Nemendur segja sig úr áföngum til að draga úr álagi í faraldrinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 12:49 Menntamálaráðherra segir vitað að nemendur séu að segja sig úr áföngum til að draga úr álagi í fjarkennslu. vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir allt kapp lagt á að koma framhaldsskólanemum aftur í staðnám. Dæmi séu um að ungmenni segi sig úr áföngum til að draga úr álagi. Unnið sé að því að auka rafræna sálfræðiþjónustu fyrir nemendur í faraldrinum. Sérstök umræðu um stöðu skólamála í kórónuveirufaraldrinum hefur farið fram á Alþingi í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir tölur ekki benda til þess að brotthvarf sé að aukast. „En við vitum það hins vegar að það sem nemendur hafa verið að gera, er að segja sig jafnvel úr einum og einum áfanga til að minnka álagið,“ sagði Lilja og bætti við að aðalatriðið væri að halda fólki í skóla, þrátt fyrir að það hægi mögulega á námsframvindu. „Við setjum allan metnað í það að setja framhaldsskólanema, um leið og aðstæður leyfa, í eins mikið staðnám og við mögulega getum.“ Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, vísaði í félagslega einangrun ungmenna og spurði hvort stjórnvöld muni bæta sérstaklega við sálrænan stuðning fyrir námsmenn til að koma þeim í gegnum erfiðan tíma. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.vísir/VIlhelm „Þjóðhagslegur kostnaður við brottfall eins framhaldsskólanema er um 18 milljónir króna. Sé brottfallið hefðbundið er heildarkostnaðurinn við alla sem flosna upp úr námi um 23 milljarðar króna. En í dag getum við væntanlega áætlað að brottfallið verði talsvert meira en í hefðbundnu ári.“ Hann spurði jafnframt hvort kennarar ættu von á sérstakri álagsgreiðslu vegna faraldursins. Lilja svaraði því ekki beinlínis en sagði að stjórnvöld hafi aukið fjármagn til framhaldsskóla þannig að skólarnir eigi að hafa burði til að koma til móts við álag starfsfólks. Lilja segir áhersla lagða á að auka sálfræðiþjónustu. „Við höfum verið að gera samninga við fyrirtæki sem eru að bjóða upp á þjónustu á netinu og við erum að stuðla enn frekar að því að nemendur geti leitað til námsráðgjafa, til sálfræðinga og annarra sem geta stutt við bakið á þeim á þessum tímum.“ Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Menntamálaráðherra segir allt kapp lagt á að koma framhaldsskólanemum aftur í staðnám. Dæmi séu um að ungmenni segi sig úr áföngum til að draga úr álagi. Unnið sé að því að auka rafræna sálfræðiþjónustu fyrir nemendur í faraldrinum. Sérstök umræðu um stöðu skólamála í kórónuveirufaraldrinum hefur farið fram á Alþingi í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir tölur ekki benda til þess að brotthvarf sé að aukast. „En við vitum það hins vegar að það sem nemendur hafa verið að gera, er að segja sig jafnvel úr einum og einum áfanga til að minnka álagið,“ sagði Lilja og bætti við að aðalatriðið væri að halda fólki í skóla, þrátt fyrir að það hægi mögulega á námsframvindu. „Við setjum allan metnað í það að setja framhaldsskólanema, um leið og aðstæður leyfa, í eins mikið staðnám og við mögulega getum.“ Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, vísaði í félagslega einangrun ungmenna og spurði hvort stjórnvöld muni bæta sérstaklega við sálrænan stuðning fyrir námsmenn til að koma þeim í gegnum erfiðan tíma. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.vísir/VIlhelm „Þjóðhagslegur kostnaður við brottfall eins framhaldsskólanema er um 18 milljónir króna. Sé brottfallið hefðbundið er heildarkostnaðurinn við alla sem flosna upp úr námi um 23 milljarðar króna. En í dag getum við væntanlega áætlað að brottfallið verði talsvert meira en í hefðbundnu ári.“ Hann spurði jafnframt hvort kennarar ættu von á sérstakri álagsgreiðslu vegna faraldursins. Lilja svaraði því ekki beinlínis en sagði að stjórnvöld hafi aukið fjármagn til framhaldsskóla þannig að skólarnir eigi að hafa burði til að koma til móts við álag starfsfólks. Lilja segir áhersla lagða á að auka sálfræðiþjónustu. „Við höfum verið að gera samninga við fyrirtæki sem eru að bjóða upp á þjónustu á netinu og við erum að stuðla enn frekar að því að nemendur geti leitað til námsráðgjafa, til sálfræðinga og annarra sem geta stutt við bakið á þeim á þessum tímum.“
Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira