Til skoðunar að aflétta ferðatakmörkunum á Evrópu í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2020 12:26 Alþjóðaflug hefur dregist saman um 70% í Bandaríkjunum í kórónuveirufaraldrinum. Ríkisstjórnin íhugar að aflétta ferðatakmörkunum á Evrópu til að létta undir með flugfélögum. Vísir/EPA Bandaríkjastjórn íhugar nú að afnema ferðatakmarkanir á fólk sem hefur dvalið í 28 Evrópulöndum og Brasilíu vegna kórónuveirufaraldursins. Ferðabanninu var komið á um miðjan mars en lýðheilsusérfræðingar stjórnarinnar og alríkisstofnanir eru sagðar styðja að aflétta því. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Bandaríkjastjórnar og bandarískra flugfélaga Donald Trump, fráfarandi forseti, hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort að takmörkununum verði aflétt og að ekki sé ljóst hvenær úr því gæti orðið. Takmarkanirnar hafa þýtt að fólk sem hefur dvalið í Evrópuríkjunum og Brasilíu fjórtán daga fyrir ætlaða heimsókn hafa ekki fengið að koma til Bandaríkjanna. Bandarískir borgarar hafa þó verið undanþegnir reglunum. Ríkisstjórn Trump er sögð telja að takmarkanirnar hafi ekki lengur sérstaka þýðingu þar sem flest önnur ríki heims sæti ekki sömu takmörkunum. Hægt verði að aðstoða nauðstödd flugfélög með því að opna á ferðir frá Evrópu aftur. Tíðni kórónuveirusmita er enn há víða í Evrópu. Því er ekki sagt öruggt að Trump samþykkti af aflétta takmörkununum. Þá gæti það flækt stöðuna að ólíklegt er að Evrópuríkin leyfðu Bandaríkjunum á móti að koma þangað strax. Nærri því öll Evrópuríki banna flestum Bandaríkjamönnum að koma þangað. Faraldurinn geisar víða stjórnlaust í Bandaríkjunum sem er með flest smit og dauðsföll af öllum ríkjum heims. Ýmsar undanþágur hafa verið veittar á takmörkununum á ferðalög frá Evrópu. Þannig hefur utanríkisráðuneytið veitt undanþágur í nafni þjóðaröryggis fyrir ferðalög sem tengjast mannúðarstarfi, lýðheilsu og þjóðaröryggismálum. Eins hafa sumir viðskiptamenn, fjárfestar, fræðimenn, námsmenn og fréttamenn fengið undanþágur til að ferðast til Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Bandaríkjastjórn íhugar nú að afnema ferðatakmarkanir á fólk sem hefur dvalið í 28 Evrópulöndum og Brasilíu vegna kórónuveirufaraldursins. Ferðabanninu var komið á um miðjan mars en lýðheilsusérfræðingar stjórnarinnar og alríkisstofnanir eru sagðar styðja að aflétta því. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Bandaríkjastjórnar og bandarískra flugfélaga Donald Trump, fráfarandi forseti, hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort að takmörkununum verði aflétt og að ekki sé ljóst hvenær úr því gæti orðið. Takmarkanirnar hafa þýtt að fólk sem hefur dvalið í Evrópuríkjunum og Brasilíu fjórtán daga fyrir ætlaða heimsókn hafa ekki fengið að koma til Bandaríkjanna. Bandarískir borgarar hafa þó verið undanþegnir reglunum. Ríkisstjórn Trump er sögð telja að takmarkanirnar hafi ekki lengur sérstaka þýðingu þar sem flest önnur ríki heims sæti ekki sömu takmörkunum. Hægt verði að aðstoða nauðstödd flugfélög með því að opna á ferðir frá Evrópu aftur. Tíðni kórónuveirusmita er enn há víða í Evrópu. Því er ekki sagt öruggt að Trump samþykkti af aflétta takmörkununum. Þá gæti það flækt stöðuna að ólíklegt er að Evrópuríkin leyfðu Bandaríkjunum á móti að koma þangað strax. Nærri því öll Evrópuríki banna flestum Bandaríkjamönnum að koma þangað. Faraldurinn geisar víða stjórnlaust í Bandaríkjunum sem er með flest smit og dauðsföll af öllum ríkjum heims. Ýmsar undanþágur hafa verið veittar á takmörkununum á ferðalög frá Evrópu. Þannig hefur utanríkisráðuneytið veitt undanþágur í nafni þjóðaröryggis fyrir ferðalög sem tengjast mannúðarstarfi, lýðheilsu og þjóðaröryggismálum. Eins hafa sumir viðskiptamenn, fjárfestar, fræðimenn, námsmenn og fréttamenn fengið undanþágur til að ferðast til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira