Eins og að saka starfsmann sem á inni laun um að stela frá vinnufélögunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2020 08:31 Sabine Leskopf er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður fjölmenningarráðs. Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. Sigurður Ingi segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. Reykjavíkurborg vill meina að að borgin hafi verið útilokuð á ólöglegan hátt frá því að fá ákveðin framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga undanfarin ár. Framlög sem snúi að rekstri grunnskóla og framlaga til nýbúafræðslu. Sigurður Ingi hefur sagst ekki vilja dvelja í fortíðinni en sé tilbúinn til viðræðna um fyrirkomulag jöfnunarsjóðs til framtíðar. Hann hafi rætt málin oftar en einu sinni við borgarstjóra og átti von á því að krafan, sem fyrst var lögð fram fyrir ári, yrði afturkölluð. Hún var hins vegar ítrekuð á dögunum. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, skrifaði pistil á Vísi í gær sem bar titilinn Reykjavík: 0 krónur. Sabine vísar til reglugerðar um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem segi: „Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg framlög til nýbúafræðslu á grunnskólastigi þar sem um slíka fræðslu er að ræða.“ Rökin fyrir þessari grein hafi aldrei komið fram og borgarlögmaður segir ekki lagastoð fyrir. Dómafordæmi séu í Hæstarétti um ólögmæti slíkra greina. „Þetta þýðir hins vegar að öll sveitarfélög landsins, líka þau þar sem fá börn eru og álagið er minna, fá 150.000 krónur fyrir hvert barn sem hefur ekki íslensku að móðurmáli. Barn af erlendum uppruna í Reykjavík fær 0 krónur. Skattgreiðendur Reykjavíkurborgar greiða sem sagt 11 milljarða af útsvari sínu inn í þennan sjóð til að borga m.a. stuðning fyrir börn af erlendum uppruna í öðrum sveitarfélögum en þurfa þar að auki að borga sjálfir fyrir nauðsynlegan kostnað við íslenskukennslu barna af erlendum uppruna.“ Sabine, sem er formaður fjölmenningaráðs borgarinnar, segist hafa bent borgarlögmanni á vandamálið og fagnar því að hann fylgi málinu eftir alla leið. „Íslenskukennsla barna af erlendum uppruna er góð fjárfesting og tryggir að hér verði íslenskumælandi samfélag þar sem öll börn fái að njóta sín til fulls og tækifæri að leggja sitt af mörkum.“ Hún segir ekki góða leið til að leysa málin að nota málaflokk þeirra barna sem þurfi mestan stuðning til að ala á spennu milli Reykjavíkurborgar og landsbyggðarinnar í pólítískum tilgangi. Vill ekki staldra við fortíðina „Þessi krafa mun núna fá úrvinnslu í réttarkerfinu en vonandi stendur ráðherrann við yfirlýsingu að vilja bæta úr þessu í framtíðinni.“ Sigurður Ingi ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði meðal annars tekjumöguleika Reykjavíkurborgar, með 1/3 íbúafjölda landsins, mun meiri en annarra sveitarfélaga. Vísaði hann meðal annars til fasteignagjalda sem væru hæst í borginni, mun hærri en til dæmis í Kópavogi og Hafnarfirði. Hann vill ekki staldra við fortíðina en tilbúinn til viðræðna um fyrirkomulag til framtíðar. Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. Sigurður Ingi segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. Reykjavíkurborg vill meina að að borgin hafi verið útilokuð á ólöglegan hátt frá því að fá ákveðin framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga undanfarin ár. Framlög sem snúi að rekstri grunnskóla og framlaga til nýbúafræðslu. Sigurður Ingi hefur sagst ekki vilja dvelja í fortíðinni en sé tilbúinn til viðræðna um fyrirkomulag jöfnunarsjóðs til framtíðar. Hann hafi rætt málin oftar en einu sinni við borgarstjóra og átti von á því að krafan, sem fyrst var lögð fram fyrir ári, yrði afturkölluð. Hún var hins vegar ítrekuð á dögunum. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, skrifaði pistil á Vísi í gær sem bar titilinn Reykjavík: 0 krónur. Sabine vísar til reglugerðar um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem segi: „Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg framlög til nýbúafræðslu á grunnskólastigi þar sem um slíka fræðslu er að ræða.“ Rökin fyrir þessari grein hafi aldrei komið fram og borgarlögmaður segir ekki lagastoð fyrir. Dómafordæmi séu í Hæstarétti um ólögmæti slíkra greina. „Þetta þýðir hins vegar að öll sveitarfélög landsins, líka þau þar sem fá börn eru og álagið er minna, fá 150.000 krónur fyrir hvert barn sem hefur ekki íslensku að móðurmáli. Barn af erlendum uppruna í Reykjavík fær 0 krónur. Skattgreiðendur Reykjavíkurborgar greiða sem sagt 11 milljarða af útsvari sínu inn í þennan sjóð til að borga m.a. stuðning fyrir börn af erlendum uppruna í öðrum sveitarfélögum en þurfa þar að auki að borga sjálfir fyrir nauðsynlegan kostnað við íslenskukennslu barna af erlendum uppruna.“ Sabine, sem er formaður fjölmenningaráðs borgarinnar, segist hafa bent borgarlögmanni á vandamálið og fagnar því að hann fylgi málinu eftir alla leið. „Íslenskukennsla barna af erlendum uppruna er góð fjárfesting og tryggir að hér verði íslenskumælandi samfélag þar sem öll börn fái að njóta sín til fulls og tækifæri að leggja sitt af mörkum.“ Hún segir ekki góða leið til að leysa málin að nota málaflokk þeirra barna sem þurfi mestan stuðning til að ala á spennu milli Reykjavíkurborgar og landsbyggðarinnar í pólítískum tilgangi. Vill ekki staldra við fortíðina „Þessi krafa mun núna fá úrvinnslu í réttarkerfinu en vonandi stendur ráðherrann við yfirlýsingu að vilja bæta úr þessu í framtíðinni.“ Sigurður Ingi ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði meðal annars tekjumöguleika Reykjavíkurborgar, með 1/3 íbúafjölda landsins, mun meiri en annarra sveitarfélaga. Vísaði hann meðal annars til fasteignagjalda sem væru hæst í borginni, mun hærri en til dæmis í Kópavogi og Hafnarfirði. Hann vill ekki staldra við fortíðina en tilbúinn til viðræðna um fyrirkomulag til framtíðar.
Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira