Nýliðinn fór á kostum á risasviði Kúrekana á Þakkargjörðardaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2020 14:01 Antonio Gibson hafði ástæðu til að brosa í gær. AP/Susan Walsh Detroit Lions og Dallas Cowboys voru enn á ný veisluhaldarar í NFL-deildinni á Þakkargjörðardaginn í gær en fengu bæði stóran skell. Houston Texans og Washington fögnuðu sigri í leikjum NFL-deildarinnar á Þakkargjörðardaginn í gær því fastagestirnir á þessum stóra degi í Bandaríkjunum töpuðu bæði á heimavelli. Washington liðið vann 41-16 sigur á heimavelli Dallas Cowboys en staðan var 17-13 í hálfleik. Dallas liðið gerði stór mistök á mikilvægum tímapunktum í leiknum og tapaði sínum áttunda leik á tímabilinu. Sigur Washington þýðir að liðið er á toppnum í Austurriðli Þjóðardeildarinnar (NFC) þrátt fyrir að hafa aðeins unnið 4 af 11 leikjum sínum. Dallas er aftur á móti botninum og hefur aðeins unnið 1 af 4 innbyrðis leikjum í riðlinum. FINAL: A Thanksgiving WIN for @WashingtonNFL! #WASvsDAL (by @lexus) pic.twitter.com/Y6z7GjPbfk— NFL (@NFL) November 27, 2020 Nýliðinn Antonio Gibson fór á kostum á heimavelli Kúrekana á Þakkargjörðardaginn en þessi skemmtilegi hlaupari skoraði þrjú snertimörk í leiknum og er fyrsti nýliðinn til að gera það á þessum degi síðan 1998. Antonio Gibson gained +31 yards over expected on his 37-yard TD run, his 3rd rushing touchdown of the game. Rushing Yards: 37 Expected Yards: 6 Touchdown Probability: 0.5%Gibson: 2 rush TDs w/TD probability < 1% (both in 4th Qtr)#WASvsDAL | Powered by @awscloud pic.twitter.com/BJbQZ1Zz3u— Next Gen Stats (@NextGenStats) November 27, 2020 Houston Texans vann 41-25 sigur á heimavelli Detroit Lions. Detroit byrjaði vel og var í góðum málum þar til að varnartröllið J.J. Watt kveikti í sínum mönnum með því að stela sendingu og skora snertimark strax í kjölfarið. Hinn síungi hlaupari Adrian Peterson skoraði tvö snertimörk og kom Detriot í 14-13 með því síðara. Það var hins vegar í síðasta sinn í leiknum sem Ljónin voru yfir. Texans liðið fór í gang og vann að lokum sannfærandi sigur. FINAL: The @HoustonTexans are heading home with a Thanksgiving WIN. #HOUvsDET pic.twitter.com/UV0JMxMIkN— NFL (@NFL) November 26, 2020 Leikstjórnandinn Deshaun Watson átti mjög góðan leik hjá Houston Texans og sendi fjórar snertimarkssendingar þar af tvær þeirra á útherjann Will Fuller með aðeins rúmlega tveggja mínútna millibili. Sigur Houston Texans, sem var sá fjórði í sjö leikjum (þriðji í síðustu fjórum leikjum) síðan Romeo Crennel tók við þjálfun liðsins tímabundið en hann er elsti þjálfarinn í sögu NFL enda orðinn 73 ára gamall. Houston rak þjálfarann eftir tap í fyrstu fjórum leikjunum en er nú aftur komið inn í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni. NFL Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Houston Texans og Washington fögnuðu sigri í leikjum NFL-deildarinnar á Þakkargjörðardaginn í gær því fastagestirnir á þessum stóra degi í Bandaríkjunum töpuðu bæði á heimavelli. Washington liðið vann 41-16 sigur á heimavelli Dallas Cowboys en staðan var 17-13 í hálfleik. Dallas liðið gerði stór mistök á mikilvægum tímapunktum í leiknum og tapaði sínum áttunda leik á tímabilinu. Sigur Washington þýðir að liðið er á toppnum í Austurriðli Þjóðardeildarinnar (NFC) þrátt fyrir að hafa aðeins unnið 4 af 11 leikjum sínum. Dallas er aftur á móti botninum og hefur aðeins unnið 1 af 4 innbyrðis leikjum í riðlinum. FINAL: A Thanksgiving WIN for @WashingtonNFL! #WASvsDAL (by @lexus) pic.twitter.com/Y6z7GjPbfk— NFL (@NFL) November 27, 2020 Nýliðinn Antonio Gibson fór á kostum á heimavelli Kúrekana á Þakkargjörðardaginn en þessi skemmtilegi hlaupari skoraði þrjú snertimörk í leiknum og er fyrsti nýliðinn til að gera það á þessum degi síðan 1998. Antonio Gibson gained +31 yards over expected on his 37-yard TD run, his 3rd rushing touchdown of the game. Rushing Yards: 37 Expected Yards: 6 Touchdown Probability: 0.5%Gibson: 2 rush TDs w/TD probability < 1% (both in 4th Qtr)#WASvsDAL | Powered by @awscloud pic.twitter.com/BJbQZ1Zz3u— Next Gen Stats (@NextGenStats) November 27, 2020 Houston Texans vann 41-25 sigur á heimavelli Detroit Lions. Detroit byrjaði vel og var í góðum málum þar til að varnartröllið J.J. Watt kveikti í sínum mönnum með því að stela sendingu og skora snertimark strax í kjölfarið. Hinn síungi hlaupari Adrian Peterson skoraði tvö snertimörk og kom Detriot í 14-13 með því síðara. Það var hins vegar í síðasta sinn í leiknum sem Ljónin voru yfir. Texans liðið fór í gang og vann að lokum sannfærandi sigur. FINAL: The @HoustonTexans are heading home with a Thanksgiving WIN. #HOUvsDET pic.twitter.com/UV0JMxMIkN— NFL (@NFL) November 26, 2020 Leikstjórnandinn Deshaun Watson átti mjög góðan leik hjá Houston Texans og sendi fjórar snertimarkssendingar þar af tvær þeirra á útherjann Will Fuller með aðeins rúmlega tveggja mínútna millibili. Sigur Houston Texans, sem var sá fjórði í sjö leikjum (þriðji í síðustu fjórum leikjum) síðan Romeo Crennel tók við þjálfun liðsins tímabundið en hann er elsti þjálfarinn í sögu NFL enda orðinn 73 ára gamall. Houston rak þjálfarann eftir tap í fyrstu fjórum leikjunum en er nú aftur komið inn í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.
NFL Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira