Segir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar einfaldlega ekki tilbúna í átök vetrarins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2020 09:00 Milner fór meiddur af velli í leik Brighton & Hove Albion og Liverpool í gær. Andrew Powell/Getty Images Samkvæmt íslenskum sérfræðingi sem starfar í Katar fengu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar ekki nægilegan tíma til að undirbúa sig fyrir átök tímabilsins. Meiðslalistar liða í ensku úralsdeildarinnar í knattspyrnu lengjast með hverjum deginum. Nær allir þjálfarar – og margir leikmenn – hafa kvartað yfir gríðarlegu álagi um þessar mundir en einkar þétt er spilað vegna kórónufaraldursins. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans sem sýndur er á Síminn Sport, ræddi við sjúkraþjálfarann Einar Einarsson í gær. Sjá má spjall þeirra í myndbandinu hér neðst í fréttinni. Áhugaverð greining hjá einum okkar færasta sjúkra- og styrktarþjálfara sem var m.a. einkasjúkraþjálfari Joel Embiid. Það er skortur á pre season sem er að stuðla að öllum þessum meiðslum í EPL. Var ekki tími til að undirbúa leikmenn f. þetta álaghttps://t.co/sjt6MnLdjA— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) November 28, 2020 Einar er hluti af Íslendinga nýlendunni í Katar en þar starfar hann á Aspetar íþróttasjúkrahúsinu. „Það gafst aldrei tækifæri til að undirbúa leikmenn undir þessi átök. Það sem skiptir mestu máli er að þjálfa hámarks ákefð. Snýst þannig séð ekki um leikinn sjálfan eða þessar 90 mínútur sem leikmenn spila,“ sagði Einar í viðtalinu við Tómas Þór. „Þetta snýst um hversu marga spretti þú tekur hverja viku fyrir sig og hversu góður leikmaðurinn er að taka endurtekna spretti. Þjálfun knattspyrnumanna milli leikja snýst um þetta að mörgu leyti. Undirbúningstímabilið snýst um að koma leikmönnum á stig svo þeir geti tekið þessi krefjandi hlaup undir lok leikja sem dæmi,“ bætti Einar við. „Það varð ekkert úr undirbúningstímabilinu og það er búið að auka leikjaálagið til muna. Tækifærin til að þjálfa þessa hluti eru þess vegna mun minni núna þar sem tíminn á milli leikja snýst um að jafna sig,“ sagði Einar að endingu. Samkvæmt vefsíðinni Physio Room sem heldur utan um meiðsli leikmanna í ensku úrvalsdeildinni eru alls 107 leikmenn meiddir eða tæpir fyrir komandi leiki síns liðs. Arsenal er þar efst á lista með tíu leikmenn og Manchester United þar á eftir með níu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Meistararnir grátt leiknir af VAR þegar Liverpool og Brighton skildu jöfn Englandsmeistarar Liverpool gerðu 1-1 jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem VAR stal senunni. 28. nóvember 2020 14:30 Jóhann Berg kom ekki við sögu er Mahrez og City léku sér að Burnley Manchester City valtaði yfir Burnley í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Alsíringurinn Riyad Mahrez gerði þrjú er City vann þægilegan 5-0 sigur. 28. nóvember 2020 16:50 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Meiðslalistar liða í ensku úralsdeildarinnar í knattspyrnu lengjast með hverjum deginum. Nær allir þjálfarar – og margir leikmenn – hafa kvartað yfir gríðarlegu álagi um þessar mundir en einkar þétt er spilað vegna kórónufaraldursins. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans sem sýndur er á Síminn Sport, ræddi við sjúkraþjálfarann Einar Einarsson í gær. Sjá má spjall þeirra í myndbandinu hér neðst í fréttinni. Áhugaverð greining hjá einum okkar færasta sjúkra- og styrktarþjálfara sem var m.a. einkasjúkraþjálfari Joel Embiid. Það er skortur á pre season sem er að stuðla að öllum þessum meiðslum í EPL. Var ekki tími til að undirbúa leikmenn f. þetta álaghttps://t.co/sjt6MnLdjA— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) November 28, 2020 Einar er hluti af Íslendinga nýlendunni í Katar en þar starfar hann á Aspetar íþróttasjúkrahúsinu. „Það gafst aldrei tækifæri til að undirbúa leikmenn undir þessi átök. Það sem skiptir mestu máli er að þjálfa hámarks ákefð. Snýst þannig séð ekki um leikinn sjálfan eða þessar 90 mínútur sem leikmenn spila,“ sagði Einar í viðtalinu við Tómas Þór. „Þetta snýst um hversu marga spretti þú tekur hverja viku fyrir sig og hversu góður leikmaðurinn er að taka endurtekna spretti. Þjálfun knattspyrnumanna milli leikja snýst um þetta að mörgu leyti. Undirbúningstímabilið snýst um að koma leikmönnum á stig svo þeir geti tekið þessi krefjandi hlaup undir lok leikja sem dæmi,“ bætti Einar við. „Það varð ekkert úr undirbúningstímabilinu og það er búið að auka leikjaálagið til muna. Tækifærin til að þjálfa þessa hluti eru þess vegna mun minni núna þar sem tíminn á milli leikja snýst um að jafna sig,“ sagði Einar að endingu. Samkvæmt vefsíðinni Physio Room sem heldur utan um meiðsli leikmanna í ensku úrvalsdeildinni eru alls 107 leikmenn meiddir eða tæpir fyrir komandi leiki síns liðs. Arsenal er þar efst á lista með tíu leikmenn og Manchester United þar á eftir með níu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Meistararnir grátt leiknir af VAR þegar Liverpool og Brighton skildu jöfn Englandsmeistarar Liverpool gerðu 1-1 jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem VAR stal senunni. 28. nóvember 2020 14:30 Jóhann Berg kom ekki við sögu er Mahrez og City léku sér að Burnley Manchester City valtaði yfir Burnley í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Alsíringurinn Riyad Mahrez gerði þrjú er City vann þægilegan 5-0 sigur. 28. nóvember 2020 16:50 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Meistararnir grátt leiknir af VAR þegar Liverpool og Brighton skildu jöfn Englandsmeistarar Liverpool gerðu 1-1 jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem VAR stal senunni. 28. nóvember 2020 14:30
Jóhann Berg kom ekki við sögu er Mahrez og City léku sér að Burnley Manchester City valtaði yfir Burnley í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Alsíringurinn Riyad Mahrez gerði þrjú er City vann þægilegan 5-0 sigur. 28. nóvember 2020 16:50