Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er að spila við Slóvakíu í þessum skrifuðu orðum á útivelli í undankeppni EM. Þegar síðari hálfleikur var nýhafinn sló hins vegar rafmagn vallarins út og leikurinn því stöðvaður í dágóða stund.
Flóðljósin eru dottin út og því hefur verið gert hlé á leiknum.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 26, 2020
The floodlights are out, so there is a stoppage in play at the moment.#LeiðinTilEnglands #dottir
Leikurinn er farinn af stað aftur en íslenska liðið hóf síðari hálfleik af miklum krafti enda 1-0 undir eftir slakan fyrri hálfleik. Íslenska liðið þarf sigur í Slóvakíu til að eiga möguleika á að komast á EM.