Hugleiðingar formanns á Alþjóðadegi sykursýki Leifur Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2020 07:00 14. nóvember er alþjóðadagur sykursýki. Sykursýki er í dag gjarnan skipt upp í týpu 1 og 2. Til eru nokkrar aðrar tegundir af sykursýki en týpa 2 er algengust um allan heim. Einkenni allra tegunda sykursýki eru hækkun á blóðsykursgildum ef meðferð er ekki hafin, orsakir eru ólíkar eftir týpum og jafnvel óþekktar enn þann dag í dag. Á hverju ári greinast u.þ.b. 20 börn og ungmenni á Íslandi með sykursýki af týpu 1 (hér eftir t1). Það að greinast með sykursýki t1 þýðir undantekningarlaust að viðkomandi verður á insúlínmeðferð það sem eftir er ævinnar. Þrátt fyrir þessa stóru áskorun eru þessir aðilar í flestum tilvikum alls ekkert veikir, síður en svo. T1 einstaklingar hugsa upp til hópa betur um heilsuna en margir aðrir og í sjálfu sér er ekkert sem fólk með sykursýki getur ekki gert og sinnt. Nú sinnir undirritaður formennsku í Dropanum - styrktarfélagi barna með sykursýki og hefur gert í sjálfboðavinnu í nokkur ár. Félagið er hvorki stórt né fjársterkt félag en sinnir engu að síður tveimur gríðarlega mikilvægum hlutverkum; að skapa tengslanet foreldra t1 barna um allt land og fjármagna sumarbúðir fyrir börn og unglinga með sykursýki. Foreldrar senda börnin sín í sumarbúðir af mörgum ástæðum, en sumarbúðir Dropans hafa eitt megin markmið sem engar aðrar sumarbúðir á Íslandi hafa; að efla sjálfstæði og öryggi í meðhöndlun á sjúkdómi. Það er nefnilega hörku vinna að meðhöndla sykursýki og meðhöndlunin fer að lang stærstum hluta fram heima og í skóla án afskipta heilbrigðisstarfsfólks. Taka þarf ákvarðanir um skammtastærðir af insúlíni í samræmi við kolvetni á matardisknum og enginn matardiskur er staðlaður. Þó svo að afleiðingar þess að sinna þessu verkefni illa geti haft alvarlegar fylgikvilla og að þau séu alfarið háð sjúkratryggingakerfinu og niðurgreiðslu lyfja, er mikilvægt fyrir sjálfsmynd barna og unglinga með t1 að líta ekki á sig sem sjúklinga. Á mismunandi miðlum birtast upplýsingar um slæmar afleiðingar sykursýki, hvort heldur sem er týpu 1 eða 2 og neikvæðar hliðar sjúkdómsins dregnar fram. Sykursýki er alvarleg en eins og nefnt var hér á undan getur góð blóðsykurstjórnun komið í veg fyrir fylgikvilla. Í tilefni dagsins er fólk hvatt til að láta athuga blóðsykurinn og skima þá helst fyrir t2. Mér þykir mikilvægt að nýta tækifærið á þessum degi til að gefa öllum þeim sem sinna meðhöndlun hvort sem það er sykursýki týpa 1 eða 2 hrós fyrir vel unnin störf. Nú hefur ekki viðrað vel til fjáröflunar síðastliðna mánuði og því setti Dropinn af stað símasöfnun til að safna fjármagni fyrir sumarbúðunum okkar. Bið ég alla sem fá símtal frá okkur að taka vel á móti og tryggja þar með að við getum áfram boðið börnum í sumarbúðir og veitt foreldrum stuðning, óháð fjárhag og búsetu. Höfundur er formaður Dropans - styrktarfélags barna með sykursýki tónlistarmaður og foreldri drengs með t1. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
14. nóvember er alþjóðadagur sykursýki. Sykursýki er í dag gjarnan skipt upp í týpu 1 og 2. Til eru nokkrar aðrar tegundir af sykursýki en týpa 2 er algengust um allan heim. Einkenni allra tegunda sykursýki eru hækkun á blóðsykursgildum ef meðferð er ekki hafin, orsakir eru ólíkar eftir týpum og jafnvel óþekktar enn þann dag í dag. Á hverju ári greinast u.þ.b. 20 börn og ungmenni á Íslandi með sykursýki af týpu 1 (hér eftir t1). Það að greinast með sykursýki t1 þýðir undantekningarlaust að viðkomandi verður á insúlínmeðferð það sem eftir er ævinnar. Þrátt fyrir þessa stóru áskorun eru þessir aðilar í flestum tilvikum alls ekkert veikir, síður en svo. T1 einstaklingar hugsa upp til hópa betur um heilsuna en margir aðrir og í sjálfu sér er ekkert sem fólk með sykursýki getur ekki gert og sinnt. Nú sinnir undirritaður formennsku í Dropanum - styrktarfélagi barna með sykursýki og hefur gert í sjálfboðavinnu í nokkur ár. Félagið er hvorki stórt né fjársterkt félag en sinnir engu að síður tveimur gríðarlega mikilvægum hlutverkum; að skapa tengslanet foreldra t1 barna um allt land og fjármagna sumarbúðir fyrir börn og unglinga með sykursýki. Foreldrar senda börnin sín í sumarbúðir af mörgum ástæðum, en sumarbúðir Dropans hafa eitt megin markmið sem engar aðrar sumarbúðir á Íslandi hafa; að efla sjálfstæði og öryggi í meðhöndlun á sjúkdómi. Það er nefnilega hörku vinna að meðhöndla sykursýki og meðhöndlunin fer að lang stærstum hluta fram heima og í skóla án afskipta heilbrigðisstarfsfólks. Taka þarf ákvarðanir um skammtastærðir af insúlíni í samræmi við kolvetni á matardisknum og enginn matardiskur er staðlaður. Þó svo að afleiðingar þess að sinna þessu verkefni illa geti haft alvarlegar fylgikvilla og að þau séu alfarið háð sjúkratryggingakerfinu og niðurgreiðslu lyfja, er mikilvægt fyrir sjálfsmynd barna og unglinga með t1 að líta ekki á sig sem sjúklinga. Á mismunandi miðlum birtast upplýsingar um slæmar afleiðingar sykursýki, hvort heldur sem er týpu 1 eða 2 og neikvæðar hliðar sjúkdómsins dregnar fram. Sykursýki er alvarleg en eins og nefnt var hér á undan getur góð blóðsykurstjórnun komið í veg fyrir fylgikvilla. Í tilefni dagsins er fólk hvatt til að láta athuga blóðsykurinn og skima þá helst fyrir t2. Mér þykir mikilvægt að nýta tækifærið á þessum degi til að gefa öllum þeim sem sinna meðhöndlun hvort sem það er sykursýki týpa 1 eða 2 hrós fyrir vel unnin störf. Nú hefur ekki viðrað vel til fjáröflunar síðastliðna mánuði og því setti Dropinn af stað símasöfnun til að safna fjármagni fyrir sumarbúðunum okkar. Bið ég alla sem fá símtal frá okkur að taka vel á móti og tryggja þar með að við getum áfram boðið börnum í sumarbúðir og veitt foreldrum stuðning, óháð fjárhag og búsetu. Höfundur er formaður Dropans - styrktarfélags barna með sykursýki tónlistarmaður og foreldri drengs með t1.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun