Nýliðinn fór á kostum á risasviði Kúrekana á Þakkargjörðardaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2020 14:01 Antonio Gibson hafði ástæðu til að brosa í gær. AP/Susan Walsh Detroit Lions og Dallas Cowboys voru enn á ný veisluhaldarar í NFL-deildinni á Þakkargjörðardaginn í gær en fengu bæði stóran skell. Houston Texans og Washington fögnuðu sigri í leikjum NFL-deildarinnar á Þakkargjörðardaginn í gær því fastagestirnir á þessum stóra degi í Bandaríkjunum töpuðu bæði á heimavelli. Washington liðið vann 41-16 sigur á heimavelli Dallas Cowboys en staðan var 17-13 í hálfleik. Dallas liðið gerði stór mistök á mikilvægum tímapunktum í leiknum og tapaði sínum áttunda leik á tímabilinu. Sigur Washington þýðir að liðið er á toppnum í Austurriðli Þjóðardeildarinnar (NFC) þrátt fyrir að hafa aðeins unnið 4 af 11 leikjum sínum. Dallas er aftur á móti botninum og hefur aðeins unnið 1 af 4 innbyrðis leikjum í riðlinum. FINAL: A Thanksgiving WIN for @WashingtonNFL! #WASvsDAL (by @lexus) pic.twitter.com/Y6z7GjPbfk— NFL (@NFL) November 27, 2020 Nýliðinn Antonio Gibson fór á kostum á heimavelli Kúrekana á Þakkargjörðardaginn en þessi skemmtilegi hlaupari skoraði þrjú snertimörk í leiknum og er fyrsti nýliðinn til að gera það á þessum degi síðan 1998. Antonio Gibson gained +31 yards over expected on his 37-yard TD run, his 3rd rushing touchdown of the game. Rushing Yards: 37 Expected Yards: 6 Touchdown Probability: 0.5%Gibson: 2 rush TDs w/TD probability < 1% (both in 4th Qtr)#WASvsDAL | Powered by @awscloud pic.twitter.com/BJbQZ1Zz3u— Next Gen Stats (@NextGenStats) November 27, 2020 Houston Texans vann 41-25 sigur á heimavelli Detroit Lions. Detroit byrjaði vel og var í góðum málum þar til að varnartröllið J.J. Watt kveikti í sínum mönnum með því að stela sendingu og skora snertimark strax í kjölfarið. Hinn síungi hlaupari Adrian Peterson skoraði tvö snertimörk og kom Detriot í 14-13 með því síðara. Það var hins vegar í síðasta sinn í leiknum sem Ljónin voru yfir. Texans liðið fór í gang og vann að lokum sannfærandi sigur. FINAL: The @HoustonTexans are heading home with a Thanksgiving WIN. #HOUvsDET pic.twitter.com/UV0JMxMIkN— NFL (@NFL) November 26, 2020 Leikstjórnandinn Deshaun Watson átti mjög góðan leik hjá Houston Texans og sendi fjórar snertimarkssendingar þar af tvær þeirra á útherjann Will Fuller með aðeins rúmlega tveggja mínútna millibili. Sigur Houston Texans, sem var sá fjórði í sjö leikjum (þriðji í síðustu fjórum leikjum) síðan Romeo Crennel tók við þjálfun liðsins tímabundið en hann er elsti þjálfarinn í sögu NFL enda orðinn 73 ára gamall. Houston rak þjálfarann eftir tap í fyrstu fjórum leikjunum en er nú aftur komið inn í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni. NFL Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Houston Texans og Washington fögnuðu sigri í leikjum NFL-deildarinnar á Þakkargjörðardaginn í gær því fastagestirnir á þessum stóra degi í Bandaríkjunum töpuðu bæði á heimavelli. Washington liðið vann 41-16 sigur á heimavelli Dallas Cowboys en staðan var 17-13 í hálfleik. Dallas liðið gerði stór mistök á mikilvægum tímapunktum í leiknum og tapaði sínum áttunda leik á tímabilinu. Sigur Washington þýðir að liðið er á toppnum í Austurriðli Þjóðardeildarinnar (NFC) þrátt fyrir að hafa aðeins unnið 4 af 11 leikjum sínum. Dallas er aftur á móti botninum og hefur aðeins unnið 1 af 4 innbyrðis leikjum í riðlinum. FINAL: A Thanksgiving WIN for @WashingtonNFL! #WASvsDAL (by @lexus) pic.twitter.com/Y6z7GjPbfk— NFL (@NFL) November 27, 2020 Nýliðinn Antonio Gibson fór á kostum á heimavelli Kúrekana á Þakkargjörðardaginn en þessi skemmtilegi hlaupari skoraði þrjú snertimörk í leiknum og er fyrsti nýliðinn til að gera það á þessum degi síðan 1998. Antonio Gibson gained +31 yards over expected on his 37-yard TD run, his 3rd rushing touchdown of the game. Rushing Yards: 37 Expected Yards: 6 Touchdown Probability: 0.5%Gibson: 2 rush TDs w/TD probability < 1% (both in 4th Qtr)#WASvsDAL | Powered by @awscloud pic.twitter.com/BJbQZ1Zz3u— Next Gen Stats (@NextGenStats) November 27, 2020 Houston Texans vann 41-25 sigur á heimavelli Detroit Lions. Detroit byrjaði vel og var í góðum málum þar til að varnartröllið J.J. Watt kveikti í sínum mönnum með því að stela sendingu og skora snertimark strax í kjölfarið. Hinn síungi hlaupari Adrian Peterson skoraði tvö snertimörk og kom Detriot í 14-13 með því síðara. Það var hins vegar í síðasta sinn í leiknum sem Ljónin voru yfir. Texans liðið fór í gang og vann að lokum sannfærandi sigur. FINAL: The @HoustonTexans are heading home with a Thanksgiving WIN. #HOUvsDET pic.twitter.com/UV0JMxMIkN— NFL (@NFL) November 26, 2020 Leikstjórnandinn Deshaun Watson átti mjög góðan leik hjá Houston Texans og sendi fjórar snertimarkssendingar þar af tvær þeirra á útherjann Will Fuller með aðeins rúmlega tveggja mínútna millibili. Sigur Houston Texans, sem var sá fjórði í sjö leikjum (þriðji í síðustu fjórum leikjum) síðan Romeo Crennel tók við þjálfun liðsins tímabundið en hann er elsti þjálfarinn í sögu NFL enda orðinn 73 ára gamall. Houston rak þjálfarann eftir tap í fyrstu fjórum leikjunum en er nú aftur komið inn í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.
NFL Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira