Hvað svo? Albertína Friðbjörg Elíasdóttir skrifar 20. nóvember 2020 14:00 Það vakti líklega gleði flestra þegar nýverið bárust fréttir af því að bóluefni sem virðast hafa góða virkni eru að ljúka prófunum og gætu verið komin í dreifingu í byrjun næsta árs. En hvað svo? Þrátt fyrir góðan árangur á Íslandi í sóttvörnum þá er staðan sú að það sem af er ári hafa 26 Íslendingar látist og þegar þetta er skrifað hafa 5.251 Íslendingar fengið Covid-19 og enn eiga einhverjir, vonandi sem fæstir þó, eftir að bætast í hópinn. Þó við munum vonandi bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á næsta ári þá þurfum við að takast á við afleiðingar faraldursins, sem birtist bæði í einstaklingum sem eru að kljást við langtímaáhrif Covid-19 en einnig í auknum fjölda einstaklinga sem býr við langvarandi atvinnuleysi og erfiðleikum tengdum því. Þetta er eitthvað sem er fyrirsjáanlegt og það er eitthvað sem við þurfum að búa heilbrigðiskerfið okkar undir. Breska heilbrigðisþjónustan (NHS) tilkynnti nýverið að settar hafi verið 10 milljónir punda til að koma á fót 40 móttökum í Bretlandi fyrir sjúklinga sem eru að kljást við langtímaáhrif Covid-19. Í þessum móttökum munu starfa ólíkir sérfræðingar á heilbrigðissviði til að styðja við þessa einstaklinga og greina og meðhöndla þessi langtíma einkenni. Samhliða þessu hefur NHS sett á fót vinnuhóp sem samanstendur af fulltrúum sjúklinga, góðgerðarstofnana, rannsakenda og heilbrigðisstarfsfólks. Hlutverk þessa hóps er að aðstoða NHS við að skipuleggja stoðþjónustu við Covid-19 sjúklinga, og búa til upplýsingaefni fyrir almenning og heilbrigðisstarfsfólk til að auka skilning á langtímaáhrifum sjúkdómsins. Miðað við stöðuna hér á Íslandi í dag er ljóst að fleiri hundruð Íslendinga sem hafa fengið Covid-19 gætu þurft að stríða lengi við afleiðingar sjúkdómsins. Afleiðingar sem lýsa sér meðal annars í skemmdum á líffærum, síþreytu, heilaþoku, og sársauka. Þannig búa þessir einstaklingar margir við skert lífsgæði og gætu í einhverjum tilfellum endað í örorku en afleiðingarnar virðast vera mjög einstaklingsbundnar og því mikilvægt að fylgjast vel með hverjum og einum. Þetta er fyrirsjáanleg staða og þó við séum enn í miðjum storminum þurfum við að byrja að undirbúa okkur fyrir framhaldið. Það væri best gert með því að halda vel utan um þá einstaklinga sem hafa fengið Covid-19 og búa til skýra ferla fyrir þá sem eru að kljást við langtímaafleiðingar sjúkdómsins. Ef við lítum til þess sem verið er að gera í Bretlandi væri til dæmis hægt að fara þá leið að koma á fót Covid-19 teymi innan hvers heilbrigðisumdæmis þar sem væru til að mynda læknir, hjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálfari, félagsráðgjafi og sálfræðingur sem gætu metið meðferðarþörf og myndu tryggja að hverjum sjúklingi væri fylgt eftir innan heilbrigðiskerfisins í samræmi við þörf hvers og eins. Eins gætu endurhæfingarstöðvarnar gengt samræmingarhlutverki. Þess fyrir utan er ljóst að við þurfum að efla þau endurhæfingarúrræði sem við eigum, eins og til dæmis á Reykjalundi og Kristnesi og í Hveragerði þannig að þeir einstaklingar sem þurfa á endurhæfingu að halda endi ekki á að þurfa að bíða í lengri tíma eftir að komast í endurhæfingu enda er það mun dýrara fyrir samfélagið þegar uppi er staðið. Þess má geta að ekki er gert ráð fyrir aukningu í endurhæfingu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta er eitthvað sem þarf að gerast núna og skora ég á ríkisstjórnina að koma sem fyrst á fót úrræðum fyrir þá fjölmörgu Íslendinga sem eru að kljást við langtímaafleiðingar Covid-19 og sömuleiðis tryggja þá fjármuni sem þarf til. Við megum ekki bregðast. Höfundur er þingkona Samfylkingarinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Sjá meira
Það vakti líklega gleði flestra þegar nýverið bárust fréttir af því að bóluefni sem virðast hafa góða virkni eru að ljúka prófunum og gætu verið komin í dreifingu í byrjun næsta árs. En hvað svo? Þrátt fyrir góðan árangur á Íslandi í sóttvörnum þá er staðan sú að það sem af er ári hafa 26 Íslendingar látist og þegar þetta er skrifað hafa 5.251 Íslendingar fengið Covid-19 og enn eiga einhverjir, vonandi sem fæstir þó, eftir að bætast í hópinn. Þó við munum vonandi bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á næsta ári þá þurfum við að takast á við afleiðingar faraldursins, sem birtist bæði í einstaklingum sem eru að kljást við langtímaáhrif Covid-19 en einnig í auknum fjölda einstaklinga sem býr við langvarandi atvinnuleysi og erfiðleikum tengdum því. Þetta er eitthvað sem er fyrirsjáanlegt og það er eitthvað sem við þurfum að búa heilbrigðiskerfið okkar undir. Breska heilbrigðisþjónustan (NHS) tilkynnti nýverið að settar hafi verið 10 milljónir punda til að koma á fót 40 móttökum í Bretlandi fyrir sjúklinga sem eru að kljást við langtímaáhrif Covid-19. Í þessum móttökum munu starfa ólíkir sérfræðingar á heilbrigðissviði til að styðja við þessa einstaklinga og greina og meðhöndla þessi langtíma einkenni. Samhliða þessu hefur NHS sett á fót vinnuhóp sem samanstendur af fulltrúum sjúklinga, góðgerðarstofnana, rannsakenda og heilbrigðisstarfsfólks. Hlutverk þessa hóps er að aðstoða NHS við að skipuleggja stoðþjónustu við Covid-19 sjúklinga, og búa til upplýsingaefni fyrir almenning og heilbrigðisstarfsfólk til að auka skilning á langtímaáhrifum sjúkdómsins. Miðað við stöðuna hér á Íslandi í dag er ljóst að fleiri hundruð Íslendinga sem hafa fengið Covid-19 gætu þurft að stríða lengi við afleiðingar sjúkdómsins. Afleiðingar sem lýsa sér meðal annars í skemmdum á líffærum, síþreytu, heilaþoku, og sársauka. Þannig búa þessir einstaklingar margir við skert lífsgæði og gætu í einhverjum tilfellum endað í örorku en afleiðingarnar virðast vera mjög einstaklingsbundnar og því mikilvægt að fylgjast vel með hverjum og einum. Þetta er fyrirsjáanleg staða og þó við séum enn í miðjum storminum þurfum við að byrja að undirbúa okkur fyrir framhaldið. Það væri best gert með því að halda vel utan um þá einstaklinga sem hafa fengið Covid-19 og búa til skýra ferla fyrir þá sem eru að kljást við langtímaafleiðingar sjúkdómsins. Ef við lítum til þess sem verið er að gera í Bretlandi væri til dæmis hægt að fara þá leið að koma á fót Covid-19 teymi innan hvers heilbrigðisumdæmis þar sem væru til að mynda læknir, hjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálfari, félagsráðgjafi og sálfræðingur sem gætu metið meðferðarþörf og myndu tryggja að hverjum sjúklingi væri fylgt eftir innan heilbrigðiskerfisins í samræmi við þörf hvers og eins. Eins gætu endurhæfingarstöðvarnar gengt samræmingarhlutverki. Þess fyrir utan er ljóst að við þurfum að efla þau endurhæfingarúrræði sem við eigum, eins og til dæmis á Reykjalundi og Kristnesi og í Hveragerði þannig að þeir einstaklingar sem þurfa á endurhæfingu að halda endi ekki á að þurfa að bíða í lengri tíma eftir að komast í endurhæfingu enda er það mun dýrara fyrir samfélagið þegar uppi er staðið. Þess má geta að ekki er gert ráð fyrir aukningu í endurhæfingu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta er eitthvað sem þarf að gerast núna og skora ég á ríkisstjórnina að koma sem fyrst á fót úrræðum fyrir þá fjölmörgu Íslendinga sem eru að kljást við langtímaafleiðingar Covid-19 og sömuleiðis tryggja þá fjármuni sem þarf til. Við megum ekki bregðast. Höfundur er þingkona Samfylkingarinar.
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun