Freyr vildi ekki yfirgefa landsliðið fyrir dönsku meistarana Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2020 12:00 Freyr Alexandersson einbeittur á svip á hliðarlínunni á leik gegn Belgíu í Brussel í september. Getty/Soccrates Knattspyrnufélagið Midtjylland, sem er ríkjandi Danmerkurmeistari og leikur í Meistaradeild Evrópu, falaðist eftir starfskröftum Freys Alexanderssonar snemma á þessu ári. Hann neyddist til að hafna félaginu, að sinni. Freyr var á þessum tíma aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands. Sjö ára starfi hans fyrir Knattspyrnusamband Íslands lauk hins vegar, að óbreyttu, í síðustu viku og Freyr er fluttur til Katar þar sem hann er að ganga frá samningi um að verða aðstoðarþjálfari Al Arabi. Freyr viðurkennir að það hafi hins vegar verið mjög freistandi að gerast aðstoðarþjálfari hjá Midtjylland, eins og honum stóð til boða, en það hefði meðal annars þýtt að hann væri mættur til Amsterdam vegna leiksins við Ajax í Meistaradeild Evrópu á morgun. Þá hefði hann einnig þurft að hjálpa liði sínu að undirbúa leikina við Liverpool í sömu keppni. „Hafði það ekki í mér“ „Þetta var í byrjun árs. Ég fór þá í viðræður við þá [forráðamenn Midtjylland] og fannst þetta ofboðslega spennandi. Mjög áhugavert „project“. En á þeim tímapunkti vorum við að fara með landsliðinu í umspil í mars,“ sagði Freyr við Vísi. Umspilinu var á endanum frestað, vegna kórónuveirufaraldursins, sem og lokakeppni EM, og ekki gekk upp að Freyr héldi áfram sem aðstoðarþjálfari landsliðsins á sama tíma og hann ynni hjá Midtjylland. Freyr Alexandersson var nánasti aðstoðarmaður Eriks Hamrén í þau rúmu tvö ár sem hann stýrði landsliðinu.VÍSIR/VILHELM „Hvorugur aðilinn, hvorki Midtjylland né KSÍ, hafði áhuga á því að ég myndi sinna hvoru tveggja. Þar af leiðandi þurfti ég að velja á milli. Ég gat ekki farið út úr landsliðsdjobbinu á þeim tíma. Ég hafði það ekki í mér. Við þurftum því að loka þeim viðræðum á þeim tímapunkti. Þeir hjá Midtjylland skildu það og við erum búnir að vera í góðu sambandi síðan. Það er frábært að sjá hvernig þeim hefur gengið, og þar er geggjað starf unnið. Þetta hefði verið frábærlega skemmtilegt verkefni en það kemur síðar,“ segir Freyr. Klippa: Freyr um starfstilboðið frá Midtjylland EM 2020 í fótbolta Danski boltinn Tengdar fréttir „Hef saknað þess oft á þessum landsliðsárum“ Freyr Alexandersson snýr nú aftur í þjálfun hjá félagsliði eftir þjálfun landsliða síðustu ár, á framandi slóðum í Katar. Hann vonast til að fjölskylda sín geti flutt sem fyrst út – að minnsta kosti fyrir jól. 23. nóvember 2020 19:00 Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað. 23. nóvember 2020 16:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Knattspyrnufélagið Midtjylland, sem er ríkjandi Danmerkurmeistari og leikur í Meistaradeild Evrópu, falaðist eftir starfskröftum Freys Alexanderssonar snemma á þessu ári. Hann neyddist til að hafna félaginu, að sinni. Freyr var á þessum tíma aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands. Sjö ára starfi hans fyrir Knattspyrnusamband Íslands lauk hins vegar, að óbreyttu, í síðustu viku og Freyr er fluttur til Katar þar sem hann er að ganga frá samningi um að verða aðstoðarþjálfari Al Arabi. Freyr viðurkennir að það hafi hins vegar verið mjög freistandi að gerast aðstoðarþjálfari hjá Midtjylland, eins og honum stóð til boða, en það hefði meðal annars þýtt að hann væri mættur til Amsterdam vegna leiksins við Ajax í Meistaradeild Evrópu á morgun. Þá hefði hann einnig þurft að hjálpa liði sínu að undirbúa leikina við Liverpool í sömu keppni. „Hafði það ekki í mér“ „Þetta var í byrjun árs. Ég fór þá í viðræður við þá [forráðamenn Midtjylland] og fannst þetta ofboðslega spennandi. Mjög áhugavert „project“. En á þeim tímapunkti vorum við að fara með landsliðinu í umspil í mars,“ sagði Freyr við Vísi. Umspilinu var á endanum frestað, vegna kórónuveirufaraldursins, sem og lokakeppni EM, og ekki gekk upp að Freyr héldi áfram sem aðstoðarþjálfari landsliðsins á sama tíma og hann ynni hjá Midtjylland. Freyr Alexandersson var nánasti aðstoðarmaður Eriks Hamrén í þau rúmu tvö ár sem hann stýrði landsliðinu.VÍSIR/VILHELM „Hvorugur aðilinn, hvorki Midtjylland né KSÍ, hafði áhuga á því að ég myndi sinna hvoru tveggja. Þar af leiðandi þurfti ég að velja á milli. Ég gat ekki farið út úr landsliðsdjobbinu á þeim tíma. Ég hafði það ekki í mér. Við þurftum því að loka þeim viðræðum á þeim tímapunkti. Þeir hjá Midtjylland skildu það og við erum búnir að vera í góðu sambandi síðan. Það er frábært að sjá hvernig þeim hefur gengið, og þar er geggjað starf unnið. Þetta hefði verið frábærlega skemmtilegt verkefni en það kemur síðar,“ segir Freyr. Klippa: Freyr um starfstilboðið frá Midtjylland
EM 2020 í fótbolta Danski boltinn Tengdar fréttir „Hef saknað þess oft á þessum landsliðsárum“ Freyr Alexandersson snýr nú aftur í þjálfun hjá félagsliði eftir þjálfun landsliða síðustu ár, á framandi slóðum í Katar. Hann vonast til að fjölskylda sín geti flutt sem fyrst út – að minnsta kosti fyrir jól. 23. nóvember 2020 19:00 Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað. 23. nóvember 2020 16:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
„Hef saknað þess oft á þessum landsliðsárum“ Freyr Alexandersson snýr nú aftur í þjálfun hjá félagsliði eftir þjálfun landsliða síðustu ár, á framandi slóðum í Katar. Hann vonast til að fjölskylda sín geti flutt sem fyrst út – að minnsta kosti fyrir jól. 23. nóvember 2020 19:00
Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað. 23. nóvember 2020 16:00