Þekking, fræðsla og verklag innan skóla varðandi forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum Guðrún Helga Bjarnadóttir skrifar 30. nóvember 2020 16:01 Dagana 19.-26. október 2020 gerðu Barnaheill netathugun innan leik- og grunnskóla landsins á þekkingu og fræðslu fyrir starfsfólk og nemendur og verklag varðandi forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum. Athugunin náði til 404 leik- og grunnskóla, en skólastjórnendum var sendur spurningalisti með sex spurningum. Alls svöruðu 189 skólar listanum eða 46,8%. Helstu niðurstöður athugunarinnar sýna að í 61% skóla hafa kennarar, annað starfsfólk og nemendur fengið forvarnafræðslu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Það er áberandi í svörum skólastjórnenda um forvarnafræðslu að flestir nefndu fræðslu frá Blátt áfram, en forvarnasamtökin Blátt áfram voru stofnuð 2004 og sameinuðust Barnaheillum 2019. Það er afar jákvætt að sjá að skólar sem fengið hafa fræðslu fyrir starfsfólk sitt hafa einnig séð mikilvægi þess að bjóða nemendum upp á forvarnafræðslu. Að auki er hér tækifæri fyrir 25% skóla sem svöruðu „Nei“ við þessum spurningum að fá forvarnafræðslu fyrir starfsfólk sitt og nemendur. Í spurningunni „Treysta kennarar sér til að sinna forvarnafræðslu“, svöruðu 50% játandi, 6% neitandi en 43% voru ekki viss. Það liggur fyrir að ekki er lögð áhersla á þessa fræðslu hjá t.d. Menntavísindasviði Háskóla Íslands eða í öðru kennaranámi. Hér er augljóst tækifæri fyrir skóla til að efla fræðslu um mikilvægi forvarna hjá kennurum og öðru starfsfólki. Fræðsla um forvarnir þarf að innihalda leiðbeiningar og dæmi um lausnir sem fólk á auðvelt með að tileinka sér. Tvær spurningar listans varða verkferla innan skólans. Spurt er hvort verkferlar séu til staðar í skólanum ef grunur um kynferðisofbeldi gegn barni kemur upp. 86% svarenda svöruðu þessari spurningu játandi. Einnig er spurt hvort kennarar séu upplýstir um verkferlana en því svöruðu 76,5% játandi. Hér er áberandi og er það vel, hve margir skólar eru með skýra verkferla er kemur að tilkynningum um kynferðisofbeldi á börnum. Viðbrögð skólastjórnenda við þessari netathugun sýnir hve mikilvægar forvarnir gegn kynferðisofbeldi eru í huga þeirra. Það er afar gott að sjá stóran hluta svarenda sinna forvörnum vel, en í skriflegum svörum er kallað eftir meira stuðningsefni og reglulegu samtali um forvarnir. Það er hvatning fyrir samtök eins og Barnaheill sem bjóða reglulega upp á fræðslu og samtal með einhverjum hætti að halda áfram að efla stofnanir í að fyrirbyggja ofbeldi á börnum. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna Barnaheilla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Dagana 19.-26. október 2020 gerðu Barnaheill netathugun innan leik- og grunnskóla landsins á þekkingu og fræðslu fyrir starfsfólk og nemendur og verklag varðandi forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum. Athugunin náði til 404 leik- og grunnskóla, en skólastjórnendum var sendur spurningalisti með sex spurningum. Alls svöruðu 189 skólar listanum eða 46,8%. Helstu niðurstöður athugunarinnar sýna að í 61% skóla hafa kennarar, annað starfsfólk og nemendur fengið forvarnafræðslu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Það er áberandi í svörum skólastjórnenda um forvarnafræðslu að flestir nefndu fræðslu frá Blátt áfram, en forvarnasamtökin Blátt áfram voru stofnuð 2004 og sameinuðust Barnaheillum 2019. Það er afar jákvætt að sjá að skólar sem fengið hafa fræðslu fyrir starfsfólk sitt hafa einnig séð mikilvægi þess að bjóða nemendum upp á forvarnafræðslu. Að auki er hér tækifæri fyrir 25% skóla sem svöruðu „Nei“ við þessum spurningum að fá forvarnafræðslu fyrir starfsfólk sitt og nemendur. Í spurningunni „Treysta kennarar sér til að sinna forvarnafræðslu“, svöruðu 50% játandi, 6% neitandi en 43% voru ekki viss. Það liggur fyrir að ekki er lögð áhersla á þessa fræðslu hjá t.d. Menntavísindasviði Háskóla Íslands eða í öðru kennaranámi. Hér er augljóst tækifæri fyrir skóla til að efla fræðslu um mikilvægi forvarna hjá kennurum og öðru starfsfólki. Fræðsla um forvarnir þarf að innihalda leiðbeiningar og dæmi um lausnir sem fólk á auðvelt með að tileinka sér. Tvær spurningar listans varða verkferla innan skólans. Spurt er hvort verkferlar séu til staðar í skólanum ef grunur um kynferðisofbeldi gegn barni kemur upp. 86% svarenda svöruðu þessari spurningu játandi. Einnig er spurt hvort kennarar séu upplýstir um verkferlana en því svöruðu 76,5% játandi. Hér er áberandi og er það vel, hve margir skólar eru með skýra verkferla er kemur að tilkynningum um kynferðisofbeldi á börnum. Viðbrögð skólastjórnenda við þessari netathugun sýnir hve mikilvægar forvarnir gegn kynferðisofbeldi eru í huga þeirra. Það er afar gott að sjá stóran hluta svarenda sinna forvörnum vel, en í skriflegum svörum er kallað eftir meira stuðningsefni og reglulegu samtali um forvarnir. Það er hvatning fyrir samtök eins og Barnaheill sem bjóða reglulega upp á fræðslu og samtal með einhverjum hætti að halda áfram að efla stofnanir í að fyrirbyggja ofbeldi á börnum. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna Barnaheilla
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun