Ríkið dæmt til að greiða Elko 18,7 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. desember 2020 14:52 Elko fær 18,7 milljónir frá ríkinu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Elko hf, rekstraraðila raftækjaverslana Elko, 18,7 milljónir vegna ólögmætrar gjaldtöku ríkisins í tengslum við innflutning á raftækjum. Málið má rekja til þess að íslenska ríkið hefur lagt á gjald vegna innflutnings Elko á raftækjum í ákveðnum tollflokkum, sem nemur 0,15 prósent af tollverði viðkomandi vöru. Álagniningin var byggð á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og reglugerðar um raforkuvirki. Á tímabilinu 15. janúar 2016 til 15. desember 2019 lagði ríkið á og innheimti samtals 18.771.555 krónur frá Elko á þessum grundvelli. Elko fór fram á endurgreiðslu umræddra gjalda með bréfi til tollstjóra 30. desember síðastliðinn, á grundvelli þess að um ólögmæta gjaldtöku væri að ræða. Endugreiðslunni var hafnað og höfðaði Elko því mál á hendur ríkinu. Elko hélt því fram að umrædd gjöld væru skattur. Til þess að um heimildir til skattlagningar sé að ræða þurfi lög að kveða á um hverjir séu skattskyldir, við hvað skatturinn skuli miðast og hver sé fjárhæð hans. Ákvæði sem eftirláti stjórnvöldum ákvörðunarvald um fjárhæð skatts uppfylli ekki þessar kröfur. Íslenska ríkið taldi umrædda gjaldlagningu hins vegar vera lögmæta skattheimtu. Skýrt væri kveðið á um það í lögum sem umrædd gjaldtaka byggði á hverjir væru skattskyldir, við hvað skatturinn miðaði og hver væri fjárhæð hans. Svigrúm ráðherra standist ekki stjórnarskrá Í niðurstöðu héraðsdóms er vísað til þess að samkvæmt lögunum hafi ráðherra svigrúm til þess að ákveða hlutfall umrædds gjalds, innan þess ramma sem mælt er fyrir um eða 0,15 prósent af tollverði. Segir í dómi héraðsóms að þetta svigrúm ráðherra til að ákveða hlutfall skattsins samrýmist ekki kröfum um skýra og ótvíræða afstöðu löggjafans til álagningar skatta sem leiða af 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar. Þannig hafi löggjafinn gengið lengra við framsal á valdi til að ákveða skatt en heimilt er samkvæmt þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar. Því hafi umrædd skattheimta ekki stuðst við gilda lagaheimild. Var íslenska ríkið því dæmt til að endurgreiða Elko þá fjármuni sem ríkið hafði innheimt, all 18,7 milljónir , auk 900.000 króna í málskostnað. Neytendur Dómsmál Verslun Skattar og tollar Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Málið má rekja til þess að íslenska ríkið hefur lagt á gjald vegna innflutnings Elko á raftækjum í ákveðnum tollflokkum, sem nemur 0,15 prósent af tollverði viðkomandi vöru. Álagniningin var byggð á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og reglugerðar um raforkuvirki. Á tímabilinu 15. janúar 2016 til 15. desember 2019 lagði ríkið á og innheimti samtals 18.771.555 krónur frá Elko á þessum grundvelli. Elko fór fram á endurgreiðslu umræddra gjalda með bréfi til tollstjóra 30. desember síðastliðinn, á grundvelli þess að um ólögmæta gjaldtöku væri að ræða. Endugreiðslunni var hafnað og höfðaði Elko því mál á hendur ríkinu. Elko hélt því fram að umrædd gjöld væru skattur. Til þess að um heimildir til skattlagningar sé að ræða þurfi lög að kveða á um hverjir séu skattskyldir, við hvað skatturinn skuli miðast og hver sé fjárhæð hans. Ákvæði sem eftirláti stjórnvöldum ákvörðunarvald um fjárhæð skatts uppfylli ekki þessar kröfur. Íslenska ríkið taldi umrædda gjaldlagningu hins vegar vera lögmæta skattheimtu. Skýrt væri kveðið á um það í lögum sem umrædd gjaldtaka byggði á hverjir væru skattskyldir, við hvað skatturinn miðaði og hver væri fjárhæð hans. Svigrúm ráðherra standist ekki stjórnarskrá Í niðurstöðu héraðsdóms er vísað til þess að samkvæmt lögunum hafi ráðherra svigrúm til þess að ákveða hlutfall umrædds gjalds, innan þess ramma sem mælt er fyrir um eða 0,15 prósent af tollverði. Segir í dómi héraðsóms að þetta svigrúm ráðherra til að ákveða hlutfall skattsins samrýmist ekki kröfum um skýra og ótvíræða afstöðu löggjafans til álagningar skatta sem leiða af 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar. Þannig hafi löggjafinn gengið lengra við framsal á valdi til að ákveða skatt en heimilt er samkvæmt þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar. Því hafi umrædd skattheimta ekki stuðst við gilda lagaheimild. Var íslenska ríkið því dæmt til að endurgreiða Elko þá fjármuni sem ríkið hafði innheimt, all 18,7 milljónir , auk 900.000 króna í málskostnað.
Neytendur Dómsmál Verslun Skattar og tollar Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun