Knattspyrnukona fékk morðhótanir eftir að hún neitaði að heiðra Maradona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2020 11:00 Paula Dapena situr í grasinu á meðan leikmenn áttu að heiðra minningu Diego Maradona. EPA-EFE/Amador Lorenzo Knattspyrnukonan Paula Dapena var ekki tilbúin að heiðra minningu knatttspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona og það hefur vakið mjög sterk viðbrögð. Paula Dapena spilar með Viajes InterRias FF í spænsku C-deildinni og fyrir æfingaleik á móti Deportivo La Coruna um helgina þá minntust leikmenn Maradona sem féll frá í síðustu viku. Það er það áttu allir leikmenn að minnast Maradona en Paula Dapena var ekki tilbúin í það. Hún settist niður í grasið og snéri sér í öfuga átt þegar liðin stilltu sér upp við miðjuhringinn. Dapena var ekki tilbúinn að líta framhjá því að Diego Maradona hafi verið sakaður um heimilisofbeldi árið 2014 þegar hann virtist slá til eiginkonu sinnar í myndbandi. Maradona neitaði þessum ásökunum, sagðist aðeins hafa hent símanum sínum og að hann myndi aldrei slá konu. „Það er ekki aðeins ég sem hef orðið fyrir áreiti heldur einnig liðsfélagar mínir,“ sagði Paula Dapena við ESPN. La de Paula Dapena ha dado la vuelta al mundo después de que la jugadora se negara a rendir homenaje a Maradona. pic.twitter.com/IfAPpkqiqt— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) November 30, 2020 „Við höfum fengið morðhótanir og skilaboð eins og: Ég ætla að leita uppi heimilisfangið þitt, koma þangað og fótbrjóta þig á báðum,“ sagði Dapena. Dapena er áhugakona í knattspyrnu og starfar sem kennari. Hún sagði það hefði verið „hræsnisfullt“ af sér að gleyma fortíð Maradona. „Það er hræsnisfullt að vera með mínútu þögn fyrir Maradona sem var þekktur fyrir að vera misþyrma konum en ekki minnast fórnarlamba ofbeldis gegn konum,“ sagði Dapena en Maradona dó á Alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum,“ sagði Dapena. „Fráfall Maradona skyggði algjörlega á þann dag. Við fórum frá því að hafa sviðsljósið á dauða allra þessara kvenna í það að hafa það á Maradona og hversu mikil fyrirmynd hann var fyrir alla,“ sagði Dapena. Hún sagði vera mjög hissa á því að hún hafi verið eina konan sem neitaði að heiðra minningu Maradona. „Maradona var frábær fótboltamaður með ótrúlega hæfileika. Fyrir utan það var hann allt annað en góð fyrirmynd,“ sagði Paula Dapena Andlát Diegos Maradona Spænski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Sjá meira
Paula Dapena spilar með Viajes InterRias FF í spænsku C-deildinni og fyrir æfingaleik á móti Deportivo La Coruna um helgina þá minntust leikmenn Maradona sem féll frá í síðustu viku. Það er það áttu allir leikmenn að minnast Maradona en Paula Dapena var ekki tilbúin í það. Hún settist niður í grasið og snéri sér í öfuga átt þegar liðin stilltu sér upp við miðjuhringinn. Dapena var ekki tilbúinn að líta framhjá því að Diego Maradona hafi verið sakaður um heimilisofbeldi árið 2014 þegar hann virtist slá til eiginkonu sinnar í myndbandi. Maradona neitaði þessum ásökunum, sagðist aðeins hafa hent símanum sínum og að hann myndi aldrei slá konu. „Það er ekki aðeins ég sem hef orðið fyrir áreiti heldur einnig liðsfélagar mínir,“ sagði Paula Dapena við ESPN. La de Paula Dapena ha dado la vuelta al mundo después de que la jugadora se negara a rendir homenaje a Maradona. pic.twitter.com/IfAPpkqiqt— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) November 30, 2020 „Við höfum fengið morðhótanir og skilaboð eins og: Ég ætla að leita uppi heimilisfangið þitt, koma þangað og fótbrjóta þig á báðum,“ sagði Dapena. Dapena er áhugakona í knattspyrnu og starfar sem kennari. Hún sagði það hefði verið „hræsnisfullt“ af sér að gleyma fortíð Maradona. „Það er hræsnisfullt að vera með mínútu þögn fyrir Maradona sem var þekktur fyrir að vera misþyrma konum en ekki minnast fórnarlamba ofbeldis gegn konum,“ sagði Dapena en Maradona dó á Alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum,“ sagði Dapena. „Fráfall Maradona skyggði algjörlega á þann dag. Við fórum frá því að hafa sviðsljósið á dauða allra þessara kvenna í það að hafa það á Maradona og hversu mikil fyrirmynd hann var fyrir alla,“ sagði Dapena. Hún sagði vera mjög hissa á því að hún hafi verið eina konan sem neitaði að heiðra minningu Maradona. „Maradona var frábær fótboltamaður með ótrúlega hæfileika. Fyrir utan það var hann allt annað en góð fyrirmynd,“ sagði Paula Dapena
Andlát Diegos Maradona Spænski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Sjá meira