KR og Þróttur mættust í 8-liða úrslitum Kviss síðasta laugardag. Keppnin var geysispennandi og var ótrúleg dramatík undir lokin.
Í liði KR eru Ari Eldjárn og Hrefna Sætran en í liði Þróttar eru Sólrún Diego og Sóli Hólm.
KR hafði komist átta stigum yfir en Þróttur náði að vinna sig aftur inn í leikinn og fyrir lokaspurninguna var aðeins eins stigs munur á liðunum.
Það var því um hreina úrslitaspurningu að ræða og sæti í undanúrslitum í húfi. Spurt var um sælgæti og má sjá útkomuna í meðfylgjandi myndskeiði.
Um helgina mætast Afturelding og Valur í síðustu viðureigninni í 8-liða úrslitum.