Styttri vinnuvika en engin hlé? Garðar Hilmarsson skrifar 17. nóvember 2020 13:01 Nú er unnið hörðum höndum að því innan fjölmargra vinnustaða (okkar) félagsmanna Sameykis og annarra aðildarfélaga BSRB að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36. Þetta eru sannarlega breytingar sem marka tímamót og sem munu hafa mikil og góð áhrif á vinnumenningu okkar, heilsu og fjölskyldulíf. Meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi stofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess þó að það dragi úr skilvirkni og gæðum þjónustu eða skerði laun starfsfólks. Útfærsla styttingarinnar er í höndum starfsmanna og stjórnanda hvers vinnustaðar þar sem allir vinna saman að góðri lausn fyrir sig og sinn vinnustað. Útfærslurnar eru margar og misjafnar en allar miða þær að því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir, í síðasta lagi fyrir árslok 2020. Í umræðunni um styttingu vinnuvikunnar hefur gætt ákveðins misskilnings þess efnis að nú eigi starfsmenn að vinna allan daginn í hálfgerðu akkorði, án hefðbundins matar- og kaffihlés. Þetta er ekki rétt og það vonast ég til að leiðréttist hér með. Meginmarkmiðið með breytingunum er að starfsfólk og stjórnendur finni leið til að skipuleggja vinnutímann betur. Hefðbundin neysluhlé verða áfram á sínum stað. Til þess að stytta vinnuvikuna niður í 36 tíma má hins vegar gera hefðbundin neysluhlé, eins og kaffitíma fyrir og eftir hádegi og hádegishlé, hluta af vinnutímanum. Í þeirri úrfærslu sem gerir ráð fyrir að neysluhléin séu hluti af vinnutíma „á“ starfsmaðurinn ekki lengur sinn hádegismat. Þetta þýðir til dæmis að hann getur ekki farið af vinnustaðnum í hádeginu til að útrétta, en vinnuveitandi getur aldrei fellt þessi neysluhlé niður, starfsmaðurinn á rétt á hefðbundnum neysluhléum eftir sem áður. Markmiðið með breytingunum er ekki að auka streitu á vinnustaðnum heldur þvert á móti er þeim ætlað að móta streituminna umhverfi. Því hefur verið lögð mikil áhersla á að allir sem vinna að þessu mikilvæga verkefni vinni það í sameiningu. Það eru starfsmennirnir sem þekkja verkefnin best og þess vegna óhjákvæmilegt að þeir taki virkan þátt í því að ákveða hvernig styttingin verður og hvernig skipulagi vinnunnar og verkefnanna verður best við komið til þess að styttingin komi sem allra best út, bæði fyrir starfsmennina og vinnustaðinn. Það er krefjandi verkefni að undirbúa vinnutímabreytingar sem fela í sér fjögurra klukkustunda styttingu vinnuvikunnar en það er sannarlega til mikils að vinna fyrir starfsfólkið, vinnustaðinn og samfélagið í heild. Því er mikilvægt að vinna verkefnið í sameiningu og í takt við það sem passar hverjum og einum vinnustað, án þess að skerða matar- og kaffitíma, því það er hverjum starfsmanni nauðsyn að komast frá verkefnum sínum í stutta stund og nærast. Eins og áður sagði er eitt af markmiðum breytinganna það að bæta vinnuumhverfið og stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það hefur bein áhrif á líðan starfsmanna en margir sem nú þegar hafa upplifað styttingu vinnuvikunnar á eigin skinni, til dæmis með þátttöku í tilraunaverkefni ríkis og borgar, nefna meðal annars að hún feli í sér mun meiri lífsgæði en þeir hefðu reiknað með. Vinnutíminn hefði verið styttri en virkari og tíminn með fjölskyldunni orðið meiri og líðanin betri. Það hlýtur að vera það sem við stefnum að. Höfundur greinarinnar er varaformaður Sameykis stéttarfélag í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Nú er unnið hörðum höndum að því innan fjölmargra vinnustaða (okkar) félagsmanna Sameykis og annarra aðildarfélaga BSRB að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36. Þetta eru sannarlega breytingar sem marka tímamót og sem munu hafa mikil og góð áhrif á vinnumenningu okkar, heilsu og fjölskyldulíf. Meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi stofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess þó að það dragi úr skilvirkni og gæðum þjónustu eða skerði laun starfsfólks. Útfærsla styttingarinnar er í höndum starfsmanna og stjórnanda hvers vinnustaðar þar sem allir vinna saman að góðri lausn fyrir sig og sinn vinnustað. Útfærslurnar eru margar og misjafnar en allar miða þær að því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir, í síðasta lagi fyrir árslok 2020. Í umræðunni um styttingu vinnuvikunnar hefur gætt ákveðins misskilnings þess efnis að nú eigi starfsmenn að vinna allan daginn í hálfgerðu akkorði, án hefðbundins matar- og kaffihlés. Þetta er ekki rétt og það vonast ég til að leiðréttist hér með. Meginmarkmiðið með breytingunum er að starfsfólk og stjórnendur finni leið til að skipuleggja vinnutímann betur. Hefðbundin neysluhlé verða áfram á sínum stað. Til þess að stytta vinnuvikuna niður í 36 tíma má hins vegar gera hefðbundin neysluhlé, eins og kaffitíma fyrir og eftir hádegi og hádegishlé, hluta af vinnutímanum. Í þeirri úrfærslu sem gerir ráð fyrir að neysluhléin séu hluti af vinnutíma „á“ starfsmaðurinn ekki lengur sinn hádegismat. Þetta þýðir til dæmis að hann getur ekki farið af vinnustaðnum í hádeginu til að útrétta, en vinnuveitandi getur aldrei fellt þessi neysluhlé niður, starfsmaðurinn á rétt á hefðbundnum neysluhléum eftir sem áður. Markmiðið með breytingunum er ekki að auka streitu á vinnustaðnum heldur þvert á móti er þeim ætlað að móta streituminna umhverfi. Því hefur verið lögð mikil áhersla á að allir sem vinna að þessu mikilvæga verkefni vinni það í sameiningu. Það eru starfsmennirnir sem þekkja verkefnin best og þess vegna óhjákvæmilegt að þeir taki virkan þátt í því að ákveða hvernig styttingin verður og hvernig skipulagi vinnunnar og verkefnanna verður best við komið til þess að styttingin komi sem allra best út, bæði fyrir starfsmennina og vinnustaðinn. Það er krefjandi verkefni að undirbúa vinnutímabreytingar sem fela í sér fjögurra klukkustunda styttingu vinnuvikunnar en það er sannarlega til mikils að vinna fyrir starfsfólkið, vinnustaðinn og samfélagið í heild. Því er mikilvægt að vinna verkefnið í sameiningu og í takt við það sem passar hverjum og einum vinnustað, án þess að skerða matar- og kaffitíma, því það er hverjum starfsmanni nauðsyn að komast frá verkefnum sínum í stutta stund og nærast. Eins og áður sagði er eitt af markmiðum breytinganna það að bæta vinnuumhverfið og stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það hefur bein áhrif á líðan starfsmanna en margir sem nú þegar hafa upplifað styttingu vinnuvikunnar á eigin skinni, til dæmis með þátttöku í tilraunaverkefni ríkis og borgar, nefna meðal annars að hún feli í sér mun meiri lífsgæði en þeir hefðu reiknað með. Vinnutíminn hefði verið styttri en virkari og tíminn með fjölskyldunni orðið meiri og líðanin betri. Það hlýtur að vera það sem við stefnum að. Höfundur greinarinnar er varaformaður Sameykis stéttarfélag í almannaþjónustu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun