Fundu kylfu og rafstuðbyssu á dvalarstað stórtæks samverkamanns Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 07:01 Maðurinn hefur dvalið í Reykjanesbæ, þar sem gerð var hjá honum húsleit í desember 2019. Vísir/vilhelm Meintur samverkamaður karlmanns, sem fyrr í mánuðinum var dæmdur fyrir innflutning á heróíni og lyfjum til landsins, sætir ákæru fyrir annan umfangsmikinn fíkniefna- og lyfjainnflutning í júní. Þá fann lögregla kylfu og rafstuðbyssu á dvalarstað hans í Reykjanesbæ við húsleit í fyrra. Þetta kemur fram í ákæru yfir manninum sem fréttastofa hefur undir höndum. Báðir mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa staðið að innflutningi á heróíni og lyfjum í september. Annar maðurinn, pólskur ríkisborgari, var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innflutninginn nú í nóvember. Efnin fundust í farangri hans í flugi frá Gdansk í Póllandi, auk þess sem hann hafði efni falin innanklæða. Í fórum hans fundust m.a. 77 grömm af heróíni, sem er meira magn en fundist hefur hér á landi í áratug. 276 grömm af metamfetamíni Hinn maðurinn, sem samkvæmt ákæru er búsettur í Reykjanesbæ, er einnig ákærður fyrir fíkniefnainnflutning þremur mánuðum fyrr, í júní síðastliðnum. Honum er gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á 276 grömmum af metamfetamíni, 207 Alprazolam Krka-töflum, 30 Fentanyl-plástrum og 210 Quetipian-töflum. Í ákæru segir að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi í gróðaskyni. Efnin fundust falin í farangri mannsins í flugi frá Wroclaw í Póllandi, auk þess sem hann var með efni falin innanklæða. Þá er maðurinn ákærður fyrir brot á fíkniefna- og vopnalögum eftir að 0,36 grömm af kannabislaufum, auk útdraganlegrar kylfu og rafstuðbyssu, fundust við húsleit á dvalarstað hans í Reykjanesbæ í desember í fyrra. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa um nokkurt skeið frá árinu 2018 fram til júní 2020 selt og dreift fíkniefnum og lyfsseðilsskyldum lyfjum að fjárhæð að 9,4 milljónir króna. Þá er krafist upptöku á áðurnefndum fíkniefnum og vopnum, auk reiðufjár í íslenskum krónum, evrum, dollurum og slotum, sem fannst við húsleitina. Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Meintur samverkamaður karlmanns, sem fyrr í mánuðinum var dæmdur fyrir innflutning á heróíni og lyfjum til landsins, sætir ákæru fyrir annan umfangsmikinn fíkniefna- og lyfjainnflutning í júní. Þá fann lögregla kylfu og rafstuðbyssu á dvalarstað hans í Reykjanesbæ við húsleit í fyrra. Þetta kemur fram í ákæru yfir manninum sem fréttastofa hefur undir höndum. Báðir mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa staðið að innflutningi á heróíni og lyfjum í september. Annar maðurinn, pólskur ríkisborgari, var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innflutninginn nú í nóvember. Efnin fundust í farangri hans í flugi frá Gdansk í Póllandi, auk þess sem hann hafði efni falin innanklæða. Í fórum hans fundust m.a. 77 grömm af heróíni, sem er meira magn en fundist hefur hér á landi í áratug. 276 grömm af metamfetamíni Hinn maðurinn, sem samkvæmt ákæru er búsettur í Reykjanesbæ, er einnig ákærður fyrir fíkniefnainnflutning þremur mánuðum fyrr, í júní síðastliðnum. Honum er gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á 276 grömmum af metamfetamíni, 207 Alprazolam Krka-töflum, 30 Fentanyl-plástrum og 210 Quetipian-töflum. Í ákæru segir að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi í gróðaskyni. Efnin fundust falin í farangri mannsins í flugi frá Wroclaw í Póllandi, auk þess sem hann var með efni falin innanklæða. Þá er maðurinn ákærður fyrir brot á fíkniefna- og vopnalögum eftir að 0,36 grömm af kannabislaufum, auk útdraganlegrar kylfu og rafstuðbyssu, fundust við húsleit á dvalarstað hans í Reykjanesbæ í desember í fyrra. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa um nokkurt skeið frá árinu 2018 fram til júní 2020 selt og dreift fíkniefnum og lyfsseðilsskyldum lyfjum að fjárhæð að 9,4 milljónir króna. Þá er krafist upptöku á áðurnefndum fíkniefnum og vopnum, auk reiðufjár í íslenskum krónum, evrum, dollurum og slotum, sem fannst við húsleitina.
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira