Eru engin takmörk fyrir réttindaskerðingum? Veronika Steinunn Magnúsdóttir skrifar 27. nóvember 2020 08:30 Á tímum sem þessum er mikilvægt að valdhafar gangi ekki of hart fram gagnvart borgaranum og gæti meðalhófs í sóttvarnaaðgerðum, þar sem afleiðingar þeirra til lengri tíma eru óljósar. Takmarkanir verða að sæta endurskoðun í hvívetna og stjórnvöld þurfa að hlusta eftir ákalli í þjóðfélaginu eftir hnitmiðraðri stefnu í sóttvarnamálum, með þá reynslu sem hlotist hefur í sóttvarnamálum að leiðarljósi. Kveðið er á um útgöngubann í frumvarpi heilbrigðisráðherra til breytinga á sóttvarnalögum. Af því tilefni hefur Heimdallur samþykkt eftirfarandi ályktun: Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokks til að leggjast gegn því að ákvæði um útgöngubann verði lögfest í IV. kafla sóttvarnalaga um opinberar sóttvarnarráðstafanir, líkt og stjórnarfrumvarp heilbrigðisráðherra kveður á um. Slíkt teldist varla í samræmi við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins sem lögfest er í 12. gr. stjórnsýslulaga. Kveður hún á um að stjórnvöld skuli beita eins vægum úrræðum og unnt er, þegar um er að ræða lagasetningu sem er íþyngjandi fyrir borgarana. Í álitsgerð Dr. Páls Hreinssonar, sérfræðings í stjórnsýslurétti, um sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda er fjallað um meðalhófsregluna í tengslum við faraldurinn en þar segir: „Þegar stjórnvöld hafa val um fleiri en eina leið til að ná því markmiði sem að er stefnt með töku ákvörðunar leiðir af meðalhófsreglunni að velja ber það úrræði sem vægast er og að gagni getur komið.” Stíga þarf varlega til jarðar þegar valdhafar heimila stjórnvöldum að skerða stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna og er minnt á meðalhófsreglu í þeim efnum. Útgöngubann gæti komið til með að skerða réttindi á borð við atvinnufrelsi sem verndað er í 75.gr. stjskr. sem og félaga- og fundafrelsi sem nýtur verndar 74. gr. stjskr. Af meginreglu refsiréttarins leiðir að gerð ríkari krafa um um skýrleika bann- og refsiheimilda, eftir því sem réttindaskerðingin er meiri. Því er varhugavert að lögfesta almennt orðuð bannákvæði í sóttvarnalög. Marka þarf skýrari stefnu í sóttvarnamálum Varhugavert er að heimila stjórnvöldum að setja á útgöngubann til þess að ná smitfjölda niður, sérstaklega í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um tímalengd aðgerða og raunverulega stefnu stjórnvalda í sóttvarnamálum einkum í ljósi skæðra afleiðinga þeirra, ekki síst á yngri kynslóðina, sem fólk úr öllum áttum samfélagsins hefur stigið fram og bent á. Líta þarf til þess árangurs sem náðst hefur með vægari aðgerðum en þeirri bannstefnu sem felst í ákvæði um útgöngubann og um leið verður að marka skýrari stefnu í sóttvarnamálum, í ljósi þess að rúmir níu mánuðir eru þegar liðnir frá byrjun faraldursins. Því til stuðnings er vísað til álitsgerðar Páls Hreinssonar, þar sem talið er að eftir því sem lengra líður á faraldurinn sé hægt að gera ríkari kröfur til þess að hið opinbera taki ákvarðanir út frá betri og meiri upplýsingum og að aðgerðir verði betur sniðnar að aðstæðum. Ekki lengur fordæmalausir tímar Þó svo að útgöngubann hafi tekið gildi í nágrannaþjóðum okkar skal einnig líta til þess að þörfin til slíks er ef til vill minni hér á landi heldur en í fjölmennari samfélögum. Stjórnvöld þyrftu einnig að spyrja sig hvort brugðist hafi verið of hart við faraldrinum frá byrjun og þá hvort nauðsynlegt sé að lögleiða útgöngubann í ljósi þeirrar reynslu sem hlotist hefur í sóttvarnamálum. Umboðsmaður Alþingis hefur bent stjórnvöldum á að þörf sé á að skjóta styrkari lagastoðum undir og skýra betur heimildir til sóttvarnaaðgerða. Heimdallur fagnar endurskoðun sóttvarnalaganna í samræmi við þessi ummæli en furðar sig á því að ákvæði um útgöngubann sé innleitt í þeirri endurskoðun. Félagið leggst gegn því að ákvæði um útgöngubann verði leitt í lög og hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokks til þess að samþykkja ekki slíka lagasetningu. Höfundur er laganemi og formaður Heimdallar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Á tímum sem þessum er mikilvægt að valdhafar gangi ekki of hart fram gagnvart borgaranum og gæti meðalhófs í sóttvarnaaðgerðum, þar sem afleiðingar þeirra til lengri tíma eru óljósar. Takmarkanir verða að sæta endurskoðun í hvívetna og stjórnvöld þurfa að hlusta eftir ákalli í þjóðfélaginu eftir hnitmiðraðri stefnu í sóttvarnamálum, með þá reynslu sem hlotist hefur í sóttvarnamálum að leiðarljósi. Kveðið er á um útgöngubann í frumvarpi heilbrigðisráðherra til breytinga á sóttvarnalögum. Af því tilefni hefur Heimdallur samþykkt eftirfarandi ályktun: Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokks til að leggjast gegn því að ákvæði um útgöngubann verði lögfest í IV. kafla sóttvarnalaga um opinberar sóttvarnarráðstafanir, líkt og stjórnarfrumvarp heilbrigðisráðherra kveður á um. Slíkt teldist varla í samræmi við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins sem lögfest er í 12. gr. stjórnsýslulaga. Kveður hún á um að stjórnvöld skuli beita eins vægum úrræðum og unnt er, þegar um er að ræða lagasetningu sem er íþyngjandi fyrir borgarana. Í álitsgerð Dr. Páls Hreinssonar, sérfræðings í stjórnsýslurétti, um sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda er fjallað um meðalhófsregluna í tengslum við faraldurinn en þar segir: „Þegar stjórnvöld hafa val um fleiri en eina leið til að ná því markmiði sem að er stefnt með töku ákvörðunar leiðir af meðalhófsreglunni að velja ber það úrræði sem vægast er og að gagni getur komið.” Stíga þarf varlega til jarðar þegar valdhafar heimila stjórnvöldum að skerða stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna og er minnt á meðalhófsreglu í þeim efnum. Útgöngubann gæti komið til með að skerða réttindi á borð við atvinnufrelsi sem verndað er í 75.gr. stjskr. sem og félaga- og fundafrelsi sem nýtur verndar 74. gr. stjskr. Af meginreglu refsiréttarins leiðir að gerð ríkari krafa um um skýrleika bann- og refsiheimilda, eftir því sem réttindaskerðingin er meiri. Því er varhugavert að lögfesta almennt orðuð bannákvæði í sóttvarnalög. Marka þarf skýrari stefnu í sóttvarnamálum Varhugavert er að heimila stjórnvöldum að setja á útgöngubann til þess að ná smitfjölda niður, sérstaklega í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um tímalengd aðgerða og raunverulega stefnu stjórnvalda í sóttvarnamálum einkum í ljósi skæðra afleiðinga þeirra, ekki síst á yngri kynslóðina, sem fólk úr öllum áttum samfélagsins hefur stigið fram og bent á. Líta þarf til þess árangurs sem náðst hefur með vægari aðgerðum en þeirri bannstefnu sem felst í ákvæði um útgöngubann og um leið verður að marka skýrari stefnu í sóttvarnamálum, í ljósi þess að rúmir níu mánuðir eru þegar liðnir frá byrjun faraldursins. Því til stuðnings er vísað til álitsgerðar Páls Hreinssonar, þar sem talið er að eftir því sem lengra líður á faraldurinn sé hægt að gera ríkari kröfur til þess að hið opinbera taki ákvarðanir út frá betri og meiri upplýsingum og að aðgerðir verði betur sniðnar að aðstæðum. Ekki lengur fordæmalausir tímar Þó svo að útgöngubann hafi tekið gildi í nágrannaþjóðum okkar skal einnig líta til þess að þörfin til slíks er ef til vill minni hér á landi heldur en í fjölmennari samfélögum. Stjórnvöld þyrftu einnig að spyrja sig hvort brugðist hafi verið of hart við faraldrinum frá byrjun og þá hvort nauðsynlegt sé að lögleiða útgöngubann í ljósi þeirrar reynslu sem hlotist hefur í sóttvarnamálum. Umboðsmaður Alþingis hefur bent stjórnvöldum á að þörf sé á að skjóta styrkari lagastoðum undir og skýra betur heimildir til sóttvarnaaðgerða. Heimdallur fagnar endurskoðun sóttvarnalaganna í samræmi við þessi ummæli en furðar sig á því að ákvæði um útgöngubann sé innleitt í þeirri endurskoðun. Félagið leggst gegn því að ákvæði um útgöngubann verði leitt í lög og hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokks til þess að samþykkja ekki slíka lagasetningu. Höfundur er laganemi og formaður Heimdallar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun