Tímamót með byggingu nýs neyðarathvarfs fyrir konur og börn Ásmundur Einar Daðason skrifar 13. nóvember 2020 13:31 Það var mjög ánægjulegt að skrifa í vikunni undir samning við Samtök um kvennaathvarf um 100 milljón króna fjárveitingu sem ætlað er að styðja við byggingu nýs neyðarathvarfs í Reykjavík og styrkja þjónustu athvarfsins vegna áhrifa kórónaveirunnar. Kvennaathvarfið hefur um áratugaskeið unnið ómetanlegt starf og veitt þjónustu, ráðgjöf og stuðning til fjölda kvenna og barna vegna kynferðisofbeldis, ofbeldis í nánum samböndum og heimilisofbeldis. Mikil þörf er á að bæta aðstöðu Kvennaathvarfsins til að það geti sinnt hlutverki sínu enn betur. Nýtt neyðarathvarf sem Samtök um kvennaathvarf munu reisa verður fyrsta sérhannaða húsnæðið sem byggt er undir neyðarathvarf á Íslandi. Verkefnið er unnið í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg sem úthlutað hefur lóð undir húsnæðið. Með tilkomu þess munu Samtök um kvennaathvarf tvöfalda húsnæði neyðarathvarfsins sem gerir þjónustu og faglega aðstoð í kjölfar ofbeldis mun aðgengilegri fyrir konur og börn þeirra. Þá verður fjármununum einnig varið í viðgerðir og endurbætur á núverandi neyðarathvarfi, framkvæmdir og byggingu nýs áfangaheimilis, en samtökin munu opna áfangaheimili sumarið 2021 sem er ætlað að verða 2. stigs úrræði fyrir konur og börn sem hafa dvalið í athvarfinu og eru tilbúin til að hefja nýtt líf á nýjum stað. Um er að ræða 18 íbúða hús sem nú er í byggingu með stuðningi Reykjavíkurborgar, ríkisins og almennings. Húsið er hannað samkvæmt reglum um aðgengi en til að tryggja að húsið uppfylli skilyrði um algilda hönnun þarf að fara í ákveðnar breytingar, sem nú verður ráðist í. Í sumar opnaði einnig neyðarathvarf fyrir konur á Akureyri en það verður starfrækt í tilraunaskyni til 30. apríl 2021. Samtök um kvennaathvarf og Bjarmahlíð - þjónustumiðstöð við þolendur ofbeldis standa að rekstri neyðarathvarfsins í samvinnu við sveitarfélög á Norðurlandi eystra, félagsmálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið. Aðgengi að öruggu skjóli, faglegri þjónustu og ráðgjöf í sinni heimabyggð er gríðarlega mikilvægt fyrir konur á Norðurlandi sem lenda í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að flýja heimili sitt vegna ofbeldis. i Við í ríkisstjórninni erum stolt af því að styðja við byggingu á nýju neyðarathvarfi sem er sérstaklega hannað sem slíkt og á eftir að nýtast vel í því mikilvæga starfi sem Samtök um kvennaathvarf sinna í þágu kvenna og barna sem búa við heimilisofbeldi. Með nýjum og bættum húsakosti sköpum við tækifæri fyrir allar konur og börn þeirra til þess að öðlast nýtt og betra líf á nýjum stað – án ofbeldis. Höfundur er félags- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Félagsmál Kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það var mjög ánægjulegt að skrifa í vikunni undir samning við Samtök um kvennaathvarf um 100 milljón króna fjárveitingu sem ætlað er að styðja við byggingu nýs neyðarathvarfs í Reykjavík og styrkja þjónustu athvarfsins vegna áhrifa kórónaveirunnar. Kvennaathvarfið hefur um áratugaskeið unnið ómetanlegt starf og veitt þjónustu, ráðgjöf og stuðning til fjölda kvenna og barna vegna kynferðisofbeldis, ofbeldis í nánum samböndum og heimilisofbeldis. Mikil þörf er á að bæta aðstöðu Kvennaathvarfsins til að það geti sinnt hlutverki sínu enn betur. Nýtt neyðarathvarf sem Samtök um kvennaathvarf munu reisa verður fyrsta sérhannaða húsnæðið sem byggt er undir neyðarathvarf á Íslandi. Verkefnið er unnið í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg sem úthlutað hefur lóð undir húsnæðið. Með tilkomu þess munu Samtök um kvennaathvarf tvöfalda húsnæði neyðarathvarfsins sem gerir þjónustu og faglega aðstoð í kjölfar ofbeldis mun aðgengilegri fyrir konur og börn þeirra. Þá verður fjármununum einnig varið í viðgerðir og endurbætur á núverandi neyðarathvarfi, framkvæmdir og byggingu nýs áfangaheimilis, en samtökin munu opna áfangaheimili sumarið 2021 sem er ætlað að verða 2. stigs úrræði fyrir konur og börn sem hafa dvalið í athvarfinu og eru tilbúin til að hefja nýtt líf á nýjum stað. Um er að ræða 18 íbúða hús sem nú er í byggingu með stuðningi Reykjavíkurborgar, ríkisins og almennings. Húsið er hannað samkvæmt reglum um aðgengi en til að tryggja að húsið uppfylli skilyrði um algilda hönnun þarf að fara í ákveðnar breytingar, sem nú verður ráðist í. Í sumar opnaði einnig neyðarathvarf fyrir konur á Akureyri en það verður starfrækt í tilraunaskyni til 30. apríl 2021. Samtök um kvennaathvarf og Bjarmahlíð - þjónustumiðstöð við þolendur ofbeldis standa að rekstri neyðarathvarfsins í samvinnu við sveitarfélög á Norðurlandi eystra, félagsmálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið. Aðgengi að öruggu skjóli, faglegri þjónustu og ráðgjöf í sinni heimabyggð er gríðarlega mikilvægt fyrir konur á Norðurlandi sem lenda í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að flýja heimili sitt vegna ofbeldis. i Við í ríkisstjórninni erum stolt af því að styðja við byggingu á nýju neyðarathvarfi sem er sérstaklega hannað sem slíkt og á eftir að nýtast vel í því mikilvæga starfi sem Samtök um kvennaathvarf sinna í þágu kvenna og barna sem búa við heimilisofbeldi. Með nýjum og bættum húsakosti sköpum við tækifæri fyrir allar konur og börn þeirra til þess að öðlast nýtt og betra líf á nýjum stað – án ofbeldis. Höfundur er félags- og barnamálaráðherra.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar