Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir skrifar 14. nóvember 2020 15:38 Í opinberri umræðu undanfarið hefur Landakot ítrekað verið kallað hjúkrunarheimili, af almenningi og fjölmiðlafólki, en einnig af einstaklingum sem vinna að öldrunarmálum. Mig langar að leiðrétta þennan misskilning. Landakot er sjúkrahús, hluti af Landspítalanum, en á Landakoti eru flestar öldrunalækningadeildir spítalans til húsa. Innan Landakots eru 4 sérhæfðar endurhæfingardeildir þar sem farið er ofan í saumana á þeim fjölþætta heilsufarsvanda sem flestir skjólstæðingar Landakots glíma við, á heildrænan og þverfaglegan hátt. Markmið þeirra er að sem flestir eigi möguleika á að snúa aftur til síns heima og að þeir sem ekki öðlist svo mikinn styrk nái þó sem mestum árangri í endurhæfingu. Á Landakoti er einnig sérhæfð bráðadeild sem tekur við einstaklingum með erfið einkenni tengd heilabilunarsjúkdómum. Auk þess er í húsinu öflug dagdeild, þar sem fer fram ítarleg greiningarvinna og endurhæfing og göngudeild þangað sem mikill fjöldi fólks leitar árlega, m.a. vegna minnisvanda og annarra vandamála tengdum vitrænni getu, endurtekinna byltna o.fl. Á Landakoti starfar fjölbreyttur hópur fagfólks, sérhæfðs í að sinna flóknum vandamálum eldri einstaklinga. Á hjúkrunarheimilum er veitt mjög fagleg og mikilvæg þjónusta, en sú starfsemi er ólík starfsemi sjúkrahúsa enda eru hjúkrunarheimili heimili þeirra sem þar dveljast. Landakot er hins vegar ekki heimili neins, þar býr enginn og þar er ekki hægt að leggjast inn í hvíldarinnlögn. Það er þó hægt að leiða líkum að uppruna þessa misskilnings, en hann á væntanlega rætur sínar að rekja til „flæðisvanda“ Landspítalans. Orðið „flæðisvandi“ er einstaklega hvimleitt og niðurlægjandi gagnvart þeim hópi sem það er notað um. Fólk er ekki „flæði“ heldur einstaklingar með minni eða stærri vandamál, sem krefjast mis flókinna úrræða, sem sum hver eru ekki í boði fyrr en eftir langa bið. Þeir einstaklingar sem komast ekki heim að lokinni meðferð og endurhæfingu á Landakoti vilja gjarnan ílendast þar vegna langrar biðar eftir hjúkrunarheimili. Það má því segja að sumir skjólstæðingar Landakots neyðist til að „búa“ þar um lengri eða skemmri tíma í bið eftir varanlegu heimili. Dæmi eru um að fólk hafi búið á Landakotsspítala í marga mánuði og jafnvel í ár. Þetta er einstaklega óheppilegt fyrir þá einstaklinga sem þetta á við um. Landakotsskýrslan svo kallaða, sem kom út nýlega, lýsir vel þeim húsakosti sem Landakotsspítali býr yfir. Húsið er barn síns tíma, þar er léleg loftræsting, gangarnir eru litlir og fjölbýlin mörg. Margir sjúklingar deila sama salerni og eru þau staðsett frammi á gangi. Starfsmannaaðstaða er einnig þröng, rými lítil og sum hver gluggalaus. Það væri óskandi að enginn þyrfti að kalla Landakot heimili sitt. Það er ekki boðlegt að dveljast mánuðum saman á sjúkrahúsi, á litlu fjölbýli með nýjum og nýjum herbergisfélögum og salerni frammi á gangi. Það er í raun alveg merkilegt að við sem samfélag teljum eðlilegt að öldruðustu og fjölveikustu sjúklingarnir búi að jafnaði við elsta og þrengsta húsakostinn. Þetta er viðkvæmasti hópur samfélagsins eins og marg oft hefur komið fram. Þetta eru þeir sem eru viðkvæmastir fyrir spítalasýkingum, þeir sem við ættum helst að vernda og þar er húsakostur lykilatriði. Yngra fólk sem dvelur að öllu jöfnu mun styttra á sjúkrahúsi í sínum veikindum ætti að eiga mun auðveldara að þola þröngbýlið í nokkra daga en eldra og langveikara fólk sem „býr“ á spítalanum mánuðum saman. Ég geri mér sterkar vonir um að hugað verði að húsakosti elsta og veikasta hópsins í tengslum við byggingu nýs spítala. Ég tel augljóst að sá hópur verði ekki látinn sitja eftir í gömlu, ófullnægjandi húsnæði sem er barn síns tíma eins og Landakot. Við verðum flest gömul ef við erum heppin, þótt að það sé ekki auðvelt fyrir alla að setja sig í þau spor. Af hverju í ósköpunum eigum við skyndilega að sætta okkur við alls ófullnægjandi aðbúnað eingöngu vegna þess að við eigum að baki ákveðinn fjölda afmælisdaga? Að lokum skal tekið fram að þessari samantekt er ekki ætlað að benda á neina sökudólga, vandinn hefur orðið til á mjög löngum tíma og enginn einn ábyrgur fyrir honum. Það er þó tími til kominn að við tökum öll ábyrgð á því að tryggja elsta og veikasta fólkinu í samfélaginu boðlegar aðstæður og að við drögum lærdóm af aðstæðunum á Landakoti. Ég vona innilega að breið samstaða skapist um að breyta þessu hið snarasta og setja þá sem eru í mestri þörf á þjónustu heilbrigðiskerfisins í forgang. Höfundur er yfirlæknir heilabilunareiningar Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Steinunn Þórðardóttir Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Í opinberri umræðu undanfarið hefur Landakot ítrekað verið kallað hjúkrunarheimili, af almenningi og fjölmiðlafólki, en einnig af einstaklingum sem vinna að öldrunarmálum. Mig langar að leiðrétta þennan misskilning. Landakot er sjúkrahús, hluti af Landspítalanum, en á Landakoti eru flestar öldrunalækningadeildir spítalans til húsa. Innan Landakots eru 4 sérhæfðar endurhæfingardeildir þar sem farið er ofan í saumana á þeim fjölþætta heilsufarsvanda sem flestir skjólstæðingar Landakots glíma við, á heildrænan og þverfaglegan hátt. Markmið þeirra er að sem flestir eigi möguleika á að snúa aftur til síns heima og að þeir sem ekki öðlist svo mikinn styrk nái þó sem mestum árangri í endurhæfingu. Á Landakoti er einnig sérhæfð bráðadeild sem tekur við einstaklingum með erfið einkenni tengd heilabilunarsjúkdómum. Auk þess er í húsinu öflug dagdeild, þar sem fer fram ítarleg greiningarvinna og endurhæfing og göngudeild þangað sem mikill fjöldi fólks leitar árlega, m.a. vegna minnisvanda og annarra vandamála tengdum vitrænni getu, endurtekinna byltna o.fl. Á Landakoti starfar fjölbreyttur hópur fagfólks, sérhæfðs í að sinna flóknum vandamálum eldri einstaklinga. Á hjúkrunarheimilum er veitt mjög fagleg og mikilvæg þjónusta, en sú starfsemi er ólík starfsemi sjúkrahúsa enda eru hjúkrunarheimili heimili þeirra sem þar dveljast. Landakot er hins vegar ekki heimili neins, þar býr enginn og þar er ekki hægt að leggjast inn í hvíldarinnlögn. Það er þó hægt að leiða líkum að uppruna þessa misskilnings, en hann á væntanlega rætur sínar að rekja til „flæðisvanda“ Landspítalans. Orðið „flæðisvandi“ er einstaklega hvimleitt og niðurlægjandi gagnvart þeim hópi sem það er notað um. Fólk er ekki „flæði“ heldur einstaklingar með minni eða stærri vandamál, sem krefjast mis flókinna úrræða, sem sum hver eru ekki í boði fyrr en eftir langa bið. Þeir einstaklingar sem komast ekki heim að lokinni meðferð og endurhæfingu á Landakoti vilja gjarnan ílendast þar vegna langrar biðar eftir hjúkrunarheimili. Það má því segja að sumir skjólstæðingar Landakots neyðist til að „búa“ þar um lengri eða skemmri tíma í bið eftir varanlegu heimili. Dæmi eru um að fólk hafi búið á Landakotsspítala í marga mánuði og jafnvel í ár. Þetta er einstaklega óheppilegt fyrir þá einstaklinga sem þetta á við um. Landakotsskýrslan svo kallaða, sem kom út nýlega, lýsir vel þeim húsakosti sem Landakotsspítali býr yfir. Húsið er barn síns tíma, þar er léleg loftræsting, gangarnir eru litlir og fjölbýlin mörg. Margir sjúklingar deila sama salerni og eru þau staðsett frammi á gangi. Starfsmannaaðstaða er einnig þröng, rými lítil og sum hver gluggalaus. Það væri óskandi að enginn þyrfti að kalla Landakot heimili sitt. Það er ekki boðlegt að dveljast mánuðum saman á sjúkrahúsi, á litlu fjölbýli með nýjum og nýjum herbergisfélögum og salerni frammi á gangi. Það er í raun alveg merkilegt að við sem samfélag teljum eðlilegt að öldruðustu og fjölveikustu sjúklingarnir búi að jafnaði við elsta og þrengsta húsakostinn. Þetta er viðkvæmasti hópur samfélagsins eins og marg oft hefur komið fram. Þetta eru þeir sem eru viðkvæmastir fyrir spítalasýkingum, þeir sem við ættum helst að vernda og þar er húsakostur lykilatriði. Yngra fólk sem dvelur að öllu jöfnu mun styttra á sjúkrahúsi í sínum veikindum ætti að eiga mun auðveldara að þola þröngbýlið í nokkra daga en eldra og langveikara fólk sem „býr“ á spítalanum mánuðum saman. Ég geri mér sterkar vonir um að hugað verði að húsakosti elsta og veikasta hópsins í tengslum við byggingu nýs spítala. Ég tel augljóst að sá hópur verði ekki látinn sitja eftir í gömlu, ófullnægjandi húsnæði sem er barn síns tíma eins og Landakot. Við verðum flest gömul ef við erum heppin, þótt að það sé ekki auðvelt fyrir alla að setja sig í þau spor. Af hverju í ósköpunum eigum við skyndilega að sætta okkur við alls ófullnægjandi aðbúnað eingöngu vegna þess að við eigum að baki ákveðinn fjölda afmælisdaga? Að lokum skal tekið fram að þessari samantekt er ekki ætlað að benda á neina sökudólga, vandinn hefur orðið til á mjög löngum tíma og enginn einn ábyrgur fyrir honum. Það er þó tími til kominn að við tökum öll ábyrgð á því að tryggja elsta og veikasta fólkinu í samfélaginu boðlegar aðstæður og að við drögum lærdóm af aðstæðunum á Landakoti. Ég vona innilega að breið samstaða skapist um að breyta þessu hið snarasta og setja þá sem eru í mestri þörf á þjónustu heilbrigðiskerfisins í forgang. Höfundur er yfirlæknir heilabilunareiningar Landspítala.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar