Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Kristján Már Unnarsson skrifar 21. nóvember 2020 22:34 Sævar Pálsson, einn af eigendum Hótels Flókalundar í Vatnsfirði. Egill Aðalsteinsson Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það vakti athygli okkar á ferð um Vestfirði á dögunum að á hlaðinu við Hótel Flókalund var ys og þys en hótelinu hefur venjulega verið lokað um eða eftir miðjan september. Sævar Pálsson og eiginkona hans, ásamt öðrum hjónum, eiga hótelið. „Já, við höfum yfirleitt lokað í kringum 20. september. En svo í byrjun október, þá opnuðum við aftur fyrir verktaka, sem eru að byrja hérna á Dynjandisheiðinni,“ segir Sævar og jánkar því að þar hafi hlaupið á snærið hjá þeim. Vinnubílar Íslenskra aðalverktaka á hlaðinu við Hótel Flókalund.Egill Aðalsteinsson Íslenskir aðalverktakar ákváðu að leigja hluta hótelsins undir vinnuflokk sinn á Dynjandisheiði í stað þess að reisa vinnubúðir. -Svo gistið þið bara á hóteli? „Já, það er Flókalundur. Það fer bara vel um okkur þar,“ svarar Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV. -Og heitur pottur í fjörunni? „Já.“ -Ekkert covid sem stoppar það? „Nei,“ svarar Pétur. Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Aðalvinnusvæðið er aðeins tvo kílómetra frá Flókalundi.Egill Aðalsteinsson „Við erum búin að eiga þetta í tuttugu ár og við höfum aldrei verið með heilsársrekstur áður. Og það var aldrei áður en við eignuðust það, heilsársrekstur hérna,“ segir Sævar. -Er þetta þá eingöngu fyrir verktakana? „Já, við erum náttúrlega fyrst og fremst fyrir verktakana hérna núna. En við vísum engum á dyr.“ Miklar vegarbætur eru framundan á Vestfjörðum. En gætu þær leitt til þess að Flókalundur verði heilsárshótel í framtíðinni? „Ég á von á því, já, að það verði. En það eru einhver ár í það. En ég á von á því að það verði í framtíðinni,“ svarar Sævar Pálsson, einn af eigendum Hótels Flókalundar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Flókalundur byrjaði sem veitingaskáli árið 1961 en árið 1966 var byrjað að leigja þar út gistiherbergi. Sumarið 2014 var fjallað um Hótel Flókalund, vestfirska vegi og heita pottinn í fjörunni í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Vesturbyggð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það vakti athygli okkar á ferð um Vestfirði á dögunum að á hlaðinu við Hótel Flókalund var ys og þys en hótelinu hefur venjulega verið lokað um eða eftir miðjan september. Sævar Pálsson og eiginkona hans, ásamt öðrum hjónum, eiga hótelið. „Já, við höfum yfirleitt lokað í kringum 20. september. En svo í byrjun október, þá opnuðum við aftur fyrir verktaka, sem eru að byrja hérna á Dynjandisheiðinni,“ segir Sævar og jánkar því að þar hafi hlaupið á snærið hjá þeim. Vinnubílar Íslenskra aðalverktaka á hlaðinu við Hótel Flókalund.Egill Aðalsteinsson Íslenskir aðalverktakar ákváðu að leigja hluta hótelsins undir vinnuflokk sinn á Dynjandisheiði í stað þess að reisa vinnubúðir. -Svo gistið þið bara á hóteli? „Já, það er Flókalundur. Það fer bara vel um okkur þar,“ svarar Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV. -Og heitur pottur í fjörunni? „Já.“ -Ekkert covid sem stoppar það? „Nei,“ svarar Pétur. Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Aðalvinnusvæðið er aðeins tvo kílómetra frá Flókalundi.Egill Aðalsteinsson „Við erum búin að eiga þetta í tuttugu ár og við höfum aldrei verið með heilsársrekstur áður. Og það var aldrei áður en við eignuðust það, heilsársrekstur hérna,“ segir Sævar. -Er þetta þá eingöngu fyrir verktakana? „Já, við erum náttúrlega fyrst og fremst fyrir verktakana hérna núna. En við vísum engum á dyr.“ Miklar vegarbætur eru framundan á Vestfjörðum. En gætu þær leitt til þess að Flókalundur verði heilsárshótel í framtíðinni? „Ég á von á því, já, að það verði. En það eru einhver ár í það. En ég á von á því að það verði í framtíðinni,“ svarar Sævar Pálsson, einn af eigendum Hótels Flókalundar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Flókalundur byrjaði sem veitingaskáli árið 1961 en árið 1966 var byrjað að leigja þar út gistiherbergi. Sumarið 2014 var fjallað um Hótel Flókalund, vestfirska vegi og heita pottinn í fjörunni í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Vesturbyggð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08
Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00
Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32