Vonarstjarnan rústaði á sér hnénu um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2020 16:30 Leikmenn Cincinnati Bengals og Washington Football Team hópuðust í kringum Joe Burrow til að veita honum stuðning þegar hann var keyrður af velli eftir að hafa rústað hnénu á sér. AP/Al Drago Nýliðinn Joe Burrow meiddist illa á hné í NFL-deildinni um helgina og verður ekkert meira með á tímabilinu. Cincinnati Bengals valdi leikstjórnandann Joe Burrow númer eitt í nýliðavali NFL-deildarinnar í sumar og hann var maðurinn sem átti að koma liðinu aftur til metorða í ameríska fótboltanum. No 1 pick Joe Burrow could miss up to 12 months after tearing ACL and MCL https://t.co/3yZGBOagLW— Guardian news (@guardiannews) November 23, 2020 Joe Burrow hefur líka spilað mjög vel á köflum á sínu fyrsta tímabili og það leit allt út fyrir það að hann væri kominn með byr í seglin. Cincinnati Bengals var kannski ekki að vinna marga leiki en liðið var að eignast nýja stuðningsmenn því fólk hafði mikinn áhuga á að fylgjast með þessari framtíðarstjörnu NFL-deildarinnar. Þess vegna var áfall helgarinnar enn meira. Joe Burrow meiddist þá illa á vinstra hné eftir að hafa klemmst á milli tveggja varnarmanna Washington liðsins. Það var ljóst um leið að þetta voru mjög alvarleg meiðsli. .@AdamSchefter just said at halftime of MNF that Joe Burrow tore his: ACL PCL MCL MeniscusMassive surgery, will be delayed until mid December to allow for MCL to heal and swelling/strength to normalizeHe won t be ready for Week 1 in 2021— Matthew Betz (@TheFantasyPT) November 24, 2020 Joe Burrow hafði fengið að finna á því allt tímabilið enda var þetta 72. höggið sem hann fær í leik með Cincinnati Bengals á leiktíðinni. Strákurinn hafði sloppið vel hingað til en að þessu sinni hafði lukkan yfirgefið hann. Í gær kom síðan staðfesting á því að Joe Burrow hafði þarna rústað á sér hnénu því myndatakan sýndi að hann hafði slitið öll helstu liðbönd og krossbönd í vinstri hné sínu. Það á enn eftir að koma í ljós hversu illa hnéð er farið. Þetta þýðir um leið að Joe Burrow spilar ekki meira á þessu tímabili og gæti verið frá í níu til tólf mánuði. Það er því líklegt að Cincinnati Bengals þurfi að hefja tímabilið án hans. Zac Taylor, þjálfari Cincinnati Bengals, hrósaði stráknum fyrir það hvernig hann tók á þessu áfalli en hann reyndi að horfa björtum augum til framtíðar. „Hann hefur verið jákvæður, í rútunni, í flugvélinni og á svæðinu í dag,“ sagði Zac Taylor. Joe Burrow tístaði strax eftir leikinn og það var stutt og laggott: Sjáumst á næsta ári. NFL players coming back from torn ACLs: Joe Burrow Saquon Barkley Odell Beckham Jr. Nick Bosa Tarik Cohen Devin Bush Courtland Sutton Taylor Lewan Bruce IrvinGame is better with these guys in it. pic.twitter.com/qrnN0BeuDV— B/R Gridiron (@brgridiron) November 23, 2020 NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira
Nýliðinn Joe Burrow meiddist illa á hné í NFL-deildinni um helgina og verður ekkert meira með á tímabilinu. Cincinnati Bengals valdi leikstjórnandann Joe Burrow númer eitt í nýliðavali NFL-deildarinnar í sumar og hann var maðurinn sem átti að koma liðinu aftur til metorða í ameríska fótboltanum. No 1 pick Joe Burrow could miss up to 12 months after tearing ACL and MCL https://t.co/3yZGBOagLW— Guardian news (@guardiannews) November 23, 2020 Joe Burrow hefur líka spilað mjög vel á köflum á sínu fyrsta tímabili og það leit allt út fyrir það að hann væri kominn með byr í seglin. Cincinnati Bengals var kannski ekki að vinna marga leiki en liðið var að eignast nýja stuðningsmenn því fólk hafði mikinn áhuga á að fylgjast með þessari framtíðarstjörnu NFL-deildarinnar. Þess vegna var áfall helgarinnar enn meira. Joe Burrow meiddist þá illa á vinstra hné eftir að hafa klemmst á milli tveggja varnarmanna Washington liðsins. Það var ljóst um leið að þetta voru mjög alvarleg meiðsli. .@AdamSchefter just said at halftime of MNF that Joe Burrow tore his: ACL PCL MCL MeniscusMassive surgery, will be delayed until mid December to allow for MCL to heal and swelling/strength to normalizeHe won t be ready for Week 1 in 2021— Matthew Betz (@TheFantasyPT) November 24, 2020 Joe Burrow hafði fengið að finna á því allt tímabilið enda var þetta 72. höggið sem hann fær í leik með Cincinnati Bengals á leiktíðinni. Strákurinn hafði sloppið vel hingað til en að þessu sinni hafði lukkan yfirgefið hann. Í gær kom síðan staðfesting á því að Joe Burrow hafði þarna rústað á sér hnénu því myndatakan sýndi að hann hafði slitið öll helstu liðbönd og krossbönd í vinstri hné sínu. Það á enn eftir að koma í ljós hversu illa hnéð er farið. Þetta þýðir um leið að Joe Burrow spilar ekki meira á þessu tímabili og gæti verið frá í níu til tólf mánuði. Það er því líklegt að Cincinnati Bengals þurfi að hefja tímabilið án hans. Zac Taylor, þjálfari Cincinnati Bengals, hrósaði stráknum fyrir það hvernig hann tók á þessu áfalli en hann reyndi að horfa björtum augum til framtíðar. „Hann hefur verið jákvæður, í rútunni, í flugvélinni og á svæðinu í dag,“ sagði Zac Taylor. Joe Burrow tístaði strax eftir leikinn og það var stutt og laggott: Sjáumst á næsta ári. NFL players coming back from torn ACLs: Joe Burrow Saquon Barkley Odell Beckham Jr. Nick Bosa Tarik Cohen Devin Bush Courtland Sutton Taylor Lewan Bruce IrvinGame is better with these guys in it. pic.twitter.com/qrnN0BeuDV— B/R Gridiron (@brgridiron) November 23, 2020
NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira