Segir Klopp vera alveg eins og Ferguson | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2020 14:00 Klopp í samræðum við fjórða dómara leiks Liverpool gegn Sheffield United fyrr á þessari leiktíð. John Powell/Liverpool FC Sparkspekingurinn Gary Neville líkti kvarti og kveini Jürgen Klopp – þjálfara Englandsmeistara Liverpol – við eitthvað sem Sir Alex Ferguson hefði gert á sínum tíma. Þeir vilja bara vinna. Klopp lét gamminn geisa eftir 1-1 jafntefli Englandsmeistaranna gegn Brighton & Hove Albion á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á laugardag. Hafði Liverpool þá leikið í Meistaradeild Evrópu á miðvikudegi og var Þjóðverjinn verulega ósáttur með hversu stutt var á milli leikja. Er það ekki í fyrsta sinn sem Klopp gagnrýnir leikjaáætlun úralsdeildarinnar á þessu tímabili. Neville telur að þarna sé þjálfari Liverpool að reyna ná sálfræðilegu forskoti, líkt og Sir Alex Ferguson gerði á sínum tíma hjá Manchester United. „Ég held að þegar þú verðir sigursæll þjálfari – á þeim stalli sem Sir Alex komst á – þá viltu bara vinna. Stærsta ógn Liverpool og Klopp í ár eru meiðsli leikmanna svo hann vill reyna ná forskoti með því koma þessu inn í höfuðið á fólki. Sir Alex gerði þetta í 15 eða 16 ár,“ sagði Neville í þættinum Monday Night Football í gærkvöld. „Klopp hefur verið besti þjálfari deildarinnar undanfarin ár, bæði inn á vellinum sem og í viðtölum. Hann tengir betur við stuðningsmenn sína heldur en aðrir þjálfarar deildarinnar, fótboltinn sem lið hans spilar er frábær en á laugardag fór hann út af sporinu í viðtalinu. Hann var ekki með staðreyndirnar sínar á hreinu. Hann er að reyna ná forskoti sem mögulega hjálpar honum að ná í úrslit inn á vellinum,“ bætti Neville við. "I think you're the only person in the country who says it's not an exceptional season.""I played for a manager for 20 years who tried to gain an advantage making this type of argument."@Carra23 and @GNev2 debate Jurgen Klopp's points about fixture congestion... #MNF pic.twitter.com/UJ3gHxjkFC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 30, 2020 Að lokum ræddi Neville rökin fyrir því að yfirstandandi tímabil væri sérstaklega erfitt þar sem leikmenn hefðu fengið svo litla hvíld. Hann var ekki sammála því og sagði að leikmenn hefðu fengið þriggja mánaða frí í mars til júní. Síðan hefðu komið fimm vikur frá því að úrvalsdeildinni lauk og Góðgerðaskjöldurinn var spilaður. Er það allt að viku meira en leikmenn fá í sumarfrí þegar EM eða HM er sama sumar. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Meiðslavandræði Englandsmeistara Liverpool ætla engan enda að taka Enski miðvörðurinn Joe Gomez meiddist á æfingu með enska landsliðinu og mun að öllum líkindum vera frá í einhvern tíma. Ásamt Gomez eru þeir Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold og Fabinho allir meiddir. 11. nóvember 2020 18:00 Þrettándi leikmaðurinn sem Liverpool liðið missir í meiðsli eða veikindi Öll lið glíma við meiðsli en meiðslamartröð Englandsmeistara Liverpool á þessu tímabili ætlar að vera lengri og drungalegri en hjá flestum liðum. 12. nóvember 2020 09:30 Meistararnir grátt leiknir af VAR þegar Liverpool og Brighton skildu jöfn Englandsmeistarar Liverpool gerðu 1-1 jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem VAR stal senunni. 28. nóvember 2020 14:30 Sjáðu pirraðan Klopp óska íþróttafréttamanni til hamingju eftir leik Jürgen Klopp, þjálfari Englandsmeistara Liverpool, var vægast sagt pirraður í viðtali að loknu 1-1 jafntefli Liverpool gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. Óskaði hann Des Kelly, íþróttafréttamanni BT Sport, til hamingju með meiðsli James Milner. 28. nóvember 2020 17:45 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Sjá meira
Klopp lét gamminn geisa eftir 1-1 jafntefli Englandsmeistaranna gegn Brighton & Hove Albion á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á laugardag. Hafði Liverpool þá leikið í Meistaradeild Evrópu á miðvikudegi og var Þjóðverjinn verulega ósáttur með hversu stutt var á milli leikja. Er það ekki í fyrsta sinn sem Klopp gagnrýnir leikjaáætlun úralsdeildarinnar á þessu tímabili. Neville telur að þarna sé þjálfari Liverpool að reyna ná sálfræðilegu forskoti, líkt og Sir Alex Ferguson gerði á sínum tíma hjá Manchester United. „Ég held að þegar þú verðir sigursæll þjálfari – á þeim stalli sem Sir Alex komst á – þá viltu bara vinna. Stærsta ógn Liverpool og Klopp í ár eru meiðsli leikmanna svo hann vill reyna ná forskoti með því koma þessu inn í höfuðið á fólki. Sir Alex gerði þetta í 15 eða 16 ár,“ sagði Neville í þættinum Monday Night Football í gærkvöld. „Klopp hefur verið besti þjálfari deildarinnar undanfarin ár, bæði inn á vellinum sem og í viðtölum. Hann tengir betur við stuðningsmenn sína heldur en aðrir þjálfarar deildarinnar, fótboltinn sem lið hans spilar er frábær en á laugardag fór hann út af sporinu í viðtalinu. Hann var ekki með staðreyndirnar sínar á hreinu. Hann er að reyna ná forskoti sem mögulega hjálpar honum að ná í úrslit inn á vellinum,“ bætti Neville við. "I think you're the only person in the country who says it's not an exceptional season.""I played for a manager for 20 years who tried to gain an advantage making this type of argument."@Carra23 and @GNev2 debate Jurgen Klopp's points about fixture congestion... #MNF pic.twitter.com/UJ3gHxjkFC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 30, 2020 Að lokum ræddi Neville rökin fyrir því að yfirstandandi tímabil væri sérstaklega erfitt þar sem leikmenn hefðu fengið svo litla hvíld. Hann var ekki sammála því og sagði að leikmenn hefðu fengið þriggja mánaða frí í mars til júní. Síðan hefðu komið fimm vikur frá því að úrvalsdeildinni lauk og Góðgerðaskjöldurinn var spilaður. Er það allt að viku meira en leikmenn fá í sumarfrí þegar EM eða HM er sama sumar.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Meiðslavandræði Englandsmeistara Liverpool ætla engan enda að taka Enski miðvörðurinn Joe Gomez meiddist á æfingu með enska landsliðinu og mun að öllum líkindum vera frá í einhvern tíma. Ásamt Gomez eru þeir Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold og Fabinho allir meiddir. 11. nóvember 2020 18:00 Þrettándi leikmaðurinn sem Liverpool liðið missir í meiðsli eða veikindi Öll lið glíma við meiðsli en meiðslamartröð Englandsmeistara Liverpool á þessu tímabili ætlar að vera lengri og drungalegri en hjá flestum liðum. 12. nóvember 2020 09:30 Meistararnir grátt leiknir af VAR þegar Liverpool og Brighton skildu jöfn Englandsmeistarar Liverpool gerðu 1-1 jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem VAR stal senunni. 28. nóvember 2020 14:30 Sjáðu pirraðan Klopp óska íþróttafréttamanni til hamingju eftir leik Jürgen Klopp, þjálfari Englandsmeistara Liverpool, var vægast sagt pirraður í viðtali að loknu 1-1 jafntefli Liverpool gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. Óskaði hann Des Kelly, íþróttafréttamanni BT Sport, til hamingju með meiðsli James Milner. 28. nóvember 2020 17:45 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Sjá meira
Meiðslavandræði Englandsmeistara Liverpool ætla engan enda að taka Enski miðvörðurinn Joe Gomez meiddist á æfingu með enska landsliðinu og mun að öllum líkindum vera frá í einhvern tíma. Ásamt Gomez eru þeir Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold og Fabinho allir meiddir. 11. nóvember 2020 18:00
Þrettándi leikmaðurinn sem Liverpool liðið missir í meiðsli eða veikindi Öll lið glíma við meiðsli en meiðslamartröð Englandsmeistara Liverpool á þessu tímabili ætlar að vera lengri og drungalegri en hjá flestum liðum. 12. nóvember 2020 09:30
Meistararnir grátt leiknir af VAR þegar Liverpool og Brighton skildu jöfn Englandsmeistarar Liverpool gerðu 1-1 jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem VAR stal senunni. 28. nóvember 2020 14:30
Sjáðu pirraðan Klopp óska íþróttafréttamanni til hamingju eftir leik Jürgen Klopp, þjálfari Englandsmeistara Liverpool, var vægast sagt pirraður í viðtali að loknu 1-1 jafntefli Liverpool gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. Óskaði hann Des Kelly, íþróttafréttamanni BT Sport, til hamingju með meiðsli James Milner. 28. nóvember 2020 17:45