Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 13:28 Frá Egilsstöðum. Vísir/getty Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. Litlar líkur eru taldar á að bílstjórinn hafi smitað börnin. Þrjátíu og sjö eru í sóttkví vegna smitsins. Fram kemur í tilkynningu á vef Egilsstaðaskóla að bílstjórinn hafi síðast ekið með börn í skólanum á föstudag í síðustu viku. Börn sem voru í bílnum á fimmtudag og föstudag, alls um tuttugu börn, eru nú í sóttkví til föstudagsins 20. nóvember. Þá fara þau í skimun og losna úr sóttkvínni ef niðurstöður leyfa. Bent er á í tilkynningu frá skólanum að litlar líkur séu taldar á að bílstjórinn hafi smitað nemendur „þegar horft er til þeirra samskipta sem viðkomandi á við börnin“. Þess hafi verið gætt að fara eftir öllum sóttvarnarreglum. Ekki náðist í stjórnendur Fellaskóla við vinnslu fréttarinnar en fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins að átta börn við skólann séu í sóttkví eftir skólaakstur. Þar kemur einnig fram að bílstjórinn hafi keyrt mat út í skóla, sem eldaður er í Egilsstaðaskóla, og sex mötuneytisstarfsmenn hafi verið sendir í sóttkví. Leita enn uppruna smitsins Lögregla á Austurlandi segir í tilkynningu nú á öðrum tímanum að sex einkennalausir hafi farið í sýnatöku í morgun og niðurstöðu úr henni sé að vænta í kvöld. „Það ásamt fleiru er liður í að grafast fyrir um uppruna smitsins og hefta útbreiðslu,“ segir í tilkynningu. Þá meti aðgerðastjórn það svo að líkur á að fleiri hafi smitast séu fremur litlar en það sé þó ekki útilokað. Smitrakning haldi áfram með það að markmiði að leita uppruna smitsins. Gert er ráð fyrir að skólahald í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla verði með eðlilegum hætti frá og með morgundeginum en skólunum var báðum lokað í dag, miðvikudag, vegna smitsins. „Ekki er talin ástæða til að grípa til frekari ráðstafana að sinni. Íbúar engu að síður hvattir til að gæta sérstaklega að persónubundnum sóttvörnum næstu daga,“ segir í tilkynningu. Fram kom í tilkynningu lögreglu í gær að sá smitaði væri í einangrun og með væg einkenni. Þetta er fyrsta virka smitið á Austurlandi síðan 9. nóvember síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Múlaþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58 Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Sjá meira
Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. Litlar líkur eru taldar á að bílstjórinn hafi smitað börnin. Þrjátíu og sjö eru í sóttkví vegna smitsins. Fram kemur í tilkynningu á vef Egilsstaðaskóla að bílstjórinn hafi síðast ekið með börn í skólanum á föstudag í síðustu viku. Börn sem voru í bílnum á fimmtudag og föstudag, alls um tuttugu börn, eru nú í sóttkví til föstudagsins 20. nóvember. Þá fara þau í skimun og losna úr sóttkvínni ef niðurstöður leyfa. Bent er á í tilkynningu frá skólanum að litlar líkur séu taldar á að bílstjórinn hafi smitað nemendur „þegar horft er til þeirra samskipta sem viðkomandi á við börnin“. Þess hafi verið gætt að fara eftir öllum sóttvarnarreglum. Ekki náðist í stjórnendur Fellaskóla við vinnslu fréttarinnar en fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins að átta börn við skólann séu í sóttkví eftir skólaakstur. Þar kemur einnig fram að bílstjórinn hafi keyrt mat út í skóla, sem eldaður er í Egilsstaðaskóla, og sex mötuneytisstarfsmenn hafi verið sendir í sóttkví. Leita enn uppruna smitsins Lögregla á Austurlandi segir í tilkynningu nú á öðrum tímanum að sex einkennalausir hafi farið í sýnatöku í morgun og niðurstöðu úr henni sé að vænta í kvöld. „Það ásamt fleiru er liður í að grafast fyrir um uppruna smitsins og hefta útbreiðslu,“ segir í tilkynningu. Þá meti aðgerðastjórn það svo að líkur á að fleiri hafi smitast séu fremur litlar en það sé þó ekki útilokað. Smitrakning haldi áfram með það að markmiði að leita uppruna smitsins. Gert er ráð fyrir að skólahald í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla verði með eðlilegum hætti frá og með morgundeginum en skólunum var báðum lokað í dag, miðvikudag, vegna smitsins. „Ekki er talin ástæða til að grípa til frekari ráðstafana að sinni. Íbúar engu að síður hvattir til að gæta sérstaklega að persónubundnum sóttvörnum næstu daga,“ segir í tilkynningu. Fram kom í tilkynningu lögreglu í gær að sá smitaði væri í einangrun og með væg einkenni. Þetta er fyrsta virka smitið á Austurlandi síðan 9. nóvember síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Múlaþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58 Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Sjá meira
Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58
Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59