Það er mikil óvissa í gangi hjá NFL-liðinu Baltimore Ravens því það lítur út fyrir að menn hafi misst stjórn á kórónuveirusmiti innan leikmannahópsins.
Leikstjórnandinn Lamar Jackson er síðasti leikmaðurinn hjá Baltimore Ravens til að fá kórónuveiruna og það eru ekki miklar líkur á því að leikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers geti farið fram um helgina.
Lamar Jackson var kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í fyrra á fullu húsi og er stærsta stjarna NFL-deildarinnar til þessa sem greinist með kórónuveiruna. Hann þarf nú að fara í einangrun í tíu daga og gæti því einnig misst af leik á móti Dallas Cowboys á fimmtudaginn kemur.
Ravens QB Lamar Jackson has tested positive for COVID-19, a source confirmed to @jamisonhensley.
— SportsCenter (@SportsCenter) November 27, 2020
The news was first reported by the NFL Network. pic.twitter.com/LqFe0iV1aM
Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers áttu að spila í nótt, kvöldleikinn eftirsótta á Þakkargjörðardeginum, en leiknum var frestað fram á sunnudaginn.
Eftir nýjustu smitin hjá Baltimore Ravens þá þarf félagið að loka öllu hjá sér fram yfir helgi og því nær engar líkur á því að leikurinn fari fram á sunnudaginn. Þjálfarinn John Harbaugh tilkynnti leikmönnum sínum að þær mættu ekki mæta fyrr en í fyrsta lagi á mánudaginn.
Praying for my brother @Lj_era8 and every player, staff member and their families dealing with COVID-19. Ensuring the safety of the entire organization is important.
— Robert Griffin III (@RGIII) November 27, 2020
Handling this outbreak within the team is bigger than football
Forráðamenn Baltimore Ravens halda því fram að Lamar Jackson hafi smitast á leiknum á móti Tennessee Titans síðasta sunnudag en hann var þá í návígi við senterinn sem fékk jákvætt smitpróf á miðvikudaginn.
Hlaupararnir J.K. Dobbins og Mark Ingram II eru báðir með COVID-19 og alls hafa átta leikmenn liðsins smitast.
Það gekk allt upp hjá Baltimore Ravens í fyrra þangað til í úrslitakeppninni en árið í ár hefur ekki verið dans á rósum.