Spilað með öryggismál þjóðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 14:16 Við býsnumst nú yfir því að veturinn sé skollinn á af fullum krafti. Fyrstu stormviðvaranir komnar og fréttir um lítið ferðaveður heyrast nú reglulega. Við vitum að gular og appelsínugular viðvaranir verða tíðar á næstu mánuðum. Við þekkjum Ísland og íslenskt veðurfar. Veðurofsinn skellur á landið á sama tíma og ekki er aðgangur að þyrlum Gæslunnar vegna verkfalls flugvirkja. Verkfall sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember með þeim afleiðingum að viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er verulega skert. Það er ekki síst grafalvarleg staða fyrir sjómenn og fjölskyldur þeirra. Það sama gildir um viðbragðsaðila í landinu sem munu eiga erfitt með að uppfylla hlutverk sitt meðan aðgengi er lítið að björgunarþyrlum. Það er með ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki gert allt sem í sínu valdi stendur til að ná samningum við flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Staðan er fráleit. Eins og stjórnvöld hafi vanrækt ábyrgð sína á þessu sviði og vanmetið frá upphafi þau skref sem stjórnvöld þurfa að taka til að tryggja almanna- og öryggishagsmuni. Því samhliða hagsmunum sjómanna um að hafa tiltækar björgunarþyrlur eru þjóðaröryggishagsmunir mjög ríkir. Höfum hugfast að þegar varnarliðið hvarf af landi brott árið 2006 tóku íslensk stjórnvöld ábyrgð á ýmsum mikilvægum verkefnum sem tengjast öryggishagsmunum þjóðarinnar beint og óbeint. Þar gegnir Landhelgisgæslan lykilhlutverki og henni falin ákveðin ábyrgð. Meðan ekki er samið við flugvirkja getur Gæslan ekki sinnt mikilvægu öryggishlutverki sínu. Þetta er að gerast á á vakt Sjálfstæðisflokksins sem ber ábyrgð á þessum samningum innan sinna ráðuneyta. Það er fráleitt að stjórnvöld hafi komið sjómönnum, öryggi þeirra og þjóðarinnar allrar í þá stöðu sem nú er. Það dugir ekki að skýla sér á bak við COVID-19. Líkt og sjómenn og viðbragðsaðilar standa alltaf vaktina hvernig sem viðrar, þurfa stjórnvöld að gera hið sama. Annað má flokka undir stórfellda vanrækslu eða verulegt gáleysi. Staðan er grafalvarleg og ábyrgð ríkisstjórnar mikil. Leysa þarf úr þessari kjaradeilu sem fyrst. Öryggismál þjóðar eru í húfi. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Landhelgisgæslan Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Kjaramál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Við býsnumst nú yfir því að veturinn sé skollinn á af fullum krafti. Fyrstu stormviðvaranir komnar og fréttir um lítið ferðaveður heyrast nú reglulega. Við vitum að gular og appelsínugular viðvaranir verða tíðar á næstu mánuðum. Við þekkjum Ísland og íslenskt veðurfar. Veðurofsinn skellur á landið á sama tíma og ekki er aðgangur að þyrlum Gæslunnar vegna verkfalls flugvirkja. Verkfall sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember með þeim afleiðingum að viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er verulega skert. Það er ekki síst grafalvarleg staða fyrir sjómenn og fjölskyldur þeirra. Það sama gildir um viðbragðsaðila í landinu sem munu eiga erfitt með að uppfylla hlutverk sitt meðan aðgengi er lítið að björgunarþyrlum. Það er með ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki gert allt sem í sínu valdi stendur til að ná samningum við flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Staðan er fráleit. Eins og stjórnvöld hafi vanrækt ábyrgð sína á þessu sviði og vanmetið frá upphafi þau skref sem stjórnvöld þurfa að taka til að tryggja almanna- og öryggishagsmuni. Því samhliða hagsmunum sjómanna um að hafa tiltækar björgunarþyrlur eru þjóðaröryggishagsmunir mjög ríkir. Höfum hugfast að þegar varnarliðið hvarf af landi brott árið 2006 tóku íslensk stjórnvöld ábyrgð á ýmsum mikilvægum verkefnum sem tengjast öryggishagsmunum þjóðarinnar beint og óbeint. Þar gegnir Landhelgisgæslan lykilhlutverki og henni falin ákveðin ábyrgð. Meðan ekki er samið við flugvirkja getur Gæslan ekki sinnt mikilvægu öryggishlutverki sínu. Þetta er að gerast á á vakt Sjálfstæðisflokksins sem ber ábyrgð á þessum samningum innan sinna ráðuneyta. Það er fráleitt að stjórnvöld hafi komið sjómönnum, öryggi þeirra og þjóðarinnar allrar í þá stöðu sem nú er. Það dugir ekki að skýla sér á bak við COVID-19. Líkt og sjómenn og viðbragðsaðilar standa alltaf vaktina hvernig sem viðrar, þurfa stjórnvöld að gera hið sama. Annað má flokka undir stórfellda vanrækslu eða verulegt gáleysi. Staðan er grafalvarleg og ábyrgð ríkisstjórnar mikil. Leysa þarf úr þessari kjaradeilu sem fyrst. Öryggismál þjóðar eru í húfi. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar