Feðgarnir í Svartárkoti halda báðir tryggð við fyrsta bílinn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2020 12:40 Bóndinn og vélvirkinn í Svartárkoti, Hlini Jón Gíslason, við fyrsta bílinn sem hann eignaðist, Saab 96, árgerð 1974. Arnar Halldórsson Áhugi manna á gömlum bílum lýsir sér með ýmsum hætti. Hjá feðgum á bænum Svartárkoti í Bárðardal í Þingeyjarsveit birtist hann í því að hafa aldrei sleppt takinu á fyrsta bílnum sem þeir eignuðust. Þetta mátti sjá í þættinum Um land allt á Stöð 2. Fyrsti bíllinn sem Hlini Jón Gíslason eignaðist var Saab 96, árgerð 1974. Hann er enn gangfær og heldur gamla bílnúmerinu A 947. Saabinn í Svartárkoti. Hann heldur gamla Eyjafjarðarbílnúmerinu en Hlini er úr Svarfaðardal.Arnar Halldórsson „Mér þykir mjög vænt um þennan bíl. Þennan bíl keypti ég þegar ég var sextán ára gamall – fyrsti bíllinn minn,“ segir bóndinn í Svartárkoti. „Ég mundi ekki segja að þetta væri uppgerður bíll. Þetta er bara bíll sem hefur verið haldið við,“ segir Hlini, sem auk þess að vera bóndi er vélvirki að mennt. Hér má sjá hann aka bílnum: Sonurinn Tryggvi Snær Hlinason, atvinnumaður í körfuknattleik á Spáni, virðist hafa tekið í arf þessa tryggð við fyrsta bílinn sinn, sem hann ekur enn. „Þetta er Legacy 2004 – kosinn besti bíll á Norðurlandi, hef ég heyrt,“ segir Tryggvi. „Ég fékk hann bara þegar ég fékk bílprófið og hef átt hann síðan. Þessi gullfallegi bíll.“ Tryggvi Snær og kærastan, Sunneva Dögg, aka glöð af stað á Subaru Legacy árgerð 2004.Arnar Halldórsson Tryggvi er með hæstu mönnum, 216 sentímetrar á hæð, og segist rúmast betur í þessum bíl en flestum öðrum. „Það er lúmskt hvað fólksbílarnir eru oftast þægilegri en þeir stærri. Þeir eru oftast svona óþægilegri að sitja í,“ segir körfuboltastjarnan, sem sést hér fyrir neðan á bílnum á myndskeiði úr þættinum: Um land allt Bílar Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14 Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Kim féll Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Áhugi manna á gömlum bílum lýsir sér með ýmsum hætti. Hjá feðgum á bænum Svartárkoti í Bárðardal í Þingeyjarsveit birtist hann í því að hafa aldrei sleppt takinu á fyrsta bílnum sem þeir eignuðust. Þetta mátti sjá í þættinum Um land allt á Stöð 2. Fyrsti bíllinn sem Hlini Jón Gíslason eignaðist var Saab 96, árgerð 1974. Hann er enn gangfær og heldur gamla bílnúmerinu A 947. Saabinn í Svartárkoti. Hann heldur gamla Eyjafjarðarbílnúmerinu en Hlini er úr Svarfaðardal.Arnar Halldórsson „Mér þykir mjög vænt um þennan bíl. Þennan bíl keypti ég þegar ég var sextán ára gamall – fyrsti bíllinn minn,“ segir bóndinn í Svartárkoti. „Ég mundi ekki segja að þetta væri uppgerður bíll. Þetta er bara bíll sem hefur verið haldið við,“ segir Hlini, sem auk þess að vera bóndi er vélvirki að mennt. Hér má sjá hann aka bílnum: Sonurinn Tryggvi Snær Hlinason, atvinnumaður í körfuknattleik á Spáni, virðist hafa tekið í arf þessa tryggð við fyrsta bílinn sinn, sem hann ekur enn. „Þetta er Legacy 2004 – kosinn besti bíll á Norðurlandi, hef ég heyrt,“ segir Tryggvi. „Ég fékk hann bara þegar ég fékk bílprófið og hef átt hann síðan. Þessi gullfallegi bíll.“ Tryggvi Snær og kærastan, Sunneva Dögg, aka glöð af stað á Subaru Legacy árgerð 2004.Arnar Halldórsson Tryggvi er með hæstu mönnum, 216 sentímetrar á hæð, og segist rúmast betur í þessum bíl en flestum öðrum. „Það er lúmskt hvað fólksbílarnir eru oftast þægilegri en þeir stærri. Þeir eru oftast svona óþægilegri að sitja í,“ segir körfuboltastjarnan, sem sést hér fyrir neðan á bílnum á myndskeiði úr þættinum:
Um land allt Bílar Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14 Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Kim féll Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14