Höfum Barnasáttmálann ætíð að leiðarljósi Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 20. nóvember 2020 10:00 Dagur mannréttinda barna er í dag. Mörg þeirra réttinda barna sem við teljum vera sjálfsögð í dag hafa síður en svo verið talin sjálfsögð í gegnum tíðina. Ef litið er til baka um eina öld, til ársins 1920, var veruleiki margra íslenskra barna gjörólíkur þeim veruleika sem börn þekkja í dag. Spænska veikin hafði nýlega gengið yfir og orðið mörgum að bana. Veiran hafði mikil áhrif á samfélagið þar sem engin mótefni voru fáanleg og réðst veiran helst á fólk á miðjum aldri svo mörg börn misstu foreldra sína. Með iðnbyltingunni sem var enn í uppsveiflu fluttu sífellt fleiri foreldrar með börn sín af fjölmennum sveitabæjum yfir á mölina og atvinnuþátttaka beggja foreldra jókst. Það vakti upp vangaveltur um hvað ætti eiginlega að gera við börnin sem höfðu ekki lengur einhvern fullorðinn sér við hlið. Skóladagurinn var styttri, færri námsgreinar kenndar og almenn þekking á mismunandi styrkleikum barna var mjög takmörkuð auk þess sem rannsóknir á uppeldis- og kennsluháttum voru lítt þekktar. Það voru því eflaust ekki margir sem voru sérstaklega að einblína á réttindi barna í samfélaginu og víða jafnvel enn stuðst við tilskipunina um húsagann þar sem m.a. kom fram að hýða mætti börn í refsiskyni með vendi eða hendi. Á sama tíma í Bretlandi var barnaskólakennari að nafni Eglantyne Jebb að horfa upp á þær skelfilegu afleiðingar sem fyrri heimstyrjöldin hafði í för með sér fyrir þýsk og austurísk börn. Hún stofnaði í kjölfarið samtökin Save the Children og skrifaði fyrstu drög að því sem við þekkjum í dag sem barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem var lögfestur hér á landi árið 2013. Samþykkt var á Alþingi árið 2016 að 20. nóvember ár hvert yrði tileinkaður fræðslu um mannréttindi barna, en sá dagur er afmælisdagur Barnasáttmálans og Alþjóðadagur barna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi sjá um framkvæmd dagsins í samstarfi við innanríkisráðuneytið og mennta- og menningamálaráðuneytið. Barnaheill senda reglulega bréf til allra skóla til að minna á þennan dag og hafa komið fram með ýmsar hugmyndir sem hægt er að nota í fræðslu um mannréttindi barna. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á að hvetja nemendur til að skrifa smásögur og/eða teikna myndir af upplifun sinni af Covid-19. Börn hafa ekki verið undanþegin því að hafa upplifað þá óvissu og röskun sem hefur fylgt þessari heilbrigðisógn sem hefur geisað um allan heim á þessu ári. Skólastjórnendur, kennarar og annað starfsfólk skóla og frístundastarfs hafa með starfi sínu í samvinnu við foreldra unnið mikið þrekvirki að sjá til þess að líf barnanna hefur náð að halda eins miklum stöðugleika og kostur er á. Hluti af því að efla þekkingu á réttindum barna er að hafa gott aðgengi að fræðsluefni um Barnasáttmálann. Í dag munu forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra opna nýjan vef um Barnasáttmálann á slóðinni barnasattmali.is. Um er að ræða samstarfsverkefni Barnaheilla, umboðsmanns barna og Unicef við Menntamálastofnun. Á vefnum er að finna fjölda verkefna sem börn geta leyst, fróðleikur um Barnasáttmálann á litríkan og skemmtilegan máta og er vefurinn einnig á ensku og pólsku auk þess sem allar greinar sáttmálans eru táknmálstúlkaðar. Þá er að finna ýmsar upplýsingar fyrir börn, foreldra og fagfólk á vefnum. Það er óhætt að fullyrða að hugað er vel að réttindum barna í íslensku samfélagi í dag en samt sem áður er mikilvægt fyrir okkur að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist og vera vakandi yfir þeim áskorunum sem kunna að bíða barna og ungmenna síðar meir í síbreytilegu samfélagi. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Réttindi barna Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Dagur mannréttinda barna er í dag. Mörg þeirra réttinda barna sem við teljum vera sjálfsögð í dag hafa síður en svo verið talin sjálfsögð í gegnum tíðina. Ef litið er til baka um eina öld, til ársins 1920, var veruleiki margra íslenskra barna gjörólíkur þeim veruleika sem börn þekkja í dag. Spænska veikin hafði nýlega gengið yfir og orðið mörgum að bana. Veiran hafði mikil áhrif á samfélagið þar sem engin mótefni voru fáanleg og réðst veiran helst á fólk á miðjum aldri svo mörg börn misstu foreldra sína. Með iðnbyltingunni sem var enn í uppsveiflu fluttu sífellt fleiri foreldrar með börn sín af fjölmennum sveitabæjum yfir á mölina og atvinnuþátttaka beggja foreldra jókst. Það vakti upp vangaveltur um hvað ætti eiginlega að gera við börnin sem höfðu ekki lengur einhvern fullorðinn sér við hlið. Skóladagurinn var styttri, færri námsgreinar kenndar og almenn þekking á mismunandi styrkleikum barna var mjög takmörkuð auk þess sem rannsóknir á uppeldis- og kennsluháttum voru lítt þekktar. Það voru því eflaust ekki margir sem voru sérstaklega að einblína á réttindi barna í samfélaginu og víða jafnvel enn stuðst við tilskipunina um húsagann þar sem m.a. kom fram að hýða mætti börn í refsiskyni með vendi eða hendi. Á sama tíma í Bretlandi var barnaskólakennari að nafni Eglantyne Jebb að horfa upp á þær skelfilegu afleiðingar sem fyrri heimstyrjöldin hafði í för með sér fyrir þýsk og austurísk börn. Hún stofnaði í kjölfarið samtökin Save the Children og skrifaði fyrstu drög að því sem við þekkjum í dag sem barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem var lögfestur hér á landi árið 2013. Samþykkt var á Alþingi árið 2016 að 20. nóvember ár hvert yrði tileinkaður fræðslu um mannréttindi barna, en sá dagur er afmælisdagur Barnasáttmálans og Alþjóðadagur barna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi sjá um framkvæmd dagsins í samstarfi við innanríkisráðuneytið og mennta- og menningamálaráðuneytið. Barnaheill senda reglulega bréf til allra skóla til að minna á þennan dag og hafa komið fram með ýmsar hugmyndir sem hægt er að nota í fræðslu um mannréttindi barna. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á að hvetja nemendur til að skrifa smásögur og/eða teikna myndir af upplifun sinni af Covid-19. Börn hafa ekki verið undanþegin því að hafa upplifað þá óvissu og röskun sem hefur fylgt þessari heilbrigðisógn sem hefur geisað um allan heim á þessu ári. Skólastjórnendur, kennarar og annað starfsfólk skóla og frístundastarfs hafa með starfi sínu í samvinnu við foreldra unnið mikið þrekvirki að sjá til þess að líf barnanna hefur náð að halda eins miklum stöðugleika og kostur er á. Hluti af því að efla þekkingu á réttindum barna er að hafa gott aðgengi að fræðsluefni um Barnasáttmálann. Í dag munu forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra opna nýjan vef um Barnasáttmálann á slóðinni barnasattmali.is. Um er að ræða samstarfsverkefni Barnaheilla, umboðsmanns barna og Unicef við Menntamálastofnun. Á vefnum er að finna fjölda verkefna sem börn geta leyst, fróðleikur um Barnasáttmálann á litríkan og skemmtilegan máta og er vefurinn einnig á ensku og pólsku auk þess sem allar greinar sáttmálans eru táknmálstúlkaðar. Þá er að finna ýmsar upplýsingar fyrir börn, foreldra og fagfólk á vefnum. Það er óhætt að fullyrða að hugað er vel að réttindum barna í íslensku samfélagi í dag en samt sem áður er mikilvægt fyrir okkur að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist og vera vakandi yfir þeim áskorunum sem kunna að bíða barna og ungmenna síðar meir í síbreytilegu samfélagi. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun