Allir þurfa áfram að bera grímu þrátt fyrir vottorð Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 11:02 Allar verslanir Haga, þar á meðal Bónus og Hagkaup, ásamt Krónunni og Elko verða áfram með grímuskyldu fyrir alla, líka þá sem lokið hafa Covid-einangrun. Viðskiptavinir í öllum verslunum Haga og Samkaupa, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, verða áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki, þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveirutakmarkanir tekur gildi á miðvikudag. Reglugerðin felur m.a. í sér breytingu á grímuskyldu. Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun þurfa ekki lengur að nota grímu, að því gefnu að þeir sýni fram á vottorð þess efnis. Hagar segja frá því í tilkynningu í dag að slík vottorð verði ekki tekin gild. „Til að huga að öryggi starfsfólks og viðskiptavina og minnka álag í verslunum, verða viðskiptavinir í verslunum Haga áfram skyldugir til að bera grímu, hvort sem þeir hafi fengið COVID-19 eður ei,“ segir í tilkynningu. Verslanir sem um ræðir eru Bónus, Hagkaup, Útilíf, Zara, Reykjavíkurapótek, Rekstrarland og Stórkaup, sem og þjónustustöðvar Olís. Grímuskyldan mun standa yfir til og með 2. desember. Haft er eftir Finni Oddssyni forstjóra Haga í tilkynningu að nýja reglugerðin verði til þess að auka álag á framlínustarfsfólk verslana til muna. Ákveðið hafi verið að halda grímuskyldunni óbreyttri. Finnur Oddsson, forstjóri Haga.Vísir/vilhelm „Með nýrri reglugerð um grímunotkun er þó verið að setja verslunarfólk í erfiða stöðu og til að koma í veg fyrir óþarfa spennu og árekstra í verslunum okkar tókum við þessa ákvörðun með hag starfsfólks og viðskiptavina okkar að leiðarljósi. Við vonum að viðskiptavinir taki vel í framtakið því að okkar mati er samhent átak og öflugar sóttvarnir lykillinn að árangri,“ segir Finnur. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar segir í svari við fyrirspurn Vísis að áfram verði grímuskylda í verslunum Krónunnar þegar ný reglugerð tekur gildi, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar (fyrir miðju).Vísir/hanna Þá verða einnig allir skyldaðir til að bera grímu í verslunum ELKO. Gestur Hjaltason framkvæmdastjóri ELKO segir í svari við fyrirspurn Vísi að ekki sé stætt á því að krefja grímulausa um vottorð. Það sé jafnframt óöryggi fólgið í því fyrir viðskiptavini að sjá fólk grímulaust. Sami hátturinn verður jafnframt hafður á í öllum ríflega 60 verslunum Samkaupa; Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni og Iceland - grímuskylda fyrir alla þrátt fyrir vottorð. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að taka ákvörðun um grímufyrirkomulag þegar ný reglugerð taki gildi á miðvikudag. „Við verðum að bíða átekta og sjá, við höfum ekki fengið að sjá hvernig þetta vottorð mun líta út og þá er reglugerðin heldur ekki komin út,“ segir Guðmundur. Fréttin hefur verið uppfærð. Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45 Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Viðskiptavinir í öllum verslunum Haga og Samkaupa, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, verða áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki, þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveirutakmarkanir tekur gildi á miðvikudag. Reglugerðin felur m.a. í sér breytingu á grímuskyldu. Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun þurfa ekki lengur að nota grímu, að því gefnu að þeir sýni fram á vottorð þess efnis. Hagar segja frá því í tilkynningu í dag að slík vottorð verði ekki tekin gild. „Til að huga að öryggi starfsfólks og viðskiptavina og minnka álag í verslunum, verða viðskiptavinir í verslunum Haga áfram skyldugir til að bera grímu, hvort sem þeir hafi fengið COVID-19 eður ei,“ segir í tilkynningu. Verslanir sem um ræðir eru Bónus, Hagkaup, Útilíf, Zara, Reykjavíkurapótek, Rekstrarland og Stórkaup, sem og þjónustustöðvar Olís. Grímuskyldan mun standa yfir til og með 2. desember. Haft er eftir Finni Oddssyni forstjóra Haga í tilkynningu að nýja reglugerðin verði til þess að auka álag á framlínustarfsfólk verslana til muna. Ákveðið hafi verið að halda grímuskyldunni óbreyttri. Finnur Oddsson, forstjóri Haga.Vísir/vilhelm „Með nýrri reglugerð um grímunotkun er þó verið að setja verslunarfólk í erfiða stöðu og til að koma í veg fyrir óþarfa spennu og árekstra í verslunum okkar tókum við þessa ákvörðun með hag starfsfólks og viðskiptavina okkar að leiðarljósi. Við vonum að viðskiptavinir taki vel í framtakið því að okkar mati er samhent átak og öflugar sóttvarnir lykillinn að árangri,“ segir Finnur. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar segir í svari við fyrirspurn Vísis að áfram verði grímuskylda í verslunum Krónunnar þegar ný reglugerð tekur gildi, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar (fyrir miðju).Vísir/hanna Þá verða einnig allir skyldaðir til að bera grímu í verslunum ELKO. Gestur Hjaltason framkvæmdastjóri ELKO segir í svari við fyrirspurn Vísi að ekki sé stætt á því að krefja grímulausa um vottorð. Það sé jafnframt óöryggi fólgið í því fyrir viðskiptavini að sjá fólk grímulaust. Sami hátturinn verður jafnframt hafður á í öllum ríflega 60 verslunum Samkaupa; Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni og Iceland - grímuskylda fyrir alla þrátt fyrir vottorð. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að taka ákvörðun um grímufyrirkomulag þegar ný reglugerð taki gildi á miðvikudag. „Við verðum að bíða átekta og sjá, við höfum ekki fengið að sjá hvernig þetta vottorð mun líta út og þá er reglugerðin heldur ekki komin út,“ segir Guðmundur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45 Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45
Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04