Þau skerða til að fegra Ólafur Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2020 13:12 Skerðingar á greiðslum almannatrygginga til lífeyrisfólks hafa borið hátt í umræðu undanfarin ár. Aldraðir eru sístækkandi þjóðfélagshópur. Fólk 67 ára og eldra er nú um 45 þúsund að tölu. Um 10 til 15 þúsund manns stefna hraðbyri á að ganga inn í þennan hóp. Við erum að tala um a.m.k. 60 þúsund manns sem hafa beina hagsmuni af stefnu stjórnvalda um skerðingar í bráð og lengd. Fyrirkomulagið er út af fyrir sig einfalt. Fjárhæð ellilífeyris er ákveðin árlega. Hún er nú kr. 256.789 á mánuði. Hafi fólk tekjur skerðist þessi lífeyrir eftir ákveðinni reglu. Þetta eru skerðingarnar. Sjálfsbjargarviðleitni ekki leyfð Aldraður einstaklingur sem vill bæta hag sinn með vinnu má að hafa kr. 100 þúsund á mánuði áður en ellilífeyririnn er skertur. Eftir það eru hirtar 45 krónur af ellilífeyrinum fyrir hverjar 100 krónur sem hann vinnur sér inn. Þetta er skerðingin. Svo er skatturinn, milliþrep hans er um 37%. Ragnar Árnason prófessor hefur sýnt fram á að þegar saman koma skerðingar og skattar heldur einhleypingur eftir 27 krónum af hverjum 100 sem hann vinnur sér inn. Ef hann er í sambúð heldur hann eftir 35 krónum af 100. Til samanburðar heldur fullfrískur hálaunamaður á besta aldri eftir 54 krónum af síðustu 100 krónunum sem hann vinnur sér inn. Aldrað fólk er í skotlínunni þegar kemur að skattlagningu fyrir vinnu. Enginn þjóðfélagshópur stendur frammi fyrir öðrum eins jaðarsköttum og aldraðir mega þola. Brotið gegn óskráðri reglu Þetta fyrirkomulag ofurskattlagningar felur í sér brot gegn óskráðri reglu í mannlegu félagi, að hverjum manni er boðið að bæta hag sinn með aukinni vinnu ef vilji og geta standa til þess. Allir menn eru gæddir meðfæddri sjálfsbjargarviðleitni sem fólki er í blóð borin. En nei, sjálfsbjörg leyfist ekki samkvæmt gildandi fyrirkomulagi. Lífeyrisréttindi í gerð upptæk – bótalaust Fái maður greiðslur úr skyldubundnum lífeyrissjóði er ellilífeyrir almannatrygginga skertur með áþekkum hætti. Skerðingar byrja eftir fyrstu 25 þúsund krónurnar úr lífeyrissjóði. Fólk er skyldað til að vera í lífeyrissjóði og greiða iðgjöld af launum sínum í hverjum mánuði. Lífeyrissjóðirnir sem settir voru á laggirnar með kjarasamningum 1969 áttu að tryggja fólki bætt kjör á efri árum umfram það sem almannatryggingar tryggðu með grunnlífeyri. Takið eftir, bætt kjör, ekki lakari kjör. Lagaskyldan um að greiða í lífeyrissjóð fól í sér fyrirheit um bætt kjör. Þetta fyrirheit liggur til grundvallar í íslensku samfélagi og var virt í fjörutíu ár. Allan þennan tíma þótti ekki koma til álita að skerða grunnlífeyri almannatrygginga vegna lífeyristekna. Það var ekki fyrr en í hruninu 2009 að ákveðin var af hálfu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna skerðing í þessu efni. Hún stóð til 2013 og féll þá niður. Rof á áratuga fyrirheiti Viðsnúningur varð árið 2017. Ein stærð, ellilífeyrir, kom í stað grunnlífeyris og tekjutryggingar og tekið var tekið að skerða greiðslur almannatrygginga óheft frá 1. mars 2017. Með þessari ákvörðun var rofið fyrirheitið að skyldubundin aðild og greiðslur í lífeyrissjóð bætti hag eldra fólks umfram það sem grunnlífeyrir almannatrygginga tryggði því. Ákvörðun Alþingis að greiðslur úr lífeyrissjóðum skyldu skerða grunnlífeyri almannatrygginga fól í sér algjört trúnaðarbrot við launafólk sem skyldað var til með lögum að greiða iðgjöld af launum sínum í lífeyrissjóð á grundvelli kjarasamninga frá 1969. Skerðingar á greiðslum almannatrygginga vegna lífeyristekna fela í sér rof á lögfestu fyrirheiti. Fyrirheiti sem verður að standa við. Lífeyrisfólkið borgar sjálfu sér og greiðir fyrir fegrunina Með því að rjúfa fyrirheitið sparaði ríkissjóður sér 2018 ríflega 34 milljarða króna með skerðingum á lögbundnum greiðslum ellilífeyris, samkvæmt svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn minni á liðnu þingi. Skerðingarnar taka til allra sem til næst eða næstum 95% eldra fólks. Er óverjandi með öllu að leggja á þennan afmarkaða þjóðfélagshóp þá kvöð að borga sjálfum sér um helming af greiðsluskyldu almannatrygginga til lífeyrisfólks. Í þessu ljósi skýrist af hverju Ísland er lægst meðal OECD-landa í framlögum ríkissjóðs til almannatrygginga. Ekkert hald er í þeirri viðbáru að ef framlag lífeyrisfólks, sem tekið er af því með skerðingunum, reiknist með séum við í miðjum hópi landa OECD. Þennan kerfishalla á ríkissjóði verða stjórnvöld að rétta af með öðrum hætti en ranglátum álögum á eldra fólk og aðra skjólstæðinga almannatrygginga. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Eldri borgarar Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Skerðingar á greiðslum almannatrygginga til lífeyrisfólks hafa borið hátt í umræðu undanfarin ár. Aldraðir eru sístækkandi þjóðfélagshópur. Fólk 67 ára og eldra er nú um 45 þúsund að tölu. Um 10 til 15 þúsund manns stefna hraðbyri á að ganga inn í þennan hóp. Við erum að tala um a.m.k. 60 þúsund manns sem hafa beina hagsmuni af stefnu stjórnvalda um skerðingar í bráð og lengd. Fyrirkomulagið er út af fyrir sig einfalt. Fjárhæð ellilífeyris er ákveðin árlega. Hún er nú kr. 256.789 á mánuði. Hafi fólk tekjur skerðist þessi lífeyrir eftir ákveðinni reglu. Þetta eru skerðingarnar. Sjálfsbjargarviðleitni ekki leyfð Aldraður einstaklingur sem vill bæta hag sinn með vinnu má að hafa kr. 100 þúsund á mánuði áður en ellilífeyririnn er skertur. Eftir það eru hirtar 45 krónur af ellilífeyrinum fyrir hverjar 100 krónur sem hann vinnur sér inn. Þetta er skerðingin. Svo er skatturinn, milliþrep hans er um 37%. Ragnar Árnason prófessor hefur sýnt fram á að þegar saman koma skerðingar og skattar heldur einhleypingur eftir 27 krónum af hverjum 100 sem hann vinnur sér inn. Ef hann er í sambúð heldur hann eftir 35 krónum af 100. Til samanburðar heldur fullfrískur hálaunamaður á besta aldri eftir 54 krónum af síðustu 100 krónunum sem hann vinnur sér inn. Aldrað fólk er í skotlínunni þegar kemur að skattlagningu fyrir vinnu. Enginn þjóðfélagshópur stendur frammi fyrir öðrum eins jaðarsköttum og aldraðir mega þola. Brotið gegn óskráðri reglu Þetta fyrirkomulag ofurskattlagningar felur í sér brot gegn óskráðri reglu í mannlegu félagi, að hverjum manni er boðið að bæta hag sinn með aukinni vinnu ef vilji og geta standa til þess. Allir menn eru gæddir meðfæddri sjálfsbjargarviðleitni sem fólki er í blóð borin. En nei, sjálfsbjörg leyfist ekki samkvæmt gildandi fyrirkomulagi. Lífeyrisréttindi í gerð upptæk – bótalaust Fái maður greiðslur úr skyldubundnum lífeyrissjóði er ellilífeyrir almannatrygginga skertur með áþekkum hætti. Skerðingar byrja eftir fyrstu 25 þúsund krónurnar úr lífeyrissjóði. Fólk er skyldað til að vera í lífeyrissjóði og greiða iðgjöld af launum sínum í hverjum mánuði. Lífeyrissjóðirnir sem settir voru á laggirnar með kjarasamningum 1969 áttu að tryggja fólki bætt kjör á efri árum umfram það sem almannatryggingar tryggðu með grunnlífeyri. Takið eftir, bætt kjör, ekki lakari kjör. Lagaskyldan um að greiða í lífeyrissjóð fól í sér fyrirheit um bætt kjör. Þetta fyrirheit liggur til grundvallar í íslensku samfélagi og var virt í fjörutíu ár. Allan þennan tíma þótti ekki koma til álita að skerða grunnlífeyri almannatrygginga vegna lífeyristekna. Það var ekki fyrr en í hruninu 2009 að ákveðin var af hálfu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna skerðing í þessu efni. Hún stóð til 2013 og féll þá niður. Rof á áratuga fyrirheiti Viðsnúningur varð árið 2017. Ein stærð, ellilífeyrir, kom í stað grunnlífeyris og tekjutryggingar og tekið var tekið að skerða greiðslur almannatrygginga óheft frá 1. mars 2017. Með þessari ákvörðun var rofið fyrirheitið að skyldubundin aðild og greiðslur í lífeyrissjóð bætti hag eldra fólks umfram það sem grunnlífeyrir almannatrygginga tryggði því. Ákvörðun Alþingis að greiðslur úr lífeyrissjóðum skyldu skerða grunnlífeyri almannatrygginga fól í sér algjört trúnaðarbrot við launafólk sem skyldað var til með lögum að greiða iðgjöld af launum sínum í lífeyrissjóð á grundvelli kjarasamninga frá 1969. Skerðingar á greiðslum almannatrygginga vegna lífeyristekna fela í sér rof á lögfestu fyrirheiti. Fyrirheiti sem verður að standa við. Lífeyrisfólkið borgar sjálfu sér og greiðir fyrir fegrunina Með því að rjúfa fyrirheitið sparaði ríkissjóður sér 2018 ríflega 34 milljarða króna með skerðingum á lögbundnum greiðslum ellilífeyris, samkvæmt svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn minni á liðnu þingi. Skerðingarnar taka til allra sem til næst eða næstum 95% eldra fólks. Er óverjandi með öllu að leggja á þennan afmarkaða þjóðfélagshóp þá kvöð að borga sjálfum sér um helming af greiðsluskyldu almannatrygginga til lífeyrisfólks. Í þessu ljósi skýrist af hverju Ísland er lægst meðal OECD-landa í framlögum ríkissjóðs til almannatrygginga. Ekkert hald er í þeirri viðbáru að ef framlag lífeyrisfólks, sem tekið er af því með skerðingunum, reiknist með séum við í miðjum hópi landa OECD. Þennan kerfishalla á ríkissjóði verða stjórnvöld að rétta af með öðrum hætti en ranglátum álögum á eldra fólk og aðra skjólstæðinga almannatrygginga. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun