Tímamót með byggingu nýs neyðarathvarfs fyrir konur og börn Ásmundur Einar Daðason skrifar 13. nóvember 2020 13:31 Það var mjög ánægjulegt að skrifa í vikunni undir samning við Samtök um kvennaathvarf um 100 milljón króna fjárveitingu sem ætlað er að styðja við byggingu nýs neyðarathvarfs í Reykjavík og styrkja þjónustu athvarfsins vegna áhrifa kórónaveirunnar. Kvennaathvarfið hefur um áratugaskeið unnið ómetanlegt starf og veitt þjónustu, ráðgjöf og stuðning til fjölda kvenna og barna vegna kynferðisofbeldis, ofbeldis í nánum samböndum og heimilisofbeldis. Mikil þörf er á að bæta aðstöðu Kvennaathvarfsins til að það geti sinnt hlutverki sínu enn betur. Nýtt neyðarathvarf sem Samtök um kvennaathvarf munu reisa verður fyrsta sérhannaða húsnæðið sem byggt er undir neyðarathvarf á Íslandi. Verkefnið er unnið í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg sem úthlutað hefur lóð undir húsnæðið. Með tilkomu þess munu Samtök um kvennaathvarf tvöfalda húsnæði neyðarathvarfsins sem gerir þjónustu og faglega aðstoð í kjölfar ofbeldis mun aðgengilegri fyrir konur og börn þeirra. Þá verður fjármununum einnig varið í viðgerðir og endurbætur á núverandi neyðarathvarfi, framkvæmdir og byggingu nýs áfangaheimilis, en samtökin munu opna áfangaheimili sumarið 2021 sem er ætlað að verða 2. stigs úrræði fyrir konur og börn sem hafa dvalið í athvarfinu og eru tilbúin til að hefja nýtt líf á nýjum stað. Um er að ræða 18 íbúða hús sem nú er í byggingu með stuðningi Reykjavíkurborgar, ríkisins og almennings. Húsið er hannað samkvæmt reglum um aðgengi en til að tryggja að húsið uppfylli skilyrði um algilda hönnun þarf að fara í ákveðnar breytingar, sem nú verður ráðist í. Í sumar opnaði einnig neyðarathvarf fyrir konur á Akureyri en það verður starfrækt í tilraunaskyni til 30. apríl 2021. Samtök um kvennaathvarf og Bjarmahlíð - þjónustumiðstöð við þolendur ofbeldis standa að rekstri neyðarathvarfsins í samvinnu við sveitarfélög á Norðurlandi eystra, félagsmálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið. Aðgengi að öruggu skjóli, faglegri þjónustu og ráðgjöf í sinni heimabyggð er gríðarlega mikilvægt fyrir konur á Norðurlandi sem lenda í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að flýja heimili sitt vegna ofbeldis. i Við í ríkisstjórninni erum stolt af því að styðja við byggingu á nýju neyðarathvarfi sem er sérstaklega hannað sem slíkt og á eftir að nýtast vel í því mikilvæga starfi sem Samtök um kvennaathvarf sinna í þágu kvenna og barna sem búa við heimilisofbeldi. Með nýjum og bættum húsakosti sköpum við tækifæri fyrir allar konur og börn þeirra til þess að öðlast nýtt og betra líf á nýjum stað – án ofbeldis. Höfundur er félags- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Félagsmál Kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það var mjög ánægjulegt að skrifa í vikunni undir samning við Samtök um kvennaathvarf um 100 milljón króna fjárveitingu sem ætlað er að styðja við byggingu nýs neyðarathvarfs í Reykjavík og styrkja þjónustu athvarfsins vegna áhrifa kórónaveirunnar. Kvennaathvarfið hefur um áratugaskeið unnið ómetanlegt starf og veitt þjónustu, ráðgjöf og stuðning til fjölda kvenna og barna vegna kynferðisofbeldis, ofbeldis í nánum samböndum og heimilisofbeldis. Mikil þörf er á að bæta aðstöðu Kvennaathvarfsins til að það geti sinnt hlutverki sínu enn betur. Nýtt neyðarathvarf sem Samtök um kvennaathvarf munu reisa verður fyrsta sérhannaða húsnæðið sem byggt er undir neyðarathvarf á Íslandi. Verkefnið er unnið í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg sem úthlutað hefur lóð undir húsnæðið. Með tilkomu þess munu Samtök um kvennaathvarf tvöfalda húsnæði neyðarathvarfsins sem gerir þjónustu og faglega aðstoð í kjölfar ofbeldis mun aðgengilegri fyrir konur og börn þeirra. Þá verður fjármununum einnig varið í viðgerðir og endurbætur á núverandi neyðarathvarfi, framkvæmdir og byggingu nýs áfangaheimilis, en samtökin munu opna áfangaheimili sumarið 2021 sem er ætlað að verða 2. stigs úrræði fyrir konur og börn sem hafa dvalið í athvarfinu og eru tilbúin til að hefja nýtt líf á nýjum stað. Um er að ræða 18 íbúða hús sem nú er í byggingu með stuðningi Reykjavíkurborgar, ríkisins og almennings. Húsið er hannað samkvæmt reglum um aðgengi en til að tryggja að húsið uppfylli skilyrði um algilda hönnun þarf að fara í ákveðnar breytingar, sem nú verður ráðist í. Í sumar opnaði einnig neyðarathvarf fyrir konur á Akureyri en það verður starfrækt í tilraunaskyni til 30. apríl 2021. Samtök um kvennaathvarf og Bjarmahlíð - þjónustumiðstöð við þolendur ofbeldis standa að rekstri neyðarathvarfsins í samvinnu við sveitarfélög á Norðurlandi eystra, félagsmálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið. Aðgengi að öruggu skjóli, faglegri þjónustu og ráðgjöf í sinni heimabyggð er gríðarlega mikilvægt fyrir konur á Norðurlandi sem lenda í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að flýja heimili sitt vegna ofbeldis. i Við í ríkisstjórninni erum stolt af því að styðja við byggingu á nýju neyðarathvarfi sem er sérstaklega hannað sem slíkt og á eftir að nýtast vel í því mikilvæga starfi sem Samtök um kvennaathvarf sinna í þágu kvenna og barna sem búa við heimilisofbeldi. Með nýjum og bættum húsakosti sköpum við tækifæri fyrir allar konur og börn þeirra til þess að öðlast nýtt og betra líf á nýjum stað – án ofbeldis. Höfundur er félags- og barnamálaráðherra.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun