Tvö NFL-lið spila alltaf á Þakkargjörðar-deginum og nú í fyrsta sinn í beinni hér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 15:00 Stuðningsmaður Dallas Cowboys með hatt við hæfi. Getty/Wesley Hitt Þakkargjörðarhátíðin er haldin hátíðleg á morgun í Bandaríkjunum og ríkur þáttur í henni er að skella sér í sófann og horfa á einn NFL leik eða fleiri. Tvö lið í NFL-deildinni fá aldrei frí á þessum mikla hátíðisdegi í Bandaríkjunum. Eins og NBA-deildin í körfubolta á Jóladaginn skuldlausan þá á NFL-deildin Þakkargjörðardaginn. Rík hefð er fyrir því að Bandaríkjamenn éti yfir sig af kalkún og með því á Þakkargjörðardeginum og horfi á amerískan fótbolta í sjónvarpinu. Þetta þýðir að margir leikmenn í NFL-deildinni fá ekki frí til að eyða Þakkargjarðarhátíðinni með sinni fjölskyldu. Það er sérstaklega slæmt fyrir þá sem eyða öllum ferli sínum með liðum Detroit Lions eða Dallas Cowboys. Detroit Lions hefur spilað heimaleik á öllum Þakkargjörðarhátíðum síðan 1934 og Dallas Cowboys hefur átt heimaleik á þessum degi síðan 1966 með tveimur undantekningum (1975 og 1977). Deshaun vs. Stafford on Thanksgiving! #WeAreTexans | #OnePride : #HOUvsDET -- Thursday 12:30pm ET on CBS : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/SUMPSGIQOd— NFL (@NFL) November 25, 2020 Þetta voru vanalega einu tveir leikirnir á þessum degi en frá árinu 2006 þá hefur einnig farið fram kvöldleikur á þessum fimmtudegi. Hér áður fyrr fóru aðeins fram NFL-leikir á sunnudögum fyrir utan þessa leiki á Þakkargjörðardeginum en síðan hafa bæst við leikir á fimmtudagskvöldum og mánudagskvöldum. Lykilatriðið á bak við það að lið Detroit Lions spilar alltaf á þessum degi var að eiganda félagsins á fjórða áratug síðustu aldar, George A. Richards, tókst þá að selja réttinn af leiknum til NBC en hann átti þá útvarpsstöð sem var hluti af NBC samsteypunni. Dallas Cowboys fór að spila heimaleiki á þessum degi aðeins sex árum eftir stofnun félagsins. Eigandi félagsins sá þá mikið tækifæri í því að koma leik í sjónvarpið þegar ekkert annað var í gangi. Þetta hjálpaði líka við að koma Dallas Cowboys á kortið en í dag er það eitt allra vinsælasta íþróttafélag Bandaríkjanna. Here's why the Cowboys always play on Thanksgiving, explained https://t.co/0Me21rKD2n pic.twitter.com/ejl5Dp3RTE— Sporting News NFL (@sn_nfl) November 25, 2020 Frá árinu 1978 hafa alltaf farið fram leikir í Detroit og Dallas á Þakkargjörðardeginum og svo er einnig í ár. Nú verða þessir leikir sýndir í fyrsta sinn í beinni útsendingu í íslensku sjónvarpi. Leikirnir í ár eru annars vegar leikur Detroit Lions og Houston Texans en útsendingin frá honum hefst klukkan 17.25 á Stöð 2 Sport 4 á morgun og svo hins vegar leikur Dallas Cowboys og Washington Football Team en útsendingin frá honum hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4. Þriðji og síðasta leikurinn í beinni á Stöð 2 Sportstöðvunum er síðan leikur Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens sem hefst klukkan 1.15 eftir miðnætti. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Þakkargjörðarhátíðin er haldin hátíðleg á morgun í Bandaríkjunum og ríkur þáttur í henni er að skella sér í sófann og horfa á einn NFL leik eða fleiri. Tvö lið í NFL-deildinni fá aldrei frí á þessum mikla hátíðisdegi í Bandaríkjunum. Eins og NBA-deildin í körfubolta á Jóladaginn skuldlausan þá á NFL-deildin Þakkargjörðardaginn. Rík hefð er fyrir því að Bandaríkjamenn éti yfir sig af kalkún og með því á Þakkargjörðardeginum og horfi á amerískan fótbolta í sjónvarpinu. Þetta þýðir að margir leikmenn í NFL-deildinni fá ekki frí til að eyða Þakkargjarðarhátíðinni með sinni fjölskyldu. Það er sérstaklega slæmt fyrir þá sem eyða öllum ferli sínum með liðum Detroit Lions eða Dallas Cowboys. Detroit Lions hefur spilað heimaleik á öllum Þakkargjörðarhátíðum síðan 1934 og Dallas Cowboys hefur átt heimaleik á þessum degi síðan 1966 með tveimur undantekningum (1975 og 1977). Deshaun vs. Stafford on Thanksgiving! #WeAreTexans | #OnePride : #HOUvsDET -- Thursday 12:30pm ET on CBS : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/SUMPSGIQOd— NFL (@NFL) November 25, 2020 Þetta voru vanalega einu tveir leikirnir á þessum degi en frá árinu 2006 þá hefur einnig farið fram kvöldleikur á þessum fimmtudegi. Hér áður fyrr fóru aðeins fram NFL-leikir á sunnudögum fyrir utan þessa leiki á Þakkargjörðardeginum en síðan hafa bæst við leikir á fimmtudagskvöldum og mánudagskvöldum. Lykilatriðið á bak við það að lið Detroit Lions spilar alltaf á þessum degi var að eiganda félagsins á fjórða áratug síðustu aldar, George A. Richards, tókst þá að selja réttinn af leiknum til NBC en hann átti þá útvarpsstöð sem var hluti af NBC samsteypunni. Dallas Cowboys fór að spila heimaleiki á þessum degi aðeins sex árum eftir stofnun félagsins. Eigandi félagsins sá þá mikið tækifæri í því að koma leik í sjónvarpið þegar ekkert annað var í gangi. Þetta hjálpaði líka við að koma Dallas Cowboys á kortið en í dag er það eitt allra vinsælasta íþróttafélag Bandaríkjanna. Here's why the Cowboys always play on Thanksgiving, explained https://t.co/0Me21rKD2n pic.twitter.com/ejl5Dp3RTE— Sporting News NFL (@sn_nfl) November 25, 2020 Frá árinu 1978 hafa alltaf farið fram leikir í Detroit og Dallas á Þakkargjörðardeginum og svo er einnig í ár. Nú verða þessir leikir sýndir í fyrsta sinn í beinni útsendingu í íslensku sjónvarpi. Leikirnir í ár eru annars vegar leikur Detroit Lions og Houston Texans en útsendingin frá honum hefst klukkan 17.25 á Stöð 2 Sport 4 á morgun og svo hins vegar leikur Dallas Cowboys og Washington Football Team en útsendingin frá honum hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4. Þriðji og síðasta leikurinn í beinni á Stöð 2 Sportstöðvunum er síðan leikur Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens sem hefst klukkan 1.15 eftir miðnætti. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira