Varð að fresta fundi með drottningu á síðustu stundu vegna smits Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2020 11:34 Minkamálið hefur reynst Mette Frederiksen og ríkisstjórn hennar erfitt. EPA Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, varð að fresta fyrirhuguðum fundi sínum með Margréti Þórhildi Danadrottningu í Amalíuborg á síðustu stundu eftir að einn í fjölskyldu forsætisráðherrans hafði þá greinst með kórónuveiruna. Danskir fjölmiðlar segja Frederiksen ekki hafa verið í beinum samskiptum við viðkomandi að undanförnu og því sé um varúðarráðstöfun að ræða. Fundurinn átti að hefjast klukkan 11 að dönskum tíma, en þar hugðist hún kynna drottningu breytingar á ríkisstjórn sinni í kjölfar afsagnar Mogens Jensens landbúnaðarráðherra vegna minkamálsins svokallaða. DR segir frá því að nú verði breytingarnar kynntar drottningunni í síma klukkan 14:30 að dönskum tíma, 13:30 að íslenskum tíma. Alls var í raun reiðubúið þegar ákveðið var að fresta fundinum. Fulltrúar fjölmiðla voru mættir sem og ráðherrabílar með þeim Frederiksen og nýjum ráðherra. Tilkynning barst svo frá forsætisráðuneyti landsins klukkan 10:49 að fresta yrði fundinum. Jensen greindi frá því í gær að hann hafi sagt af sér vegna ákvörðunar danskra stjórnvalda að ráðast í að lóga öllum minkum á minkabúum landsins vegna afbrigðis kórónuveiru, án þess að hafa til þess lagaheimild. Sagði Jensen að honum þætti ljóst að hann nyti ekki lengur stuðnings þingflokka – stuðnings sem væri nauðsynlegur til áframhaldandi starfa. Ekki liggur fyrir hver eða hverjir taka við embættinu af Jensen. Hann var ráðherra matvælamála, landbúnaðar, sjávarútvegs og norrænnar samvinnu. Dagen startede noget overraskende. Et familiemedlem er blevet testet positiv for corona. Måtte derfor udsætte besøget på...Posted by Mette Frederiksen on Thursday, 19 November 2020 Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, varð að fresta fyrirhuguðum fundi sínum með Margréti Þórhildi Danadrottningu í Amalíuborg á síðustu stundu eftir að einn í fjölskyldu forsætisráðherrans hafði þá greinst með kórónuveiruna. Danskir fjölmiðlar segja Frederiksen ekki hafa verið í beinum samskiptum við viðkomandi að undanförnu og því sé um varúðarráðstöfun að ræða. Fundurinn átti að hefjast klukkan 11 að dönskum tíma, en þar hugðist hún kynna drottningu breytingar á ríkisstjórn sinni í kjölfar afsagnar Mogens Jensens landbúnaðarráðherra vegna minkamálsins svokallaða. DR segir frá því að nú verði breytingarnar kynntar drottningunni í síma klukkan 14:30 að dönskum tíma, 13:30 að íslenskum tíma. Alls var í raun reiðubúið þegar ákveðið var að fresta fundinum. Fulltrúar fjölmiðla voru mættir sem og ráðherrabílar með þeim Frederiksen og nýjum ráðherra. Tilkynning barst svo frá forsætisráðuneyti landsins klukkan 10:49 að fresta yrði fundinum. Jensen greindi frá því í gær að hann hafi sagt af sér vegna ákvörðunar danskra stjórnvalda að ráðast í að lóga öllum minkum á minkabúum landsins vegna afbrigðis kórónuveiru, án þess að hafa til þess lagaheimild. Sagði Jensen að honum þætti ljóst að hann nyti ekki lengur stuðnings þingflokka – stuðnings sem væri nauðsynlegur til áframhaldandi starfa. Ekki liggur fyrir hver eða hverjir taka við embættinu af Jensen. Hann var ráðherra matvælamála, landbúnaðar, sjávarútvegs og norrænnar samvinnu. Dagen startede noget overraskende. Et familiemedlem er blevet testet positiv for corona. Måtte derfor udsætte besøget på...Posted by Mette Frederiksen on Thursday, 19 November 2020
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira