Maradona spilaði einu sinni fyrir enskt félag og það á lánuðum skóm Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2020 12:30 Diego Maradona í leik með Tottenham Hotspur í maí 1986. Rúmum mánuði síðar var hann orðinn heimsmeistari með argentínska landsliðinu. Getty/Allsport Diego Maradona spilaði aldrei í ensku deildinni en hann náði þó einu sinni að spila fyrir enskt félag á níunda áratugnum. Diego Maradona spilaði aldrei í ensku deildinni en hann náði þó einu sinni að spila fyrir enskt félag á níunda áratugnum. Gamlir leikmenn Tottenham frá níunda áratugnum hafa rifjað það upp eftir fráfall Diego Maradona í gær að hann klæddist einu sinni búningi Tottenham í leik. Diego Maradona fór í Tottenham búninginn árið 1986 og spilaði leik fyrir framan þrjátíu þúsund manns á White Hart Lane. Leikurinn sem um ræðir var sérstakur heiðursleikur fyrir landa hans Ossie Ardiles sem spilaði með Tottenham frá 1978 til 1988. Tottenham spilaði þá góðgerðaleik á móti ítalska félaginu Internazionale. Leikurinn fór fram í maí 1986 eða aðeins mánuði áður en Maradona tók yfir heimsmeistarakeppnina í Mexíkó og leiddi argentínska landsliðið til sigurs. Not many people remember this, or even knew of this, but Maradona once played for Tottenham.And he did so in borrowed boots... what a story! https://t.co/UcGNKpUinn— SPORTbible (@sportbible) November 26, 2020 Maradona var tilbúinn að spila leikinn þar sem hann var mikill vinur Ossie Ardiles sem hann spilaði um tíma með í argentínska landsliðinu. Báðir náðu þeir að verða heimsmeistarar með Argentínu en þó ekki samana. Ossie Ardiles var í sigurliðinu 1978 en Maradona auðvitað í 1986 liðinu. Diego Maradona mætti reyndar skólaus til leiks og þurfti að fá skó lánaða hjá markakónginum Clive Allen. Allen notaði hitt parið sem var með og skoraði annað markið í 2-1 sigri en Maradona náði ekki að skora þótt að hann hafi sýnt mörg flott tilþrif. Það fylgir reyndar sögunni að hvort sem það var töfrum Maradona að þakka þá átti Clive Allen sitt besta tímabil á ferlinum 1986-87 eða næstu leiktíð á eftir. Allen skoraði þá 33 mörk í deildinni og 49 mörk í öllum keppnum. Diego Maradona spilaði við hlið leikmanna eins og þeirra Glenn Hoddle og Chris Waddle þetta eftirminnilega kvöld á White Hart Lane. Hér fyrir neðan má sjá nokkra þeirra minnast þessa leiks. Very sad day and a true footballing great. I was very lucky to share the pitch and play with him and not so lucky to play against him, one of the very best. My thoughts and prayers are with his family at this time. #RIPDiego pic.twitter.com/BgcdLltI5u— Glenn Hoddle (@GlennHoddle) November 25, 2020 RIP Maradona. One of the greatest footballers of all time. I was lucky enough to see him play at White Hart Lane many years ago and he was breathtaking @spursofficial RIP #maradona #handofgod #legend pic.twitter.com/GWAhhPj8tZ— Steve Holley (@coolhandfluke65) November 25, 2020 @talkSPORTDrive Just found that Maradona clip my fellow Spurs fan was just talking about. Such a privilege to be there Ade. A very special night @osvaldooardiles #coys pic.twitter.com/FuPIvvbkC0— Allison Jane Smith (@AllisonJaneSmi2) November 25, 2020 Diego Maradona once played FOR Spurs at White Hart Lane against Inter Milan in boots borrowed from Clive Allen What an incredible story https://t.co/X4sKHiDBR9— talkSPORT (@talkSPORT) November 25, 2020 Andlát Diegos Maradona Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Diego Maradona spilaði aldrei í ensku deildinni en hann náði þó einu sinni að spila fyrir enskt félag á níunda áratugnum. Gamlir leikmenn Tottenham frá níunda áratugnum hafa rifjað það upp eftir fráfall Diego Maradona í gær að hann klæddist einu sinni búningi Tottenham í leik. Diego Maradona fór í Tottenham búninginn árið 1986 og spilaði leik fyrir framan þrjátíu þúsund manns á White Hart Lane. Leikurinn sem um ræðir var sérstakur heiðursleikur fyrir landa hans Ossie Ardiles sem spilaði með Tottenham frá 1978 til 1988. Tottenham spilaði þá góðgerðaleik á móti ítalska félaginu Internazionale. Leikurinn fór fram í maí 1986 eða aðeins mánuði áður en Maradona tók yfir heimsmeistarakeppnina í Mexíkó og leiddi argentínska landsliðið til sigurs. Not many people remember this, or even knew of this, but Maradona once played for Tottenham.And he did so in borrowed boots... what a story! https://t.co/UcGNKpUinn— SPORTbible (@sportbible) November 26, 2020 Maradona var tilbúinn að spila leikinn þar sem hann var mikill vinur Ossie Ardiles sem hann spilaði um tíma með í argentínska landsliðinu. Báðir náðu þeir að verða heimsmeistarar með Argentínu en þó ekki samana. Ossie Ardiles var í sigurliðinu 1978 en Maradona auðvitað í 1986 liðinu. Diego Maradona mætti reyndar skólaus til leiks og þurfti að fá skó lánaða hjá markakónginum Clive Allen. Allen notaði hitt parið sem var með og skoraði annað markið í 2-1 sigri en Maradona náði ekki að skora þótt að hann hafi sýnt mörg flott tilþrif. Það fylgir reyndar sögunni að hvort sem það var töfrum Maradona að þakka þá átti Clive Allen sitt besta tímabil á ferlinum 1986-87 eða næstu leiktíð á eftir. Allen skoraði þá 33 mörk í deildinni og 49 mörk í öllum keppnum. Diego Maradona spilaði við hlið leikmanna eins og þeirra Glenn Hoddle og Chris Waddle þetta eftirminnilega kvöld á White Hart Lane. Hér fyrir neðan má sjá nokkra þeirra minnast þessa leiks. Very sad day and a true footballing great. I was very lucky to share the pitch and play with him and not so lucky to play against him, one of the very best. My thoughts and prayers are with his family at this time. #RIPDiego pic.twitter.com/BgcdLltI5u— Glenn Hoddle (@GlennHoddle) November 25, 2020 RIP Maradona. One of the greatest footballers of all time. I was lucky enough to see him play at White Hart Lane many years ago and he was breathtaking @spursofficial RIP #maradona #handofgod #legend pic.twitter.com/GWAhhPj8tZ— Steve Holley (@coolhandfluke65) November 25, 2020 @talkSPORTDrive Just found that Maradona clip my fellow Spurs fan was just talking about. Such a privilege to be there Ade. A very special night @osvaldooardiles #coys pic.twitter.com/FuPIvvbkC0— Allison Jane Smith (@AllisonJaneSmi2) November 25, 2020 Diego Maradona once played FOR Spurs at White Hart Lane against Inter Milan in boots borrowed from Clive Allen What an incredible story https://t.co/X4sKHiDBR9— talkSPORT (@talkSPORT) November 25, 2020
Andlát Diegos Maradona Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti