Segir löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs | Telur Laugardal miðstöð íþrótta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2020 11:16 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það vera löngu tímabært að hefja byggingu íþróttaleikvanga sem standist alþjóðlegar kröfur. Vísir/Vilhelm Ríkistjórn Íslands hefur hafið umræður við Reykjavíkurborg um byggingu á nýjum þjóðarleikvangi. Bæði fyrir knattspyrnu og íþróttir innanhúss. Rætt var við Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöld. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta eru viss tímamót, nú erum við komin langt með þetta verkefni. Við sjáum hvaða valkostur þykir vera bestur þannig að næsta skref er að við setjumst núna niður með Reykjavíkurborg, ákveðum næstu skref er varðar eignarhald, fjármögnun og annað slíkt. Þetta er náttúrulega þjóðarleikvangur og við viljum tryggja það að allir séu sáttir við framkvæmdina. Ég segi að það er löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs, bæði fyrir knattspyrnuna og inniíþróttir,“ sagði Lilja. Nefnd sem Lilja skipaði hefur skilað inn tillögum að nýrri þjóðarhöll í Laugardalnum. Laugardalshöll gæti verið lokað fyrirvaralaust þar sem hún stenst ekki alþjóðlegar kröfur sem eru gerðar til íþróttamannvirkja. „Þar er til að mynda komin í raun líka mjög vænlegur kostur, þjóðarhöll sem myndi hýsa um 8.600 manns og uppfylla alla alþjóðlega staðla. Ég sé það fyrir mér að við þurfum að fara í þetta, ég sé það líka fyrir mér að við þurfum að fara í frekari innviðafjárfestingar og fjárfestingar til að koma hagkerfinu okkar af stað. Ég segi að það sé í raun engin betri fjárfesting en að fjárfesta í mannauði, sem íþróttamannvirki eru svo sannarlega.“ Það er ósk Lilju að þjóðarleikvangar Íslands verði áfram staðsettir í Laugardalnum. „Ég tel að Laugardalurinn henti best, verð að segja það. Þarna er miðstöð íþrótta í landinu og ég ber miklar væntingar til þess að við sjáum það svæði byggjast áfram upp,“ sagði mennta- og menningaráðherra að lokum. Klippa: Lilja Alfreðs: Löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs Fótbolti Handbolti Sportpakkinn Laugardalsvöllur Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira
Ríkistjórn Íslands hefur hafið umræður við Reykjavíkurborg um byggingu á nýjum þjóðarleikvangi. Bæði fyrir knattspyrnu og íþróttir innanhúss. Rætt var við Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöld. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta eru viss tímamót, nú erum við komin langt með þetta verkefni. Við sjáum hvaða valkostur þykir vera bestur þannig að næsta skref er að við setjumst núna niður með Reykjavíkurborg, ákveðum næstu skref er varðar eignarhald, fjármögnun og annað slíkt. Þetta er náttúrulega þjóðarleikvangur og við viljum tryggja það að allir séu sáttir við framkvæmdina. Ég segi að það er löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs, bæði fyrir knattspyrnuna og inniíþróttir,“ sagði Lilja. Nefnd sem Lilja skipaði hefur skilað inn tillögum að nýrri þjóðarhöll í Laugardalnum. Laugardalshöll gæti verið lokað fyrirvaralaust þar sem hún stenst ekki alþjóðlegar kröfur sem eru gerðar til íþróttamannvirkja. „Þar er til að mynda komin í raun líka mjög vænlegur kostur, þjóðarhöll sem myndi hýsa um 8.600 manns og uppfylla alla alþjóðlega staðla. Ég sé það fyrir mér að við þurfum að fara í þetta, ég sé það líka fyrir mér að við þurfum að fara í frekari innviðafjárfestingar og fjárfestingar til að koma hagkerfinu okkar af stað. Ég segi að það sé í raun engin betri fjárfesting en að fjárfesta í mannauði, sem íþróttamannvirki eru svo sannarlega.“ Það er ósk Lilju að þjóðarleikvangar Íslands verði áfram staðsettir í Laugardalnum. „Ég tel að Laugardalurinn henti best, verð að segja það. Þarna er miðstöð íþrótta í landinu og ég ber miklar væntingar til þess að við sjáum það svæði byggjast áfram upp,“ sagði mennta- og menningaráðherra að lokum. Klippa: Lilja Alfreðs: Löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs
Fótbolti Handbolti Sportpakkinn Laugardalsvöllur Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira