Jón Axel verður í NBA-nýliðavalinu á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 09:16 Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson háskólaliðinu. Getty/Lee Coleman Körfuknattleikssamband Íslands segir frá því að einn íslenskur körfuboltamaður muni taka þátt í nýliðavali NBA deildarinnar í ár en það er landsliðsmaðurinn og Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson, sem leikið hefur með Davidson háskólanum undanfarin tímabil. Jón Axel gekk til liðs við þýska liðið Fraport Skyliners sem atvinnumaður fyrir þetta tímabil en nýliðavalið átti að fara fram í sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Nýliðavalinu verður sjónvarpað frá höfuðstöðvum ESPN á netinu en ekki með viðhöfn líkt og venjulega en athöfnin átti að fara fram í Bacley Center í Brooklyn. Ljóst er að nýliðavalið er um margt sérstakt í ár þar sem valin sjálfu var fyrst frestað, bæði út af heimsfaraldrinum sem og að lokatímabilið í háskólaboltanum, og þar með lokaárinu hjá Jóni Axel, var flautað af síðastliðinn vetur út af faraldrinum. KKÍ fjallar um möguleika Jóns Axels í fréttinni á heimasíðu sinni og þar segir að sambandið viti af talsverðum áhuga nokkurra liða sem eiga valrétt í seinni umferðinni. KKÍ nefnir liðin þrjú sem gætu tekið Jón Axel og þau eru eftirtalin: 32. valréttur - Charlotte Hornets 35. valréttur - Sacramento Kings 48. valréttur - Golden State Warriors Það er vissulega mikið afrek að vera valinn í nýliðavalinu og fá samning hjá NBA liði. Pétur Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem leikið hefur í deildinni. Hann var valinn, sem þá var þriðja umferð, af Portland Trail Blazers árið 1981 og lék í deildinni til 1989 með Portland, San Antonio og Lakers. Jón Arnór Stefánsson var síðan á samning hjá Dallas Mavericks 2003-2004 en lék ekki í deildinni á meðan hann var í þeirra herbúðum. Tryggvi Snær Hlinason fór í nýliðavalið að auki árið 2018 en var ekki valinn. Næsta körfuboltaverkefni Jóns Axels verður svo landsliðsglugginn sem fram fer í FIBA „búbblu“ í Slóvakíu með karlalandsliðinu sem stendur yfir dagana 23. til 29. nóvember. Þá verða tveir landsleikir á dagskránni gegn Lúxemborg og Kosovó í undankeppni HM 2023. NBA Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands segir frá því að einn íslenskur körfuboltamaður muni taka þátt í nýliðavali NBA deildarinnar í ár en það er landsliðsmaðurinn og Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson, sem leikið hefur með Davidson háskólanum undanfarin tímabil. Jón Axel gekk til liðs við þýska liðið Fraport Skyliners sem atvinnumaður fyrir þetta tímabil en nýliðavalið átti að fara fram í sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Nýliðavalinu verður sjónvarpað frá höfuðstöðvum ESPN á netinu en ekki með viðhöfn líkt og venjulega en athöfnin átti að fara fram í Bacley Center í Brooklyn. Ljóst er að nýliðavalið er um margt sérstakt í ár þar sem valin sjálfu var fyrst frestað, bæði út af heimsfaraldrinum sem og að lokatímabilið í háskólaboltanum, og þar með lokaárinu hjá Jóni Axel, var flautað af síðastliðinn vetur út af faraldrinum. KKÍ fjallar um möguleika Jóns Axels í fréttinni á heimasíðu sinni og þar segir að sambandið viti af talsverðum áhuga nokkurra liða sem eiga valrétt í seinni umferðinni. KKÍ nefnir liðin þrjú sem gætu tekið Jón Axel og þau eru eftirtalin: 32. valréttur - Charlotte Hornets 35. valréttur - Sacramento Kings 48. valréttur - Golden State Warriors Það er vissulega mikið afrek að vera valinn í nýliðavalinu og fá samning hjá NBA liði. Pétur Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem leikið hefur í deildinni. Hann var valinn, sem þá var þriðja umferð, af Portland Trail Blazers árið 1981 og lék í deildinni til 1989 með Portland, San Antonio og Lakers. Jón Arnór Stefánsson var síðan á samning hjá Dallas Mavericks 2003-2004 en lék ekki í deildinni á meðan hann var í þeirra herbúðum. Tryggvi Snær Hlinason fór í nýliðavalið að auki árið 2018 en var ekki valinn. Næsta körfuboltaverkefni Jóns Axels verður svo landsliðsglugginn sem fram fer í FIBA „búbblu“ í Slóvakíu með karlalandsliðinu sem stendur yfir dagana 23. til 29. nóvember. Þá verða tveir landsleikir á dagskránni gegn Lúxemborg og Kosovó í undankeppni HM 2023.
32. valréttur - Charlotte Hornets 35. valréttur - Sacramento Kings 48. valréttur - Golden State Warriors
NBA Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira