Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 08:57 Þessi mynd er tekin í vonskuveðri sem gekk yfir landið um miðjan desember í fyrra. Vísir/Vilhelm Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. Fá verkefni bárust björgunarsveitum á landinu í vonskuveðri sem gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Eitthvað var um fok og einn bíll í vandræðum en verkefnin voru innan við tíu talsins. Í dag er áfram varað við vondu veðri á stærstum hluta landsins. Hríðarveður er í vændum og gular og appelsíngular viðvaranir taka gildi fyrir hádegi og eftir hádegi. Veðrið verður einna verst við Faxaflóa og Breiðafjörð þar sem appelsínugular viðvaranir gilda. Davíð segir björgunarsveitarfólk vel undirbúið fyrir daginn. „Björgunarsveitarfólk víða um landið er mjög meðvitað um veðrið og klárt að bregðast við ef kallið kemur. En við ítrekum það við fólk þótt að þessi nótt hafi gengið vel að fólk fylgist áfram vel með upplýsingum um færð og veður og hinkri með ferðalög á meðan veðrið gengur yfir,“ segir Davíð. Engin björgunarþyrla er tiltæk hjá Landhelgisgæslunni vegna verkfalls flugvirkja en þyrlur Gæslunnar gegna mikilvægu hlutverki í almannavarnakerfi þjóðarinnar. Aðspurður hvaða áhrif þetta hafi á störf og undirbúning Landsbjargar, til dæmis í dag þegar búist er við miklu óveðri, segir Davíð að undirbúningur björgunarsveitanna nú hafi verið á hefðbundinn hátt. „Ég held að það sjái það allir að þetta er alvarleg staða, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga. Við undirbúum okkur í raun og veru á hefðbundinn hátt. Björgunarsveitarfólk er vel þjálfað og vel tækjum búið. Þökk sé stuðningi samfélagsins þá eru björgunarsveitir til taks allt árið um kring, allan sólarhringinn úti um allt land,“ segir Davíð og bætir við að Landsbjörg og Gæslan hafi alltaf átt í mjög góðu samstarfi. „Svo við kjósum auðvitað að þetta leysist fljótt þannig að við getum haldið áfram þessu góða samstarfi.“ Veður Björgunarsveitir Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Sjá meira
Fá verkefni bárust björgunarsveitum á landinu í vonskuveðri sem gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Eitthvað var um fok og einn bíll í vandræðum en verkefnin voru innan við tíu talsins. Í dag er áfram varað við vondu veðri á stærstum hluta landsins. Hríðarveður er í vændum og gular og appelsíngular viðvaranir taka gildi fyrir hádegi og eftir hádegi. Veðrið verður einna verst við Faxaflóa og Breiðafjörð þar sem appelsínugular viðvaranir gilda. Davíð segir björgunarsveitarfólk vel undirbúið fyrir daginn. „Björgunarsveitarfólk víða um landið er mjög meðvitað um veðrið og klárt að bregðast við ef kallið kemur. En við ítrekum það við fólk þótt að þessi nótt hafi gengið vel að fólk fylgist áfram vel með upplýsingum um færð og veður og hinkri með ferðalög á meðan veðrið gengur yfir,“ segir Davíð. Engin björgunarþyrla er tiltæk hjá Landhelgisgæslunni vegna verkfalls flugvirkja en þyrlur Gæslunnar gegna mikilvægu hlutverki í almannavarnakerfi þjóðarinnar. Aðspurður hvaða áhrif þetta hafi á störf og undirbúning Landsbjargar, til dæmis í dag þegar búist er við miklu óveðri, segir Davíð að undirbúningur björgunarsveitanna nú hafi verið á hefðbundinn hátt. „Ég held að það sjái það allir að þetta er alvarleg staða, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga. Við undirbúum okkur í raun og veru á hefðbundinn hátt. Björgunarsveitarfólk er vel þjálfað og vel tækjum búið. Þökk sé stuðningi samfélagsins þá eru björgunarsveitir til taks allt árið um kring, allan sólarhringinn úti um allt land,“ segir Davíð og bætir við að Landsbjörg og Gæslan hafi alltaf átt í mjög góðu samstarfi. „Svo við kjósum auðvitað að þetta leysist fljótt þannig að við getum haldið áfram þessu góða samstarfi.“
Veður Björgunarsveitir Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Sjá meira