Amasónskógurinn er mikilvæg kolefnisgeymsla en gróðurinn hægir á hækkandi hitastigi jarðarinnar.
Brasilískir vísindamenn segja ljóst að kjör Jairs Bolsonaro forseta hafi augljóslega flýtt fyrir eyðingu skóganna á ný en forsetinn hefur talað fyrir auknum landbúnaði og námugreftri á svæðinu.
Auk þess að vera gríðarlega mikilvægur hlekkur í loftslagsmálum jarðar er Amasónsvæðið einnig heimili um þriggja milljóna dýrategunda og þar búa einnig um ein milljón brasilískra frumbyggja.