Jón Axel var ekki valinn í nýliðavali NBA deildarinnar í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 07:31 Jón Axel Guðmundsson átti flottan háskólaferil með Davidson Wildcats. Getty/Mark LoMoglio Jón Axel Guðmundsson var ekki einn af þeim sextíu leikmönnum sem voru valdir í nýliðavalinu fyrir NBA-deildina í körfubolta sem fór fram í nótt. Liðin sem Jón Axel var orðaður við ákváðu að fara aðra leið en að velja íslenska landsliðsbakvörðinn og Golden State Warriors tók meðal annars ítalskan leikstjórnanda í annarri umferðinni. Jón Axel Guðmundsson átti frábæran háskólaferil með Davidsson en það bitnaði auðvitað á honum eins og fleirum að fá ekki að klára lokaárið sitt í háskólaboltanum vegna kórónuveirunnar. Jón Axel náði heldur ekki alveg að skila þeim tölum á fjórða ári og hann var með á því þriðja þegar hann var með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik með Davidsson. Tölurnar á lokaárinu voru 14,5 stig, 7,1 frákast og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Jón Axel varð engu að síður fyrsti leikmaðurinn í 1. deild háskólaboltans síðan 1993 til að vera með meira en 1500 stig, 700 fráköst, 500 stoðsendingar, 200 þriggja stiga körfur og 150 stolna bolta á sínum háskólaferli. Nico Mannion (@niccolomannion) gets selected 48th overall by the @warriors!2020 #NBADraft presented by State Farm on ESPN pic.twitter.com/rS7Y4MR3XW— NBA (@NBA) November 19, 2020 Körfuknattleikssamband Íslands skrifaði frétt í vikunni um möguleika Jóns Axels og nefndi þá sérstaklega þrjú félög. „Þegar þetta er ritað er vitað af talsverðum áhuga nokkurra liða sem eiga valrétt í seinni umferðinni og þau lið sem mögulega gætu kosið að velja Jón Axel þá eru það mögulega Charlotte, Sacramento og Golden State sem gætu verið áhugasöm en þau eiga tvo og þrjá rétti hvert,“ sagði í frétt KKÍ. Golden State Warriors valdi ítalska leikstjórnandann Nico Mannion númer 48 og skotbakvörðinn Justinian Jessup númer 51. Charlotte Hornets valdi kraftfamherjann Vernon Carey Jr. númer 32 og skotbakvörðinn Grant Riller númer 56. Sacramento Kings valdi kraftframherjann Xavier Tillman númer 35, skotbakvörðinn Jahmi'us Ramsey númer 43 og skotbakvörðinn Kenyon Martin Jr. númer 52. Jón Axel er núna að spila sem atvinnumaður með þýska liðinu Fraport Skyliners í efstu deild og hefur hann skilað 18 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik í fyrstu fimm leikjum sínum. Næsta verkefni Jóns Axels verður svo landsliðsglugginn sem fram fer í FIBA „búbblu“ í Slóvakíu þar sem hann mun spila með íslenska karlalandsliðinu frá 23. til 29. nóvember. Þá verða tveir landsleikir á dagskránni gegn Lúxemborg og Kosovó í undankeppni HM 2023. With the 1st pick of the @NBADraft, the @Timberwolves select Anthony Edwards (@theantman05)!2020 #NBADraft presented by State Farm on ESPN pic.twitter.com/8fIzqgodnO— NBA (@NBA) November 19, 2020 Það kom annars lítið á óvart varðandi þá sem voru valdir fyrstir í þessu nýliðavali. Minnesota Timberwolves valdi skotbakvörðinn Anthony Edwards frá Georgíu númer eitt, Golden State Warriors tók miðherjann James Wiseman frá Memphis númer tvö og LaMelo Ball var valinn þriðji af Charlotte Hornets. Fyrsti Evrópumaðurinn í valinu var Frakkinn Killian Hayes sem Detroit Pistons tók númer sjö. Ísraelsmaðurinn Deni Avdija var valinn níundi af Washington Wizards. NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson var ekki einn af þeim sextíu leikmönnum sem voru valdir í nýliðavalinu fyrir NBA-deildina í körfubolta sem fór fram í nótt. Liðin sem Jón Axel var orðaður við ákváðu að fara aðra leið en að velja íslenska landsliðsbakvörðinn og Golden State Warriors tók meðal annars ítalskan leikstjórnanda í annarri umferðinni. Jón Axel Guðmundsson átti frábæran háskólaferil með Davidsson en það bitnaði auðvitað á honum eins og fleirum að fá ekki að klára lokaárið sitt í háskólaboltanum vegna kórónuveirunnar. Jón Axel náði heldur ekki alveg að skila þeim tölum á fjórða ári og hann var með á því þriðja þegar hann var með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik með Davidsson. Tölurnar á lokaárinu voru 14,5 stig, 7,1 frákast og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Jón Axel varð engu að síður fyrsti leikmaðurinn í 1. deild háskólaboltans síðan 1993 til að vera með meira en 1500 stig, 700 fráköst, 500 stoðsendingar, 200 þriggja stiga körfur og 150 stolna bolta á sínum háskólaferli. Nico Mannion (@niccolomannion) gets selected 48th overall by the @warriors!2020 #NBADraft presented by State Farm on ESPN pic.twitter.com/rS7Y4MR3XW— NBA (@NBA) November 19, 2020 Körfuknattleikssamband Íslands skrifaði frétt í vikunni um möguleika Jóns Axels og nefndi þá sérstaklega þrjú félög. „Þegar þetta er ritað er vitað af talsverðum áhuga nokkurra liða sem eiga valrétt í seinni umferðinni og þau lið sem mögulega gætu kosið að velja Jón Axel þá eru það mögulega Charlotte, Sacramento og Golden State sem gætu verið áhugasöm en þau eiga tvo og þrjá rétti hvert,“ sagði í frétt KKÍ. Golden State Warriors valdi ítalska leikstjórnandann Nico Mannion númer 48 og skotbakvörðinn Justinian Jessup númer 51. Charlotte Hornets valdi kraftfamherjann Vernon Carey Jr. númer 32 og skotbakvörðinn Grant Riller númer 56. Sacramento Kings valdi kraftframherjann Xavier Tillman númer 35, skotbakvörðinn Jahmi'us Ramsey númer 43 og skotbakvörðinn Kenyon Martin Jr. númer 52. Jón Axel er núna að spila sem atvinnumaður með þýska liðinu Fraport Skyliners í efstu deild og hefur hann skilað 18 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik í fyrstu fimm leikjum sínum. Næsta verkefni Jóns Axels verður svo landsliðsglugginn sem fram fer í FIBA „búbblu“ í Slóvakíu þar sem hann mun spila með íslenska karlalandsliðinu frá 23. til 29. nóvember. Þá verða tveir landsleikir á dagskránni gegn Lúxemborg og Kosovó í undankeppni HM 2023. With the 1st pick of the @NBADraft, the @Timberwolves select Anthony Edwards (@theantman05)!2020 #NBADraft presented by State Farm on ESPN pic.twitter.com/8fIzqgodnO— NBA (@NBA) November 19, 2020 Það kom annars lítið á óvart varðandi þá sem voru valdir fyrstir í þessu nýliðavali. Minnesota Timberwolves valdi skotbakvörðinn Anthony Edwards frá Georgíu númer eitt, Golden State Warriors tók miðherjann James Wiseman frá Memphis númer tvö og LaMelo Ball var valinn þriðji af Charlotte Hornets. Fyrsti Evrópumaðurinn í valinu var Frakkinn Killian Hayes sem Detroit Pistons tók númer sjö. Ísraelsmaðurinn Deni Avdija var valinn níundi af Washington Wizards.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira