Knattspyrnukona fékk morðhótanir eftir að hún neitaði að heiðra Maradona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2020 11:00 Paula Dapena situr í grasinu á meðan leikmenn áttu að heiðra minningu Diego Maradona. EPA-EFE/Amador Lorenzo Knattspyrnukonan Paula Dapena var ekki tilbúin að heiðra minningu knatttspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona og það hefur vakið mjög sterk viðbrögð. Paula Dapena spilar með Viajes InterRias FF í spænsku C-deildinni og fyrir æfingaleik á móti Deportivo La Coruna um helgina þá minntust leikmenn Maradona sem féll frá í síðustu viku. Það er það áttu allir leikmenn að minnast Maradona en Paula Dapena var ekki tilbúin í það. Hún settist niður í grasið og snéri sér í öfuga átt þegar liðin stilltu sér upp við miðjuhringinn. Dapena var ekki tilbúinn að líta framhjá því að Diego Maradona hafi verið sakaður um heimilisofbeldi árið 2014 þegar hann virtist slá til eiginkonu sinnar í myndbandi. Maradona neitaði þessum ásökunum, sagðist aðeins hafa hent símanum sínum og að hann myndi aldrei slá konu. „Það er ekki aðeins ég sem hef orðið fyrir áreiti heldur einnig liðsfélagar mínir,“ sagði Paula Dapena við ESPN. La de Paula Dapena ha dado la vuelta al mundo después de que la jugadora se negara a rendir homenaje a Maradona. pic.twitter.com/IfAPpkqiqt— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) November 30, 2020 „Við höfum fengið morðhótanir og skilaboð eins og: Ég ætla að leita uppi heimilisfangið þitt, koma þangað og fótbrjóta þig á báðum,“ sagði Dapena. Dapena er áhugakona í knattspyrnu og starfar sem kennari. Hún sagði það hefði verið „hræsnisfullt“ af sér að gleyma fortíð Maradona. „Það er hræsnisfullt að vera með mínútu þögn fyrir Maradona sem var þekktur fyrir að vera misþyrma konum en ekki minnast fórnarlamba ofbeldis gegn konum,“ sagði Dapena en Maradona dó á Alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum,“ sagði Dapena. „Fráfall Maradona skyggði algjörlega á þann dag. Við fórum frá því að hafa sviðsljósið á dauða allra þessara kvenna í það að hafa það á Maradona og hversu mikil fyrirmynd hann var fyrir alla,“ sagði Dapena. Hún sagði vera mjög hissa á því að hún hafi verið eina konan sem neitaði að heiðra minningu Maradona. „Maradona var frábær fótboltamaður með ótrúlega hæfileika. Fyrir utan það var hann allt annað en góð fyrirmynd,“ sagði Paula Dapena Andlát Diegos Maradona Spænski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Paula Dapena spilar með Viajes InterRias FF í spænsku C-deildinni og fyrir æfingaleik á móti Deportivo La Coruna um helgina þá minntust leikmenn Maradona sem féll frá í síðustu viku. Það er það áttu allir leikmenn að minnast Maradona en Paula Dapena var ekki tilbúin í það. Hún settist niður í grasið og snéri sér í öfuga átt þegar liðin stilltu sér upp við miðjuhringinn. Dapena var ekki tilbúinn að líta framhjá því að Diego Maradona hafi verið sakaður um heimilisofbeldi árið 2014 þegar hann virtist slá til eiginkonu sinnar í myndbandi. Maradona neitaði þessum ásökunum, sagðist aðeins hafa hent símanum sínum og að hann myndi aldrei slá konu. „Það er ekki aðeins ég sem hef orðið fyrir áreiti heldur einnig liðsfélagar mínir,“ sagði Paula Dapena við ESPN. La de Paula Dapena ha dado la vuelta al mundo después de que la jugadora se negara a rendir homenaje a Maradona. pic.twitter.com/IfAPpkqiqt— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) November 30, 2020 „Við höfum fengið morðhótanir og skilaboð eins og: Ég ætla að leita uppi heimilisfangið þitt, koma þangað og fótbrjóta þig á báðum,“ sagði Dapena. Dapena er áhugakona í knattspyrnu og starfar sem kennari. Hún sagði það hefði verið „hræsnisfullt“ af sér að gleyma fortíð Maradona. „Það er hræsnisfullt að vera með mínútu þögn fyrir Maradona sem var þekktur fyrir að vera misþyrma konum en ekki minnast fórnarlamba ofbeldis gegn konum,“ sagði Dapena en Maradona dó á Alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum,“ sagði Dapena. „Fráfall Maradona skyggði algjörlega á þann dag. Við fórum frá því að hafa sviðsljósið á dauða allra þessara kvenna í það að hafa það á Maradona og hversu mikil fyrirmynd hann var fyrir alla,“ sagði Dapena. Hún sagði vera mjög hissa á því að hún hafi verið eina konan sem neitaði að heiðra minningu Maradona. „Maradona var frábær fótboltamaður með ótrúlega hæfileika. Fyrir utan það var hann allt annað en góð fyrirmynd,“ sagði Paula Dapena
Andlát Diegos Maradona Spænski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira