Nýliðinn fór á kostum á risasviði Kúrekana á Þakkargjörðardaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2020 14:01 Antonio Gibson hafði ástæðu til að brosa í gær. AP/Susan Walsh Detroit Lions og Dallas Cowboys voru enn á ný veisluhaldarar í NFL-deildinni á Þakkargjörðardaginn í gær en fengu bæði stóran skell. Houston Texans og Washington fögnuðu sigri í leikjum NFL-deildarinnar á Þakkargjörðardaginn í gær því fastagestirnir á þessum stóra degi í Bandaríkjunum töpuðu bæði á heimavelli. Washington liðið vann 41-16 sigur á heimavelli Dallas Cowboys en staðan var 17-13 í hálfleik. Dallas liðið gerði stór mistök á mikilvægum tímapunktum í leiknum og tapaði sínum áttunda leik á tímabilinu. Sigur Washington þýðir að liðið er á toppnum í Austurriðli Þjóðardeildarinnar (NFC) þrátt fyrir að hafa aðeins unnið 4 af 11 leikjum sínum. Dallas er aftur á móti botninum og hefur aðeins unnið 1 af 4 innbyrðis leikjum í riðlinum. FINAL: A Thanksgiving WIN for @WashingtonNFL! #WASvsDAL (by @lexus) pic.twitter.com/Y6z7GjPbfk— NFL (@NFL) November 27, 2020 Nýliðinn Antonio Gibson fór á kostum á heimavelli Kúrekana á Þakkargjörðardaginn en þessi skemmtilegi hlaupari skoraði þrjú snertimörk í leiknum og er fyrsti nýliðinn til að gera það á þessum degi síðan 1998. Antonio Gibson gained +31 yards over expected on his 37-yard TD run, his 3rd rushing touchdown of the game. Rushing Yards: 37 Expected Yards: 6 Touchdown Probability: 0.5%Gibson: 2 rush TDs w/TD probability < 1% (both in 4th Qtr)#WASvsDAL | Powered by @awscloud pic.twitter.com/BJbQZ1Zz3u— Next Gen Stats (@NextGenStats) November 27, 2020 Houston Texans vann 41-25 sigur á heimavelli Detroit Lions. Detroit byrjaði vel og var í góðum málum þar til að varnartröllið J.J. Watt kveikti í sínum mönnum með því að stela sendingu og skora snertimark strax í kjölfarið. Hinn síungi hlaupari Adrian Peterson skoraði tvö snertimörk og kom Detriot í 14-13 með því síðara. Það var hins vegar í síðasta sinn í leiknum sem Ljónin voru yfir. Texans liðið fór í gang og vann að lokum sannfærandi sigur. FINAL: The @HoustonTexans are heading home with a Thanksgiving WIN. #HOUvsDET pic.twitter.com/UV0JMxMIkN— NFL (@NFL) November 26, 2020 Leikstjórnandinn Deshaun Watson átti mjög góðan leik hjá Houston Texans og sendi fjórar snertimarkssendingar þar af tvær þeirra á útherjann Will Fuller með aðeins rúmlega tveggja mínútna millibili. Sigur Houston Texans, sem var sá fjórði í sjö leikjum (þriðji í síðustu fjórum leikjum) síðan Romeo Crennel tók við þjálfun liðsins tímabundið en hann er elsti þjálfarinn í sögu NFL enda orðinn 73 ára gamall. Houston rak þjálfarann eftir tap í fyrstu fjórum leikjunum en er nú aftur komið inn í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni. NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Houston Texans og Washington fögnuðu sigri í leikjum NFL-deildarinnar á Þakkargjörðardaginn í gær því fastagestirnir á þessum stóra degi í Bandaríkjunum töpuðu bæði á heimavelli. Washington liðið vann 41-16 sigur á heimavelli Dallas Cowboys en staðan var 17-13 í hálfleik. Dallas liðið gerði stór mistök á mikilvægum tímapunktum í leiknum og tapaði sínum áttunda leik á tímabilinu. Sigur Washington þýðir að liðið er á toppnum í Austurriðli Þjóðardeildarinnar (NFC) þrátt fyrir að hafa aðeins unnið 4 af 11 leikjum sínum. Dallas er aftur á móti botninum og hefur aðeins unnið 1 af 4 innbyrðis leikjum í riðlinum. FINAL: A Thanksgiving WIN for @WashingtonNFL! #WASvsDAL (by @lexus) pic.twitter.com/Y6z7GjPbfk— NFL (@NFL) November 27, 2020 Nýliðinn Antonio Gibson fór á kostum á heimavelli Kúrekana á Þakkargjörðardaginn en þessi skemmtilegi hlaupari skoraði þrjú snertimörk í leiknum og er fyrsti nýliðinn til að gera það á þessum degi síðan 1998. Antonio Gibson gained +31 yards over expected on his 37-yard TD run, his 3rd rushing touchdown of the game. Rushing Yards: 37 Expected Yards: 6 Touchdown Probability: 0.5%Gibson: 2 rush TDs w/TD probability < 1% (both in 4th Qtr)#WASvsDAL | Powered by @awscloud pic.twitter.com/BJbQZ1Zz3u— Next Gen Stats (@NextGenStats) November 27, 2020 Houston Texans vann 41-25 sigur á heimavelli Detroit Lions. Detroit byrjaði vel og var í góðum málum þar til að varnartröllið J.J. Watt kveikti í sínum mönnum með því að stela sendingu og skora snertimark strax í kjölfarið. Hinn síungi hlaupari Adrian Peterson skoraði tvö snertimörk og kom Detriot í 14-13 með því síðara. Það var hins vegar í síðasta sinn í leiknum sem Ljónin voru yfir. Texans liðið fór í gang og vann að lokum sannfærandi sigur. FINAL: The @HoustonTexans are heading home with a Thanksgiving WIN. #HOUvsDET pic.twitter.com/UV0JMxMIkN— NFL (@NFL) November 26, 2020 Leikstjórnandinn Deshaun Watson átti mjög góðan leik hjá Houston Texans og sendi fjórar snertimarkssendingar þar af tvær þeirra á útherjann Will Fuller með aðeins rúmlega tveggja mínútna millibili. Sigur Houston Texans, sem var sá fjórði í sjö leikjum (þriðji í síðustu fjórum leikjum) síðan Romeo Crennel tók við þjálfun liðsins tímabundið en hann er elsti þjálfarinn í sögu NFL enda orðinn 73 ára gamall. Houston rak þjálfarann eftir tap í fyrstu fjórum leikjunum en er nú aftur komið inn í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.
NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira