Innan við helmingur heimila með fullnægjandi eldvarnir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 19:00 Sex hafa látið lífið í fjórum eldsvoðum á þessu ári og hafa dauðsföll af völdum bruna ekki verið fleiri á einu ári undanfarinn áratug. Þá er brunavörnum ábótavant á tæplega helmingi heimila landsins. Tveimur eldvarnaátökum var ýtt úr vör í dag. Slökkvilið landsins hafa farið í tæplega 280 útköll á þessu ári og af þeim eru 90 með hæsta forgang. Þetta er mun meira en síðustu ár. Þá hafa 6 hafa látið lífið í 4 eldsvoðum á árinu en yfirleitt hafa dauðsföllin verið um eitt til tvö á ári. Orsakir um 620 eldsvoða frá 2018 ár eru margvíslegar má nefna að tíu eldsvoðar eru raktir til fikts barna, 30 til framkvæmda, 63 til íkveikju og í 140 tilfellum eru orsökin ókunn. Ertu eldklár? Hús og mannvirkjastofnun hóf landsátakið Eldklár í dag. „Í fyrsta lagi er þetta skelfilega ár þegar kemur að eldsvoðum að líða undir lok. Við skynjum mikinn óhug hjá almenningi og viljum koma inn, fræða og bregðast við þessari stöðu,“ segir Eyrún Viktorsdóttir forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Hús og mannvirkjastofnun á Sauðárkróki. Eyrún segir að átakið fara fram á öllu landinu. „Við verðum með myndbönd á heimasíðunni okkar , hms.is og bjóðum fólki að taka þátt í átakinu með því að skrá sig til leiks og svo fær viðkomandi gátlista og fer yfir hvað er í lagi og hvað ekki. Það sem þarf að vera til á öllum heimilum eru reykskynjarar í rýmum, eldvarnarteppi og handslökkvitæki. Þá þarf flóttaáætlun að vera klár, helst á tveimur stöðum,“ segir Eyrún.. Eldvarnarátak slökkviliðsmanna Eldvarnarbandalagið kynnti svo nýja Gallup könnun í gær þar sem fram kemur að fullnægjandi brunavarnir eru aðeins á tæpum helmingi heimila. Það er aðeins einn eða engin reykskynjari á ríflega fjórðungi heimila en mörg heimili eru með slökkvitæki. Þá eru eldvarnir lakastar í fjölbýli. Slökkviliðsmenn hófu líka eldvarnarátak í dag. Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni var kennt að nota handslökkvitæki þegar átakið hófst.Vísir/Sigurjón Eldvarnarátak slökkviliðsmanna hófst einnig í dag og í ár er sjónum beint af þriðju bekkingum grunnskóla og fjölskyldum þeirra. Þríeykið svokallaða fékk að spreyta sig á að slökkva eld í dag þegar átakið var kynnt. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði eftir að hafa spreytt sig á handslökkvitæki: „Ég hefði kannski freistast til að slökkva í með vatni hefði kviknað í þegar við gerum laufabrauðin, en nú veit ég hvernig á að gera þetta og vatn á fitu er algjörlega bannað,“ sagði Þórólfur. Eldur og brennisteinn Húsnæðismál Vinnumarkaður Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Þarf meira fjármagn og mannskap ef auka á eldvarnareftirlit Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg. 30. júní 2020 19:00 Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Reglur um starfsskyldu allra á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað voru uppfærðar á dögunum. 19. mars 2020 15:39 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Fleiri fréttir Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Sjá meira
Sex hafa látið lífið í fjórum eldsvoðum á þessu ári og hafa dauðsföll af völdum bruna ekki verið fleiri á einu ári undanfarinn áratug. Þá er brunavörnum ábótavant á tæplega helmingi heimila landsins. Tveimur eldvarnaátökum var ýtt úr vör í dag. Slökkvilið landsins hafa farið í tæplega 280 útköll á þessu ári og af þeim eru 90 með hæsta forgang. Þetta er mun meira en síðustu ár. Þá hafa 6 hafa látið lífið í 4 eldsvoðum á árinu en yfirleitt hafa dauðsföllin verið um eitt til tvö á ári. Orsakir um 620 eldsvoða frá 2018 ár eru margvíslegar má nefna að tíu eldsvoðar eru raktir til fikts barna, 30 til framkvæmda, 63 til íkveikju og í 140 tilfellum eru orsökin ókunn. Ertu eldklár? Hús og mannvirkjastofnun hóf landsátakið Eldklár í dag. „Í fyrsta lagi er þetta skelfilega ár þegar kemur að eldsvoðum að líða undir lok. Við skynjum mikinn óhug hjá almenningi og viljum koma inn, fræða og bregðast við þessari stöðu,“ segir Eyrún Viktorsdóttir forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Hús og mannvirkjastofnun á Sauðárkróki. Eyrún segir að átakið fara fram á öllu landinu. „Við verðum með myndbönd á heimasíðunni okkar , hms.is og bjóðum fólki að taka þátt í átakinu með því að skrá sig til leiks og svo fær viðkomandi gátlista og fer yfir hvað er í lagi og hvað ekki. Það sem þarf að vera til á öllum heimilum eru reykskynjarar í rýmum, eldvarnarteppi og handslökkvitæki. Þá þarf flóttaáætlun að vera klár, helst á tveimur stöðum,“ segir Eyrún.. Eldvarnarátak slökkviliðsmanna Eldvarnarbandalagið kynnti svo nýja Gallup könnun í gær þar sem fram kemur að fullnægjandi brunavarnir eru aðeins á tæpum helmingi heimila. Það er aðeins einn eða engin reykskynjari á ríflega fjórðungi heimila en mörg heimili eru með slökkvitæki. Þá eru eldvarnir lakastar í fjölbýli. Slökkviliðsmenn hófu líka eldvarnarátak í dag. Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni var kennt að nota handslökkvitæki þegar átakið hófst.Vísir/Sigurjón Eldvarnarátak slökkviliðsmanna hófst einnig í dag og í ár er sjónum beint af þriðju bekkingum grunnskóla og fjölskyldum þeirra. Þríeykið svokallaða fékk að spreyta sig á að slökkva eld í dag þegar átakið var kynnt. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði eftir að hafa spreytt sig á handslökkvitæki: „Ég hefði kannski freistast til að slökkva í með vatni hefði kviknað í þegar við gerum laufabrauðin, en nú veit ég hvernig á að gera þetta og vatn á fitu er algjörlega bannað,“ sagði Þórólfur.
Eldur og brennisteinn Húsnæðismál Vinnumarkaður Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Þarf meira fjármagn og mannskap ef auka á eldvarnareftirlit Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg. 30. júní 2020 19:00 Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Reglur um starfsskyldu allra á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað voru uppfærðar á dögunum. 19. mars 2020 15:39 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Fleiri fréttir Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Sjá meira
Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40
Þarf meira fjármagn og mannskap ef auka á eldvarnareftirlit Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg. 30. júní 2020 19:00
Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Reglur um starfsskyldu allra á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað voru uppfærðar á dögunum. 19. mars 2020 15:39