Um 85% umsagnarhöfunda vildu aukinn sveigjanleika Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 14:21 Á dögunum var frumvarp um fæðingar-og foreldraorlof samþykkt í ríkisstjórn. Gert er ráð fyrir að málið verði afgreitt nú á haustþingi og að lögin verði að lögum eftir áramót. Getty/Morlachetti Um 85% þeirra sem sendu inn umsögn um frumvarp um fæðingar-og foreldraorlof kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. Á dögunum var frumvarp um fæðingar-og foreldraorlof samþykkt í ríkisstjórn. Frumvarpið kveður á um tólf mánaða orlof. Með frumvarpinu, sem taka á gildi um áramótin, munu foreldrar hvort um sig geta tekið sex mánaða fæðingarorlof en verður heimilt að framselja einn mánuð sín á milli í því skyni að koma til móts við aðstæður fjölskyldna. Um 85% þeirra sem sendu inn umsögn um frumvarpið kölluðu aftur á móti eftir meiri sveigjanleika en því sem nemur einum mánuði, þannig að foreldrar hefðu meira að segja um skiptingu orlofsins. Umsagnir koma bæði frá einstaklingum og félagasamtökum. Á meðal umsagna einstaklinga var yfirgnæfandi meirihluti þeirra gagnrýninn á skiptingu frumvarpsins og kallaði eftir auknum sveigjanleika. Umsagnirnar eru 248 talsins. Í nær öllum umsögnum var tekin afstaða til skiptingar á fæðingarorlofinu milli foreldra, eða í 229 tilvikum af 248. 211 umsagnarhöfundar lögðu áherslu á meiri sveigjanleika en gert er ráð fyrir í frumvarpinu (85% af umsögnum) og sjö% umsagnarhöfunda tóku afstöðu með þeirri skiptingu sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Friðrik Már Sigurðsson.Stjórnarráðið Friðrik Már Sigurðsson er formaður nefndar um endurskoðun laganna. Hann sagði að sérfræðingar sem komu fyrir nefndina hefðu flestir talað fyrir jafnri skiptingu. Að endingu hefði nefndin komist að þeirri niðurstöðu að ráðleggingar helstu sérfræðinga, jafnrétti og réttur barns til samvista við báða foreldra hafi vegið þyngra. Mikilvægt væri að draga úr launamun kynjanna og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. „Ef meirihluti orlofsins væri sameiginlegur þá væri barni ekki tryggð samvist nema við annað foreldrið því rannsóknir sýna eindregið fram á það að feður taki síður orlof eftir því sem framseljanlegur réttur er lengri. Hagurinn af jöfnum sjálfstæðum rétti á milli foreldra er mjög ríkur. Má nefna að feður verða jafnari í uppeldi barna sinna og treysta sér betur til að taka ákvarðanir sem varða framtíð þeirra. Þessi virkni í uppeldi barna sem myndi þá deilast jafnt milli foreldra hún leiðir þá til þess að börnin leita þá frekar til þeirra með erfið mál. Út frá þessu leiðir að það myndast betra samband og betri tengsl milli barns og foreldris.“ Löggjafinn eigi ekki að gefa fólki tækifæri til að segja sig frá ábyrgð Hann var spurður hvers vegna hið sama gilti um einstæða foreldra. „Aukin taka fæðingarorlofs einstæðra feðra og virk þátttaka þeirra í umönnun barna sinna hefur áhrif til sterkari fjárhagslegrar stöðu einstæðra mæðra og einnig hefur jákvæð félagsleg áhrif á mæðurnar.“ En eru ekki dæmi þess að einstæðir feður, og sumar mæður, neiti alfarið að taka þátt í uppeldi barna sinna? „Í okkar samfélagi á það ekki að vera í boði að segja sig frá uppeldi barnanna sinna og löggjafinn á ekki að ýta undir það eða gefa tækifæri til þess“. Friðrik kveðst afar ánægður með vinnu hópsins og segir að í störfum nefndarinnar hefði skapast opin og skemmtileg umræða sem hefði að lokum leitt til frumvarps sem tryggir foreldrum lengra orlof. „Það náttúrulega afskaplega ánægjulegt að við séum komin á þann stað að við getum gefið foreldrum meira svigrúm til að sinna börnum sínum og fyrsta sinn sem við erum komin í 12 mánaða fæðingarorlof.“ Börn og uppeldi Fæðingarorlof Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Tólf mánaða fæðingarorlof samþykkt í ríkisstjórn Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði var lagt fram í ríkisstjórn í morgun og samþykkt. 17. nóvember 2020 15:38 Fæðingarorlof feðra verði 6 mánuðir Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. 28. september 2020 10:30 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Um 85% þeirra sem sendu inn umsögn um frumvarp um fæðingar-og foreldraorlof kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. Á dögunum var frumvarp um fæðingar-og foreldraorlof samþykkt í ríkisstjórn. Frumvarpið kveður á um tólf mánaða orlof. Með frumvarpinu, sem taka á gildi um áramótin, munu foreldrar hvort um sig geta tekið sex mánaða fæðingarorlof en verður heimilt að framselja einn mánuð sín á milli í því skyni að koma til móts við aðstæður fjölskyldna. Um 85% þeirra sem sendu inn umsögn um frumvarpið kölluðu aftur á móti eftir meiri sveigjanleika en því sem nemur einum mánuði, þannig að foreldrar hefðu meira að segja um skiptingu orlofsins. Umsagnir koma bæði frá einstaklingum og félagasamtökum. Á meðal umsagna einstaklinga var yfirgnæfandi meirihluti þeirra gagnrýninn á skiptingu frumvarpsins og kallaði eftir auknum sveigjanleika. Umsagnirnar eru 248 talsins. Í nær öllum umsögnum var tekin afstaða til skiptingar á fæðingarorlofinu milli foreldra, eða í 229 tilvikum af 248. 211 umsagnarhöfundar lögðu áherslu á meiri sveigjanleika en gert er ráð fyrir í frumvarpinu (85% af umsögnum) og sjö% umsagnarhöfunda tóku afstöðu með þeirri skiptingu sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Friðrik Már Sigurðsson.Stjórnarráðið Friðrik Már Sigurðsson er formaður nefndar um endurskoðun laganna. Hann sagði að sérfræðingar sem komu fyrir nefndina hefðu flestir talað fyrir jafnri skiptingu. Að endingu hefði nefndin komist að þeirri niðurstöðu að ráðleggingar helstu sérfræðinga, jafnrétti og réttur barns til samvista við báða foreldra hafi vegið þyngra. Mikilvægt væri að draga úr launamun kynjanna og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. „Ef meirihluti orlofsins væri sameiginlegur þá væri barni ekki tryggð samvist nema við annað foreldrið því rannsóknir sýna eindregið fram á það að feður taki síður orlof eftir því sem framseljanlegur réttur er lengri. Hagurinn af jöfnum sjálfstæðum rétti á milli foreldra er mjög ríkur. Má nefna að feður verða jafnari í uppeldi barna sinna og treysta sér betur til að taka ákvarðanir sem varða framtíð þeirra. Þessi virkni í uppeldi barna sem myndi þá deilast jafnt milli foreldra hún leiðir þá til þess að börnin leita þá frekar til þeirra með erfið mál. Út frá þessu leiðir að það myndast betra samband og betri tengsl milli barns og foreldris.“ Löggjafinn eigi ekki að gefa fólki tækifæri til að segja sig frá ábyrgð Hann var spurður hvers vegna hið sama gilti um einstæða foreldra. „Aukin taka fæðingarorlofs einstæðra feðra og virk þátttaka þeirra í umönnun barna sinna hefur áhrif til sterkari fjárhagslegrar stöðu einstæðra mæðra og einnig hefur jákvæð félagsleg áhrif á mæðurnar.“ En eru ekki dæmi þess að einstæðir feður, og sumar mæður, neiti alfarið að taka þátt í uppeldi barna sinna? „Í okkar samfélagi á það ekki að vera í boði að segja sig frá uppeldi barnanna sinna og löggjafinn á ekki að ýta undir það eða gefa tækifæri til þess“. Friðrik kveðst afar ánægður með vinnu hópsins og segir að í störfum nefndarinnar hefði skapast opin og skemmtileg umræða sem hefði að lokum leitt til frumvarps sem tryggir foreldrum lengra orlof. „Það náttúrulega afskaplega ánægjulegt að við séum komin á þann stað að við getum gefið foreldrum meira svigrúm til að sinna börnum sínum og fyrsta sinn sem við erum komin í 12 mánaða fæðingarorlof.“
Börn og uppeldi Fæðingarorlof Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Tólf mánaða fæðingarorlof samþykkt í ríkisstjórn Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði var lagt fram í ríkisstjórn í morgun og samþykkt. 17. nóvember 2020 15:38 Fæðingarorlof feðra verði 6 mánuðir Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. 28. september 2020 10:30 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Tólf mánaða fæðingarorlof samþykkt í ríkisstjórn Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði var lagt fram í ríkisstjórn í morgun og samþykkt. 17. nóvember 2020 15:38
Fæðingarorlof feðra verði 6 mánuðir Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. 28. september 2020 10:30
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent