Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands staðfesti í dag að það komi í ljós á morgun hvar leikur Englands og Íslands fari fram. Er Þýskaland nefnt sem líklegasta niðurstaðan.
Þetta staðfestu ensku blaðamennirnir John Cross og Henry Winter á Twitter-síðum sínum í kvöld en Gareth Southgate ræddi við blaðamenn í dag.
Southgate says England should discover tomorrow where the Iceland game will be played. Says talks with Govt can only happen tomorrow and if Wembley can t happen then Germany looks favourite.
— John Cross (@johncrossmirror) November 11, 2020
Southgate confirms England plan to take the game v Iceland to Germany if Govt still refuses to allow Iceland special exemption to travel from Denmark. More discussions with Govt tomorrow.
— Henry Winter (@henrywinter) November 11, 2020
Þar sagði Southgate að viðræður enska knattspyrnusambandsins og ríkisstjórnar Bretlands myndu halda áfram á morgun. Þar ætti að koma í ljós hvort hægt yrði að spila á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga.
Ef það er ekki hægt er talið líklegast að leikurinn verði færður til Þýskalands.
Leikur Englands og Íslands í Þjóðadeildinni er settur á miðvikudaginn í næstu viku, þann 18. nóvember. Verður það síðasti leikur Íslands í þriggja leikja hrinu sem hefst með stórleiknum gegn Ungverjalandi á morgun.
Á sunnudag mætir íslenska liðið svo danska landsliðinu á Parken og þaðan fer það til Englands, eða Þýskaland, og mætir enska landsliðinu.

Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.