda tæknimiðla. Þar er um að ræða tiltölulega lítinn kubb en grunnútgáfa tölvunnar inniheldur 256 GB stóran SSD harðan disk og 8 GB vinnsluminni. Þann kubb tengir maður svo við skjá eða skjái, lyklaborð og mús og er maður þá klár í slaginn. Apple segir að Mini-tölvan hafi aldrei verið öflugari en nú og það sé vegna M1 örgjörvanna. Nýju fartölvurnar tvær eru sagðar hraðari og öflugari en áður.APPLE Ný MacBook Air MacBook Air er vinsælasta tölva Apple og ein af heimsins vinsælustu fartölvum. Nú er komin ný útgáfa af þeirri tölvu og eins og með hinar, þá segir Apple að þessi sé öflugri og betri en hinar. Það sé að miklu leyti vegna M1 örgjörvanna. Rafhlöðuending er einnig sögð hafa verið aukin. Tölvan á að duga í um fimmtán klukkustundir við að vafra á netinu og í um 18 klukkustundir við það að horfa á myndbönd. MacBook Pro MacBook Pro fartölvurnar eru einnig verulega vinsælar á heimsvísu. Í nýjustu útgáfu hennar lofar Apple sambærilegum breytingum og í hinum tölvunum. Hraðari, öflugri og lengri rafhlöðuending og allt er það til komið vegna nýju örgjörvanna. macOS 11 Big Sur Nýjasta stýrikerfi Apple hefur verið í betaprófunum í nokkra mánuði en það verður gefið út að fullu á morgun. Þá eiga notendur Apple að geta sótt það sér að kostnaðarlausu. Samkvæmt Apple er stýrikerfið gert með M1 örgjörvana í huga en þeir sem eiga eldri tölvur með örgjörvum frá Intel geta samt sótt stýrikerfið. Hér að neðan má sjá kynningu Apple en búið er að skipta henni niður í hluta. Þar má sjá kynningu hvers tækis og hugbúnaðar fyrir sig.
Apple Tækni Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira