Höfum Barnasáttmálann ætíð að leiðarljósi Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 20. nóvember 2020 10:00 Dagur mannréttinda barna er í dag. Mörg þeirra réttinda barna sem við teljum vera sjálfsögð í dag hafa síður en svo verið talin sjálfsögð í gegnum tíðina. Ef litið er til baka um eina öld, til ársins 1920, var veruleiki margra íslenskra barna gjörólíkur þeim veruleika sem börn þekkja í dag. Spænska veikin hafði nýlega gengið yfir og orðið mörgum að bana. Veiran hafði mikil áhrif á samfélagið þar sem engin mótefni voru fáanleg og réðst veiran helst á fólk á miðjum aldri svo mörg börn misstu foreldra sína. Með iðnbyltingunni sem var enn í uppsveiflu fluttu sífellt fleiri foreldrar með börn sín af fjölmennum sveitabæjum yfir á mölina og atvinnuþátttaka beggja foreldra jókst. Það vakti upp vangaveltur um hvað ætti eiginlega að gera við börnin sem höfðu ekki lengur einhvern fullorðinn sér við hlið. Skóladagurinn var styttri, færri námsgreinar kenndar og almenn þekking á mismunandi styrkleikum barna var mjög takmörkuð auk þess sem rannsóknir á uppeldis- og kennsluháttum voru lítt þekktar. Það voru því eflaust ekki margir sem voru sérstaklega að einblína á réttindi barna í samfélaginu og víða jafnvel enn stuðst við tilskipunina um húsagann þar sem m.a. kom fram að hýða mætti börn í refsiskyni með vendi eða hendi. Á sama tíma í Bretlandi var barnaskólakennari að nafni Eglantyne Jebb að horfa upp á þær skelfilegu afleiðingar sem fyrri heimstyrjöldin hafði í för með sér fyrir þýsk og austurísk börn. Hún stofnaði í kjölfarið samtökin Save the Children og skrifaði fyrstu drög að því sem við þekkjum í dag sem barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem var lögfestur hér á landi árið 2013. Samþykkt var á Alþingi árið 2016 að 20. nóvember ár hvert yrði tileinkaður fræðslu um mannréttindi barna, en sá dagur er afmælisdagur Barnasáttmálans og Alþjóðadagur barna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi sjá um framkvæmd dagsins í samstarfi við innanríkisráðuneytið og mennta- og menningamálaráðuneytið. Barnaheill senda reglulega bréf til allra skóla til að minna á þennan dag og hafa komið fram með ýmsar hugmyndir sem hægt er að nota í fræðslu um mannréttindi barna. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á að hvetja nemendur til að skrifa smásögur og/eða teikna myndir af upplifun sinni af Covid-19. Börn hafa ekki verið undanþegin því að hafa upplifað þá óvissu og röskun sem hefur fylgt þessari heilbrigðisógn sem hefur geisað um allan heim á þessu ári. Skólastjórnendur, kennarar og annað starfsfólk skóla og frístundastarfs hafa með starfi sínu í samvinnu við foreldra unnið mikið þrekvirki að sjá til þess að líf barnanna hefur náð að halda eins miklum stöðugleika og kostur er á. Hluti af því að efla þekkingu á réttindum barna er að hafa gott aðgengi að fræðsluefni um Barnasáttmálann. Í dag munu forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra opna nýjan vef um Barnasáttmálann á slóðinni barnasattmali.is. Um er að ræða samstarfsverkefni Barnaheilla, umboðsmanns barna og Unicef við Menntamálastofnun. Á vefnum er að finna fjölda verkefna sem börn geta leyst, fróðleikur um Barnasáttmálann á litríkan og skemmtilegan máta og er vefurinn einnig á ensku og pólsku auk þess sem allar greinar sáttmálans eru táknmálstúlkaðar. Þá er að finna ýmsar upplýsingar fyrir börn, foreldra og fagfólk á vefnum. Það er óhætt að fullyrða að hugað er vel að réttindum barna í íslensku samfélagi í dag en samt sem áður er mikilvægt fyrir okkur að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist og vera vakandi yfir þeim áskorunum sem kunna að bíða barna og ungmenna síðar meir í síbreytilegu samfélagi. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Réttindi barna Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Dagur mannréttinda barna er í dag. Mörg þeirra réttinda barna sem við teljum vera sjálfsögð í dag hafa síður en svo verið talin sjálfsögð í gegnum tíðina. Ef litið er til baka um eina öld, til ársins 1920, var veruleiki margra íslenskra barna gjörólíkur þeim veruleika sem börn þekkja í dag. Spænska veikin hafði nýlega gengið yfir og orðið mörgum að bana. Veiran hafði mikil áhrif á samfélagið þar sem engin mótefni voru fáanleg og réðst veiran helst á fólk á miðjum aldri svo mörg börn misstu foreldra sína. Með iðnbyltingunni sem var enn í uppsveiflu fluttu sífellt fleiri foreldrar með börn sín af fjölmennum sveitabæjum yfir á mölina og atvinnuþátttaka beggja foreldra jókst. Það vakti upp vangaveltur um hvað ætti eiginlega að gera við börnin sem höfðu ekki lengur einhvern fullorðinn sér við hlið. Skóladagurinn var styttri, færri námsgreinar kenndar og almenn þekking á mismunandi styrkleikum barna var mjög takmörkuð auk þess sem rannsóknir á uppeldis- og kennsluháttum voru lítt þekktar. Það voru því eflaust ekki margir sem voru sérstaklega að einblína á réttindi barna í samfélaginu og víða jafnvel enn stuðst við tilskipunina um húsagann þar sem m.a. kom fram að hýða mætti börn í refsiskyni með vendi eða hendi. Á sama tíma í Bretlandi var barnaskólakennari að nafni Eglantyne Jebb að horfa upp á þær skelfilegu afleiðingar sem fyrri heimstyrjöldin hafði í för með sér fyrir þýsk og austurísk börn. Hún stofnaði í kjölfarið samtökin Save the Children og skrifaði fyrstu drög að því sem við þekkjum í dag sem barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem var lögfestur hér á landi árið 2013. Samþykkt var á Alþingi árið 2016 að 20. nóvember ár hvert yrði tileinkaður fræðslu um mannréttindi barna, en sá dagur er afmælisdagur Barnasáttmálans og Alþjóðadagur barna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi sjá um framkvæmd dagsins í samstarfi við innanríkisráðuneytið og mennta- og menningamálaráðuneytið. Barnaheill senda reglulega bréf til allra skóla til að minna á þennan dag og hafa komið fram með ýmsar hugmyndir sem hægt er að nota í fræðslu um mannréttindi barna. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á að hvetja nemendur til að skrifa smásögur og/eða teikna myndir af upplifun sinni af Covid-19. Börn hafa ekki verið undanþegin því að hafa upplifað þá óvissu og röskun sem hefur fylgt þessari heilbrigðisógn sem hefur geisað um allan heim á þessu ári. Skólastjórnendur, kennarar og annað starfsfólk skóla og frístundastarfs hafa með starfi sínu í samvinnu við foreldra unnið mikið þrekvirki að sjá til þess að líf barnanna hefur náð að halda eins miklum stöðugleika og kostur er á. Hluti af því að efla þekkingu á réttindum barna er að hafa gott aðgengi að fræðsluefni um Barnasáttmálann. Í dag munu forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra opna nýjan vef um Barnasáttmálann á slóðinni barnasattmali.is. Um er að ræða samstarfsverkefni Barnaheilla, umboðsmanns barna og Unicef við Menntamálastofnun. Á vefnum er að finna fjölda verkefna sem börn geta leyst, fróðleikur um Barnasáttmálann á litríkan og skemmtilegan máta og er vefurinn einnig á ensku og pólsku auk þess sem allar greinar sáttmálans eru táknmálstúlkaðar. Þá er að finna ýmsar upplýsingar fyrir börn, foreldra og fagfólk á vefnum. Það er óhætt að fullyrða að hugað er vel að réttindum barna í íslensku samfélagi í dag en samt sem áður er mikilvægt fyrir okkur að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist og vera vakandi yfir þeim áskorunum sem kunna að bíða barna og ungmenna síðar meir í síbreytilegu samfélagi. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar