„Hvílík hneisa að selja þessa náttúruperlu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 21:46 Tómas Guðbjartsson lýsir vanþóknun sinni vegna sölunnar á Hjörleifshöfða í færslu á Facebook. Vísir/Vilhelm Læknirinn, útivistarmaðurinn og umhverfisverndarsinninn Tómas Guðbjartsson er lítt hrifinn af hátt í fimm hundruð milljóna króna sölunni á Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. Power Minerals Iceland, íslenskt félag í 100 prósent eigu þýska fyrirtækisins STEAG Beteilungsgesellschaft, greiddi 489 milljónir króna fyrir Hjörleifshöfða. Tómas lýsir vonbrigðum sínum með söluna, sem hann kallar „heimaskítsmát í Mýrdal.“ í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Hvílík hneisa að selja þessa náttúruperlu sem Hjörleifshöfði er - og það fyrir námavinnslu á vikri!. Eru menn blindir?“ spyr Tómas. Staðurinn sé stórkostlegur, skarti hellum og klettum og sé langt frá því að vera „svartur sandur.“ „Þarna kom jú fóstbróðir Ingólfs Arnarssonar, Hjörleifur Hróðmarsson og var veginn af írskum þrælum sem Ingólfur elti uppi og drap. Höfðnn er því stórmerkilegur fyrir sögu okkar Íslendinga,“ bætir Tómas við en hann kveðst ekki kaupa rök þess efnis að það vanti námuvinnslu á svæðinu. Vík í Mýrdal sé eitt stærsta ferðamannasvæði landsins sem skarti heimsfrægum náttúruperlum. „Námavinnsla í næsta nágrenni á enga samleið með öflugum ferðamannaiðnaði. Það er eins og að slátra mjólkurkúnni en er auk þess út frá sjónarmiði náttúruverndar og sagnfræði algjör tímaskekkja,“ skrifar Tómas. Fleiri deila skoðun Tómasar og má þar nefna Herdísi Kjerulf Þorgeirsdóttur, lögmann og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. „Tek heilshugar undir það að þetta er hneisa,“ segir Herdís. Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, er sama sinnis. „Heimska er því miður ólæknandi og íslendingar munu ekki hætta fyrr en þeir hafa selt allt landið undan sér.“ Andrea Jónsdóttir útvarpskona segir um hneyksli að ræða og Ingólfur Bruun leiðsögumaður er hugsi yfir að ríkið hafi ekki keypt jörðina. ísleand Litháen undankeppni EM í handbolta Laugardalshöll landsleikur ísland - LitháenFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég er nú ekki mikill talsmaður þess að ríkið sé að kaupa jarðir (ríkið á þegar of margar jarðir) en það skiptir miklu máli um hvaða jarðir er að ræða. Það var t.d. glórulaust að ríkið skildi ekki kaupa Grímsstaði á Fjöllum, hneisa bókstaflega. Og eins er það hneisa að núverandi ríkisstjórn með Bjarna og Katrínu í fararbroddi skyldi ekki kaupa jörðina Hjörleifshöfða þegar það bauðst. Galið! Hins vegar óska ég nýjum eigendum til hamingju með kaupin. Þetta voru mjög snjöll kaup.“ Tónlistarmaðurinn Samúel Jón Samúelsson segir óeðlilegt að fólk geti selt landið. „Ríkið ætti að virkja forkaupsrétt með lagasetningu og borga kaupandanum sömu upphæð til baka. Landeigendur“ sem vilja ekki eða geta ekki gætt landareigar sinnar lengur eiga að skila henni til þjóðarinnar sem á að fara með vörslu hennar fyrir komandi kynslóðir. Það á ekkert að vera hægt að eiga og selja land.“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, er ósáttur. „Þetta er hörmulegt.“ Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Tómas lýsir vonbrigðum sínum með söluna, sem hann kallar „heimaskítsmát í Mýrdal.“ í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Hvílík hneisa að selja þessa náttúruperlu sem Hjörleifshöfði er - og það fyrir námavinnslu á vikri!. Eru menn blindir?“ spyr Tómas. Staðurinn sé stórkostlegur, skarti hellum og klettum og sé langt frá því að vera „svartur sandur.“ „Þarna kom jú fóstbróðir Ingólfs Arnarssonar, Hjörleifur Hróðmarsson og var veginn af írskum þrælum sem Ingólfur elti uppi og drap. Höfðnn er því stórmerkilegur fyrir sögu okkar Íslendinga,“ bætir Tómas við en hann kveðst ekki kaupa rök þess efnis að það vanti námuvinnslu á svæðinu. Vík í Mýrdal sé eitt stærsta ferðamannasvæði landsins sem skarti heimsfrægum náttúruperlum. „Námavinnsla í næsta nágrenni á enga samleið með öflugum ferðamannaiðnaði. Það er eins og að slátra mjólkurkúnni en er auk þess út frá sjónarmiði náttúruverndar og sagnfræði algjör tímaskekkja,“ skrifar Tómas. Fleiri deila skoðun Tómasar og má þar nefna Herdísi Kjerulf Þorgeirsdóttur, lögmann og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. „Tek heilshugar undir það að þetta er hneisa,“ segir Herdís. Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, er sama sinnis. „Heimska er því miður ólæknandi og íslendingar munu ekki hætta fyrr en þeir hafa selt allt landið undan sér.“ Andrea Jónsdóttir útvarpskona segir um hneyksli að ræða og Ingólfur Bruun leiðsögumaður er hugsi yfir að ríkið hafi ekki keypt jörðina. ísleand Litháen undankeppni EM í handbolta Laugardalshöll landsleikur ísland - LitháenFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég er nú ekki mikill talsmaður þess að ríkið sé að kaupa jarðir (ríkið á þegar of margar jarðir) en það skiptir miklu máli um hvaða jarðir er að ræða. Það var t.d. glórulaust að ríkið skildi ekki kaupa Grímsstaði á Fjöllum, hneisa bókstaflega. Og eins er það hneisa að núverandi ríkisstjórn með Bjarna og Katrínu í fararbroddi skyldi ekki kaupa jörðina Hjörleifshöfða þegar það bauðst. Galið! Hins vegar óska ég nýjum eigendum til hamingju með kaupin. Þetta voru mjög snjöll kaup.“ Tónlistarmaðurinn Samúel Jón Samúelsson segir óeðlilegt að fólk geti selt landið. „Ríkið ætti að virkja forkaupsrétt með lagasetningu og borga kaupandanum sömu upphæð til baka. Landeigendur“ sem vilja ekki eða geta ekki gætt landareigar sinnar lengur eiga að skila henni til þjóðarinnar sem á að fara með vörslu hennar fyrir komandi kynslóðir. Það á ekkert að vera hægt að eiga og selja land.“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, er ósáttur. „Þetta er hörmulegt.“
Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda