LeBron James tapar 54 milljónum á hverjum leik sem frestað hjá liðinu út af COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2020 13:00 LeBron James missir af hundruðum milljóna íslenskra króna verði NBA tímabilinu aflýst. Getty/AAron Ontiveroz Leikmannasamtök NBA deildarinnar hafa sent leikmönnum sínum bréf þar sem útskýrt er hversu miklum hluta launa sinna þeir tapa vegna þess að NBA deildinni var frestað. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, talaði fyrst um 30 daga hlé á NBA deildinni en það lítur út fyrir að það verði að minnsta kosti tveir mánuðir. Ástandið er ekki gott í Bandaríkjunum og er eflaust ekki að fara að batna í bráð. Það tapa allir miklum peningum á frestun NBA leikjanna, félögin sjálf missa af miklum tekjum og hvað þá fólkið sem vinnur í íþróttahúsunum og í kringum leikina. NBA leikmennirnir sjálfir eru flestir að rosalegum launum en þau eru ekki alveg gulltryggð. Það er nefnilega hamfara klásúla í samningunum. NBPA sends memo to NBA players explaining 'doomsday provision' that would impact salaries https://t.co/VPjVr9EVUI pic.twitter.com/Wz3D8vbASr— Sporting News NBA (@sn_nba) March 14, 2020 Það er heimsfaraldurs ákvæði í samningi NBA deildarinnar við leikmannasamtökin og hún frýjar eigendur frá því að borga leikmönnum hluta launa þeirra. Það er því öruggt að leikmenn tapa líka miklum peningum á þessari frestun deildarinnar. NBA eigendurnir þurfa reynda að virkja þetta ákvæði og tefla þá á tvær hættur með að reita leikmenn sína til reiði sem gæti síðan haft áhrif á næstu samninga. En hversu miklum peningi gætu leikmenn verið að missa af. Ric Bucher hjá Bleacher Report hefur aflað sér upplýsinga um þetta mál. Samkvæmt heimildum hans þá missa leikmenn 1,08 prósent af launum sínum við hvern leik sem fellur niður vegna svona hamfara. Ef við uppfærum þetta á launin hjá LeBron James þá myndi hann missa 404 þúsund Bandaríkjadala í hverjum leik en það gera 54 milljónir íslenskra króna. LeBron James er með 37,4 milljónir Bandaríkjadala í laun á þessu tímabili eða fimm milljarða íslenskra króna. LeBron James hefur verið lengi á ofurlaunum og þarf ekki að hafa miklar áhyggjur en þetta gæti haft meiri áhrif á aðra leikmenn sem hafa mun lægri laun. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Leikmannasamtök NBA deildarinnar hafa sent leikmönnum sínum bréf þar sem útskýrt er hversu miklum hluta launa sinna þeir tapa vegna þess að NBA deildinni var frestað. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, talaði fyrst um 30 daga hlé á NBA deildinni en það lítur út fyrir að það verði að minnsta kosti tveir mánuðir. Ástandið er ekki gott í Bandaríkjunum og er eflaust ekki að fara að batna í bráð. Það tapa allir miklum peningum á frestun NBA leikjanna, félögin sjálf missa af miklum tekjum og hvað þá fólkið sem vinnur í íþróttahúsunum og í kringum leikina. NBA leikmennirnir sjálfir eru flestir að rosalegum launum en þau eru ekki alveg gulltryggð. Það er nefnilega hamfara klásúla í samningunum. NBPA sends memo to NBA players explaining 'doomsday provision' that would impact salaries https://t.co/VPjVr9EVUI pic.twitter.com/Wz3D8vbASr— Sporting News NBA (@sn_nba) March 14, 2020 Það er heimsfaraldurs ákvæði í samningi NBA deildarinnar við leikmannasamtökin og hún frýjar eigendur frá því að borga leikmönnum hluta launa þeirra. Það er því öruggt að leikmenn tapa líka miklum peningum á þessari frestun deildarinnar. NBA eigendurnir þurfa reynda að virkja þetta ákvæði og tefla þá á tvær hættur með að reita leikmenn sína til reiði sem gæti síðan haft áhrif á næstu samninga. En hversu miklum peningi gætu leikmenn verið að missa af. Ric Bucher hjá Bleacher Report hefur aflað sér upplýsinga um þetta mál. Samkvæmt heimildum hans þá missa leikmenn 1,08 prósent af launum sínum við hvern leik sem fellur niður vegna svona hamfara. Ef við uppfærum þetta á launin hjá LeBron James þá myndi hann missa 404 þúsund Bandaríkjadala í hverjum leik en það gera 54 milljónir íslenskra króna. LeBron James er með 37,4 milljónir Bandaríkjadala í laun á þessu tímabili eða fimm milljarða íslenskra króna. LeBron James hefur verið lengi á ofurlaunum og þarf ekki að hafa miklar áhyggjur en þetta gæti haft meiri áhrif á aðra leikmenn sem hafa mun lægri laun.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti